Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Lovísa Arnardóttir skrifar 5. nóvember 2024 12:40 Leikskólinn er við Eggertsgötu og er rekinn af Félagsstofnun stúdenta. Vísir/Einar Búið er að opna leikskólann Mánagarð þar sem kom upp E. coli sýking í síðasta mánuði. Það staðfestir Guðrún Björnsdóttir framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta sem rekur leikskólann. Enn eru tíu börn inniliggjandi á Landspítalanum, þar af eitt á gjörgæslu. „Við fengum heimild fyrir helgi til að opna í dag,“ segir Guðrún um opnun leikskólans. Hún segir 55 börn í leikskólanum núna af þeim 128 sem eru skráð. Þau börn sem ekki séu í leikskólanum séu enn sum veik, en önnur að bíða eftir niðurstöðu úr greiningu á sýni. Börnin fá nú mat frá Skólamat en fyrir veikindin var maturinn eldaður á staðnum. Matráður skólans sagði upp eftir að veikindin komu upp. Greint var frá því fyrir helgi að uppruni sýkingarinnar hefði verið hakk sem framleitt var hjá Kjarnafæði en niðurstaða rannsóknar Matís leiddi í ljóst að meðhöndlun hakksins á leikskólanum var ekki fullnægjandi með tilliti til hreinlætis. Sjá einnig: Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Eitt barn á gjörgæslu Enn eru tíu börn inniliggjandi á Landspítalanum og eitt á gjörgæslu vegna E. Coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði í síðasta mánuði. „Þetta er allt að þokast í rétta ár og börnin á batavegi,“ segir Valtýr Stefánsson Thors barnalæknir á Landspítalanum. Hann á von á því, ef allt gengur eftir óskum, að geta útskrifað börnin í þessari og næstu viku. Eftir það verða þau undir eftirliti á bráðamóttöku eða göngudeild Barnaspítalans. Valtýr Stefánsson Thors yfirlæknir er bjartsýnn á að geta útskrifað börnin í þessari eða næstu viku.Landspítali Leiðbeiningar um hvenær má fara í skóla Sóttvarnalæknir gaf í gær úr leiðbeiningar til foreldra og forráðamanna um það hvenær þau sem smituðust geti snúið aftur til skóla eða vinnu. Þar kemur fram að smitaðir þurfa að vera einkennalausir í minnst tvo daga og þurfa eftir það að skila saursýni til greiningar og staðfestingar á því að sýkingu sé lokið. Nánar hér. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir enn börn veik og því sé málinu ekki lokið. Vísir/Arnar Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir að leiðbeiningarnar hafi verið sendir á tengiliði foreldra. „Þetta var mjög alvarlegt og það er tækifæri til að læra af því hvað við getum gert betur varðandi framleiðslu og umgengni við mat. Þetta getur haft mjög slæmar afleiðingar þó þetta sé sem betur fer mjög sjaldgæft. Þetta var mjög viðkvæmur hópur, svona lítil börn. Það eru auðvitað enn börn veik þannig að því leytinu til er þetta ekki búið,“ segir Guðrún. Þau eigi ekki von á því að fleiri bætist við. Það sé búið að finna uppruna sýkingarinnar og því líklegt að málinu sé lokið að því leytinu til. E. coli-sýking á Mánagarði Heilbrigðismál Leikskólar Reykjavík Háskólar Matvælaframleiðsla Heilbrigðiseftirlit Tengdar fréttir Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Amma barns af leikskólanum Mánagarði segir hræðilegt að horfa upp á veikindi barnsins, sem liggur enn á spítala vegna E.coli-hópsýkingar á leikskólanum. Foreldrar barnsins séu hræddir og bugaðir. Barn sem smitaðist fyrir fimm árum er enn að glíma við eftirköst af E.coli-sýkingu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í opinni dagskrá. 3. nóvember 2024 18:13 Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Þrjú börn eru enn á gjörgæslu á Landspítalanum vegna E.coli-sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði. Eitt barnið er í öndunarvél. Sjö börn til viðbótar liggja inni á almennri deild vegna sýkingarinnar. 2. nóvember 2024 14:23 Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Amma fjögurra ára drengs sem hefur barist fyrir lífi sínu undanfarnar tvær vikur segir nauðsynlegt að fram fari ítarleg rannsókn á því hvað olli sýkingu á leikskólanum Mánagarði. Draga þurfi lærdóm af sýkingunni og tryggja að svona lagað gerist aldrei aftur. 1. nóvember 2024 16:14 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Sjá meira
„Við fengum heimild fyrir helgi til að opna í dag,“ segir Guðrún um opnun leikskólans. Hún segir 55 börn í leikskólanum núna af þeim 128 sem eru skráð. Þau börn sem ekki séu í leikskólanum séu enn sum veik, en önnur að bíða eftir niðurstöðu úr greiningu á sýni. Börnin fá nú mat frá Skólamat en fyrir veikindin var maturinn eldaður á staðnum. Matráður skólans sagði upp eftir að veikindin komu upp. Greint var frá því fyrir helgi að uppruni sýkingarinnar hefði verið hakk sem framleitt var hjá Kjarnafæði en niðurstaða rannsóknar Matís leiddi í ljóst að meðhöndlun hakksins á leikskólanum var ekki fullnægjandi með tilliti til hreinlætis. Sjá einnig: Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Eitt barn á gjörgæslu Enn eru tíu börn inniliggjandi á Landspítalanum og eitt á gjörgæslu vegna E. Coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði í síðasta mánuði. „Þetta er allt að þokast í rétta ár og börnin á batavegi,“ segir Valtýr Stefánsson Thors barnalæknir á Landspítalanum. Hann á von á því, ef allt gengur eftir óskum, að geta útskrifað börnin í þessari og næstu viku. Eftir það verða þau undir eftirliti á bráðamóttöku eða göngudeild Barnaspítalans. Valtýr Stefánsson Thors yfirlæknir er bjartsýnn á að geta útskrifað börnin í þessari eða næstu viku.Landspítali Leiðbeiningar um hvenær má fara í skóla Sóttvarnalæknir gaf í gær úr leiðbeiningar til foreldra og forráðamanna um það hvenær þau sem smituðust geti snúið aftur til skóla eða vinnu. Þar kemur fram að smitaðir þurfa að vera einkennalausir í minnst tvo daga og þurfa eftir það að skila saursýni til greiningar og staðfestingar á því að sýkingu sé lokið. Nánar hér. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir enn börn veik og því sé málinu ekki lokið. Vísir/Arnar Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir að leiðbeiningarnar hafi verið sendir á tengiliði foreldra. „Þetta var mjög alvarlegt og það er tækifæri til að læra af því hvað við getum gert betur varðandi framleiðslu og umgengni við mat. Þetta getur haft mjög slæmar afleiðingar þó þetta sé sem betur fer mjög sjaldgæft. Þetta var mjög viðkvæmur hópur, svona lítil börn. Það eru auðvitað enn börn veik þannig að því leytinu til er þetta ekki búið,“ segir Guðrún. Þau eigi ekki von á því að fleiri bætist við. Það sé búið að finna uppruna sýkingarinnar og því líklegt að málinu sé lokið að því leytinu til.
E. coli-sýking á Mánagarði Heilbrigðismál Leikskólar Reykjavík Háskólar Matvælaframleiðsla Heilbrigðiseftirlit Tengdar fréttir Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Amma barns af leikskólanum Mánagarði segir hræðilegt að horfa upp á veikindi barnsins, sem liggur enn á spítala vegna E.coli-hópsýkingar á leikskólanum. Foreldrar barnsins séu hræddir og bugaðir. Barn sem smitaðist fyrir fimm árum er enn að glíma við eftirköst af E.coli-sýkingu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í opinni dagskrá. 3. nóvember 2024 18:13 Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Þrjú börn eru enn á gjörgæslu á Landspítalanum vegna E.coli-sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði. Eitt barnið er í öndunarvél. Sjö börn til viðbótar liggja inni á almennri deild vegna sýkingarinnar. 2. nóvember 2024 14:23 Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Amma fjögurra ára drengs sem hefur barist fyrir lífi sínu undanfarnar tvær vikur segir nauðsynlegt að fram fari ítarleg rannsókn á því hvað olli sýkingu á leikskólanum Mánagarði. Draga þurfi lærdóm af sýkingunni og tryggja að svona lagað gerist aldrei aftur. 1. nóvember 2024 16:14 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Sjá meira
Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Amma barns af leikskólanum Mánagarði segir hræðilegt að horfa upp á veikindi barnsins, sem liggur enn á spítala vegna E.coli-hópsýkingar á leikskólanum. Foreldrar barnsins séu hræddir og bugaðir. Barn sem smitaðist fyrir fimm árum er enn að glíma við eftirköst af E.coli-sýkingu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í opinni dagskrá. 3. nóvember 2024 18:13
Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Þrjú börn eru enn á gjörgæslu á Landspítalanum vegna E.coli-sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði. Eitt barnið er í öndunarvél. Sjö börn til viðbótar liggja inni á almennri deild vegna sýkingarinnar. 2. nóvember 2024 14:23
Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Amma fjögurra ára drengs sem hefur barist fyrir lífi sínu undanfarnar tvær vikur segir nauðsynlegt að fram fari ítarleg rannsókn á því hvað olli sýkingu á leikskólanum Mánagarði. Draga þurfi lærdóm af sýkingunni og tryggja að svona lagað gerist aldrei aftur. 1. nóvember 2024 16:14