„Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. nóvember 2024 11:30 Rúnar Kristinsson verður áfram við stjórnvölinn hjá Fram. Hann tók við liðinu fyrir síðasta tímabil. vísir/diego Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson ræddu ummæli Rúnars Kristinssonar, þjálfara Fram, um úrslitakeppnina í Bestu deild karla í Besta sætinu. Þeir deila ekki skoðun á fyrirkomulaginu. Eftir gott gengi framan af móti fjaraði undan Fram-liðinu og það fékk aðeins fjögur stig í síðustu tíu leikjunum í Bestu deildinni. Rúnar er ekki mikill aðdáandi úrslitakeppninnar sem var tekin upp hér á landi 2022 og sagði sína skoðun á fyrirkomulaginu eftir 1-4 tap Fram fyrir KA í lokaumferðinni. Þar sagði Rúnar að fyrirkomulagið væri slæmt fyrir lið sem hefðu ekki að neinu að keppa eins og Fram og að hann vildi fá tíu liða deild með þrefaldri umferð. „Mér finnst þetta lélegt fyrirkomulag og ég hef sagt það frá upphafi. Ég sagði að það væri allt í lagi að prófa þetta, eitt eða tvö ár, ég hafði reynslu af þessu frá Belgíu og annars staðar sem ég hef starfað,“ sagði Rúnar meðal annars. Ummæli Rúnars um fyrirkomulagið báru á góma í uppgjöri á Bestu deildinni í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. „Þú færð mig aldrei til að tala á móti þessu fyrirkomulagi. Ég er gríðarlegur úrslitakeppnismaður og við lendum í móti þar sem við erum með spennu í lokaumferð á öllum vígstöðvum, botn-, Evrópu- og toppbaráttu. Það eru alltaf lið í 6.-9. sæti sem eru ekki að keppa að neinu,“ sagði Baldur. „Ég er ósammála honum, mjög. Það er ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun. Hann á ekki að vera í viðtölum leik eftir leik eftir leik, hann var ekkert bara í þessu eftir mót, að tala um þetta. Mér finnst það ekki rétt skilaboð inn í hópinn. Ég sé ekkert að þessu fyrirkomulagi. Ég er mjög peppaður fyrir þessu.“ Atla Viðari fannst ekki að Rúnar hefði notað fyrirkomulagið sem afsökun fyrir slæmu gengi sinna manna á lokasprettinum. Hann hefur þó eitt og annað við fyrirkomulagið að athuga. „Ég er sammála honum frekar en Baldri varðandi fyrirkomulagið. Ég er hundrað prósent sammála að það þyrfti að fjölga leikjum og gera eitthvað en ég held að það séu til skemmtilegri og betri leiðir en við erum með núna til að fá 27 leikja mót,“ sagði Atli Viðar sem vill fá tíu liða deild með þrefaldri umferð, eins og Rúnar. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Einnig má hlusta á þáttinn á Spotify og öðrum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla Fram Besta sætið Tengdar fréttir „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Atli Viðar Björnsson segir að slæm leikmannakaup FH í félagaskiptaglugganum um mitt sumar hafi gert út um möguleika liðsins á að vera í baráttu um Evrópusæti. 5. nóvember 2024 17:16 Mest lesið Amorim skoraði hjá Nuno í bikarúrslitaleik Enski boltinn Njarðvíkingar bæta við sig Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri Körfubolti „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Körfubolti Atalanta á toppinn Fótbolti Hákon skoraði í sigri Lille Fótbolti „Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Körfubolti Karólína hafði betur gegn Sveindísi og fór á toppinn Fótbolti Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Körfubolti Fleiri fréttir Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Sjá meira
Eftir gott gengi framan af móti fjaraði undan Fram-liðinu og það fékk aðeins fjögur stig í síðustu tíu leikjunum í Bestu deildinni. Rúnar er ekki mikill aðdáandi úrslitakeppninnar sem var tekin upp hér á landi 2022 og sagði sína skoðun á fyrirkomulaginu eftir 1-4 tap Fram fyrir KA í lokaumferðinni. Þar sagði Rúnar að fyrirkomulagið væri slæmt fyrir lið sem hefðu ekki að neinu að keppa eins og Fram og að hann vildi fá tíu liða deild með þrefaldri umferð. „Mér finnst þetta lélegt fyrirkomulag og ég hef sagt það frá upphafi. Ég sagði að það væri allt í lagi að prófa þetta, eitt eða tvö ár, ég hafði reynslu af þessu frá Belgíu og annars staðar sem ég hef starfað,“ sagði Rúnar meðal annars. Ummæli Rúnars um fyrirkomulagið báru á góma í uppgjöri á Bestu deildinni í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. „Þú færð mig aldrei til að tala á móti þessu fyrirkomulagi. Ég er gríðarlegur úrslitakeppnismaður og við lendum í móti þar sem við erum með spennu í lokaumferð á öllum vígstöðvum, botn-, Evrópu- og toppbaráttu. Það eru alltaf lið í 6.-9. sæti sem eru ekki að keppa að neinu,“ sagði Baldur. „Ég er ósammála honum, mjög. Það er ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun. Hann á ekki að vera í viðtölum leik eftir leik eftir leik, hann var ekkert bara í þessu eftir mót, að tala um þetta. Mér finnst það ekki rétt skilaboð inn í hópinn. Ég sé ekkert að þessu fyrirkomulagi. Ég er mjög peppaður fyrir þessu.“ Atla Viðari fannst ekki að Rúnar hefði notað fyrirkomulagið sem afsökun fyrir slæmu gengi sinna manna á lokasprettinum. Hann hefur þó eitt og annað við fyrirkomulagið að athuga. „Ég er sammála honum frekar en Baldri varðandi fyrirkomulagið. Ég er hundrað prósent sammála að það þyrfti að fjölga leikjum og gera eitthvað en ég held að það séu til skemmtilegri og betri leiðir en við erum með núna til að fá 27 leikja mót,“ sagði Atli Viðar sem vill fá tíu liða deild með þrefaldri umferð, eins og Rúnar. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Einnig má hlusta á þáttinn á Spotify og öðrum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla Fram Besta sætið Tengdar fréttir „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Atli Viðar Björnsson segir að slæm leikmannakaup FH í félagaskiptaglugganum um mitt sumar hafi gert út um möguleika liðsins á að vera í baráttu um Evrópusæti. 5. nóvember 2024 17:16 Mest lesið Amorim skoraði hjá Nuno í bikarúrslitaleik Enski boltinn Njarðvíkingar bæta við sig Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri Körfubolti „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Körfubolti Atalanta á toppinn Fótbolti Hákon skoraði í sigri Lille Fótbolti „Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Körfubolti Karólína hafði betur gegn Sveindísi og fór á toppinn Fótbolti Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Körfubolti Fleiri fréttir Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Sjá meira
„Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Atli Viðar Björnsson segir að slæm leikmannakaup FH í félagaskiptaglugganum um mitt sumar hafi gert út um möguleika liðsins á að vera í baráttu um Evrópusæti. 5. nóvember 2024 17:16