Matráður segir upp á Mánagarði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2024 11:40 Soffía Emelía Bragadóttir er leikskólastjóri Mánagarðs. Vísir/Einar Matráður leikskólans Mánagarðs þar sem upp kom svæsin E.coli-sýking í síðustu viku hefur sagt upp störfum. Leikskólinn verður lokaður út vikuna. Þetta kemur fram í tölvupósti frá leikskólastjóranum á Mánagarði til foreldra. Þar segir að sérstakur stýrihópur sóttvarnalæknis hafi ákveðið í dag að leikskólinn yrði lokaður út þessa viku. „Standa vonir til að hægt verði að opna að nýju á þriðjudag í næstu viku en stýrihópurinn mun funda aftur eftir helgi þar sem ný ákvörðun verður tekin. Meðan á lokuninni stendur verður aðgerðum síðustu daga og viku framhaldið á Mánagarði. Lokið hefur verið við afar ítarlega og umfangsmikla sótthreinsun á húsnæðinu sem framkvæmd var af fagaðilum.“ Vinna haldi áfram við heildstæða endurskoðun á öllum verkferlum innan leikskólans með þar til bærum sérfræðingum en sú vinna snúi meðal annars að hreinlæti, meðhöndlun matvæla, aðstöðu, tækjabúnaði og geymslu, svo eitthvað sé nefnt. Þá hafi matráður leikskólans látið af störfum að eigin ósk. Allur matur sem börnin og starfsmennirnir borða er alla jafna eldaður á staðnum. Soffía Emelía Bragadóttir leikskólastjóri Mánagarðs sagði á dögunum að á meðan málið væri til rannsóknar yrði pantaður matur. „Á meðan við erum að komast yfir þetta áfall þá hugsa ég að við förum í aðkeyptan mat í mánuð á meðan við erum að breyta ferlum og finna út hvað gerðist. Það getur tekið þessa viku og næstu. Á meðan við bíðum er betra að vera öruggari og kaupa annars staðar frá,“ sagði Soffía. Algengt er að leikskólar og skólar kaupi mat frá til dæmis Skólamat eða Matartímanum. Rannsókn á E.coli smiti á leikskólanum Mánagarði beinist aðallega að mat sem börnin neyttu þann 17. október. Þá fengu börnin hafragraut, spaghettí og melónur í kaffitímanum. Alls hafa 45 börn smitast af E.coli veirunni frá því í síðustu viku. Ellefu liggja inni á Landspítalanum þar af fjögur á gjörgæslu. Leikskólar Reykjavík E. coli-sýking á Mánagarði Skóla- og menntamál Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Þetta kemur fram í tölvupósti frá leikskólastjóranum á Mánagarði til foreldra. Þar segir að sérstakur stýrihópur sóttvarnalæknis hafi ákveðið í dag að leikskólinn yrði lokaður út þessa viku. „Standa vonir til að hægt verði að opna að nýju á þriðjudag í næstu viku en stýrihópurinn mun funda aftur eftir helgi þar sem ný ákvörðun verður tekin. Meðan á lokuninni stendur verður aðgerðum síðustu daga og viku framhaldið á Mánagarði. Lokið hefur verið við afar ítarlega og umfangsmikla sótthreinsun á húsnæðinu sem framkvæmd var af fagaðilum.“ Vinna haldi áfram við heildstæða endurskoðun á öllum verkferlum innan leikskólans með þar til bærum sérfræðingum en sú vinna snúi meðal annars að hreinlæti, meðhöndlun matvæla, aðstöðu, tækjabúnaði og geymslu, svo eitthvað sé nefnt. Þá hafi matráður leikskólans látið af störfum að eigin ósk. Allur matur sem börnin og starfsmennirnir borða er alla jafna eldaður á staðnum. Soffía Emelía Bragadóttir leikskólastjóri Mánagarðs sagði á dögunum að á meðan málið væri til rannsóknar yrði pantaður matur. „Á meðan við erum að komast yfir þetta áfall þá hugsa ég að við förum í aðkeyptan mat í mánuð á meðan við erum að breyta ferlum og finna út hvað gerðist. Það getur tekið þessa viku og næstu. Á meðan við bíðum er betra að vera öruggari og kaupa annars staðar frá,“ sagði Soffía. Algengt er að leikskólar og skólar kaupi mat frá til dæmis Skólamat eða Matartímanum. Rannsókn á E.coli smiti á leikskólanum Mánagarði beinist aðallega að mat sem börnin neyttu þann 17. október. Þá fengu börnin hafragraut, spaghettí og melónur í kaffitímanum. Alls hafa 45 börn smitast af E.coli veirunni frá því í síðustu viku. Ellefu liggja inni á Landspítalanum þar af fjögur á gjörgæslu.
Leikskólar Reykjavík E. coli-sýking á Mánagarði Skóla- og menntamál Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira