Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. nóvember 2024 12:19 Hreindýr að snæðingi. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Sæmundur Jón Jónsson, frístundabóndi á Þingskálum í sveitarfélaginu Hornafirði, fylgdist með fimmtán mínútna stríði þriggja veiðimanna við hreindýr í bakgarðinum hjá sér í morgun. Hann setur stórt spurningamerki við veiðarnar. Veiðarnar koma líklega mörgum spánskt fyrir sjónir enda lauk hreindýraveiðitímabili haustsins þann 20. september. Alls voru 769 dýr felld af þeim 776 sem veiða átti í haust. Eftir stóðu hins vegar nóvemberveiðar á hreinkúm á tveimur syðstu veiðisvæðunum þar sem gefið var út leyfi fyrir veiðum á 24 kúm fyrstu tuttugu dagana í nóvember. Þrír veiðimenn mættir í „bakgarðinn“ Ein af þessum 24 hreinkúm var felld í fimm hundruð metra fjarlægð frá bóndabæ Sæmundar í morgun. Hann lýsir atburðarásinni eins og hún blasti við honum í færslu á Facebook sem hefur vakið mikla athygli. „Rétt í þessu varð ég vitni að ógeðslegum verknaði hérna í bakgarðinum hjá mér. Hingað mættu þrír karlmenn með alvæpni greinilega komnir að elta hreindýrahjörð,“ segir Sæmundur Jón í færslunni. „Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að dýrin væru drepin í einu skoti og ef það klikkaði þá grípi leiðsögumaðurinn inn í og lógi dýrinu,“ segir Sæmundur Jón. „Við máttum hins vegar horfa upp á rúmlega 15 mínútna dauðastríð dýrsins þar sem dýrið var ennþá á fótum og ég taldi a.m.k sex skot, ég hefði sennilega verið fljótari að lóga dýrinu með því að elta það uppi með eldhúshnífnum.“ Undantekning og allir að reyna sitt besta Hann bætir þó við að hans óþægilega upplifun af því að menn birtist í innan við fimm hundruð metra fjarlægð frá húsi hans og byrji að skjóta úr rifflum blikir í samnburði við þær þjáningar sem dýrið hafi mátt þola. „Ég hef ekki verið mikill aðdáandi hreindýra en set stórt spurningarmerki við veiðar eftir að hafa orðið vitni af þessu.“ Ekki náðist í Sæmund Jón við vinnslu fréttarinnar. Ýmsir veiðimenn taka til máls í umræðum við færslu Sæmundar og segja um algjöra undantekningu að ræða þegar komi að hreindýraveiðum. Að tvö skot þurfi til, hvað þá meira, heyri til undantekninga. Stundum verði mannleg mistök en allir reyni sitt besta. Enginn leiki sér að því að pynta bráð sína. Skotveiði Sveitarfélagið Hornafjörður Dýr Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira
Veiðarnar koma líklega mörgum spánskt fyrir sjónir enda lauk hreindýraveiðitímabili haustsins þann 20. september. Alls voru 769 dýr felld af þeim 776 sem veiða átti í haust. Eftir stóðu hins vegar nóvemberveiðar á hreinkúm á tveimur syðstu veiðisvæðunum þar sem gefið var út leyfi fyrir veiðum á 24 kúm fyrstu tuttugu dagana í nóvember. Þrír veiðimenn mættir í „bakgarðinn“ Ein af þessum 24 hreinkúm var felld í fimm hundruð metra fjarlægð frá bóndabæ Sæmundar í morgun. Hann lýsir atburðarásinni eins og hún blasti við honum í færslu á Facebook sem hefur vakið mikla athygli. „Rétt í þessu varð ég vitni að ógeðslegum verknaði hérna í bakgarðinum hjá mér. Hingað mættu þrír karlmenn með alvæpni greinilega komnir að elta hreindýrahjörð,“ segir Sæmundur Jón í færslunni. „Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að dýrin væru drepin í einu skoti og ef það klikkaði þá grípi leiðsögumaðurinn inn í og lógi dýrinu,“ segir Sæmundur Jón. „Við máttum hins vegar horfa upp á rúmlega 15 mínútna dauðastríð dýrsins þar sem dýrið var ennþá á fótum og ég taldi a.m.k sex skot, ég hefði sennilega verið fljótari að lóga dýrinu með því að elta það uppi með eldhúshnífnum.“ Undantekning og allir að reyna sitt besta Hann bætir þó við að hans óþægilega upplifun af því að menn birtist í innan við fimm hundruð metra fjarlægð frá húsi hans og byrji að skjóta úr rifflum blikir í samnburði við þær þjáningar sem dýrið hafi mátt þola. „Ég hef ekki verið mikill aðdáandi hreindýra en set stórt spurningarmerki við veiðar eftir að hafa orðið vitni af þessu.“ Ekki náðist í Sæmund Jón við vinnslu fréttarinnar. Ýmsir veiðimenn taka til máls í umræðum við færslu Sæmundar og segja um algjöra undantekningu að ræða þegar komi að hreindýraveiðum. Að tvö skot þurfi til, hvað þá meira, heyri til undantekninga. Stundum verði mannleg mistök en allir reyni sitt besta. Enginn leiki sér að því að pynta bráð sína.
Skotveiði Sveitarfélagið Hornafjörður Dýr Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira