„Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Sindri Sverrisson skrifar 4. nóvember 2024 23:17 Ruben Amorim sló á létta strengi á blaðamannafundi fyrir leikinn við Manchester City. Getty/Zed Jameson Ruben Amorim tekur við Manchester United eftir sex daga og hann gerir sér fulla grein fyrir því að væntingar stuðingsmanna gætu orðið mjög miklar takist honum fyrst að fagna sigri gegn Manchester City. Amorim á eftir tvo leiki sem stjóri Sporting Lissabon og sá fyrri er annað kvöld þegar liðið mætir Englandsmeisturum Manchester City í Meistaradeild Evrópu. Ljóst er að það myndi gleðja stuðningsmenn United að sjá nýja stjórann hafa betur gegn erkifjendum þeirra í City-liðinu, og væntingarnar gætu aukist gagnvart þessum 39 ára Portúgala sem er sjötti knattspyrnustjóri United frá því að hinn sigursæli Sir Alex Ferguson hætti árið 2013. „Ég hugsa ekkert út í það [að væntingar United-stuðningsmanna gætu aukist með sigri gegn City]. Ég einbeiti mér bara að því að vinna leikinn með Sporting. Ef úrslitin yrðu neikvæð þá myndu væntingarnar til mín minnka, en ef við vinnum á morgun myndu þeir halda að ég væri nýr Ferguson. Það yrði mjög erfitt að standa undir því,“ grínaðist Amorim á blaðamannafundi. Það má þó segja að á vissan hátt standi hann í svipuðum sporum og Ferguson gerði árið 1986, þegar hann tók við United, sé horft til stöðu United í deildinni og þess að hvor um sig hafði aðeins þjálfað í heimalandi sínu. In 1986 Man United had just 12 points after 10 league games and decided to hire Alex Ferguson who had only managed in Scotland.In 2024 Man United have just 12 points after 10 league games and have hired Reuben Amorim who has only managed in Portugal. pic.twitter.com/w98V3hCueD— Football on TNT Sports (@footballontnt) November 4, 2024 Besta og versta vika ævinnar United rak Erik ten Hag fyrir viku síðan og á meðan að Amorim lýkur sínum skyldum hjá Sporting þá stýrir Ruud van Nistelrooy United-liðinu. Það mætir næst PAOK frá Grikklandi í Evrópudeildinni á fimmtudaginn og svo Leicester um helgina, áður en Amorim tekur við um leið og landsleikjahlé hefst. Hann stýrir Sporting gegn Braga um helgina en fyrsti leikur hans með United verður gegn Ipswich á útivelli 24. nóvember. Amorim segir síðustu viku hafa verið mjög erfiða. „Þetta var versta og besta vika ævi minnar. Ég veit ekki hvernig ég gæti útskýrt þetta öðruvísi. Þetta er mjög erfitt því ég er að yfirgefa mjög góðan stað en ég er líka að fara til eins besta félags í heimi. Þetta er alveg búið að vera erfitt en svoleiðis er það bara,“ sagði Amorim í viðtali við TNT Sport. Enski boltinn Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjá meira
Amorim á eftir tvo leiki sem stjóri Sporting Lissabon og sá fyrri er annað kvöld þegar liðið mætir Englandsmeisturum Manchester City í Meistaradeild Evrópu. Ljóst er að það myndi gleðja stuðningsmenn United að sjá nýja stjórann hafa betur gegn erkifjendum þeirra í City-liðinu, og væntingarnar gætu aukist gagnvart þessum 39 ára Portúgala sem er sjötti knattspyrnustjóri United frá því að hinn sigursæli Sir Alex Ferguson hætti árið 2013. „Ég hugsa ekkert út í það [að væntingar United-stuðningsmanna gætu aukist með sigri gegn City]. Ég einbeiti mér bara að því að vinna leikinn með Sporting. Ef úrslitin yrðu neikvæð þá myndu væntingarnar til mín minnka, en ef við vinnum á morgun myndu þeir halda að ég væri nýr Ferguson. Það yrði mjög erfitt að standa undir því,“ grínaðist Amorim á blaðamannafundi. Það má þó segja að á vissan hátt standi hann í svipuðum sporum og Ferguson gerði árið 1986, þegar hann tók við United, sé horft til stöðu United í deildinni og þess að hvor um sig hafði aðeins þjálfað í heimalandi sínu. In 1986 Man United had just 12 points after 10 league games and decided to hire Alex Ferguson who had only managed in Scotland.In 2024 Man United have just 12 points after 10 league games and have hired Reuben Amorim who has only managed in Portugal. pic.twitter.com/w98V3hCueD— Football on TNT Sports (@footballontnt) November 4, 2024 Besta og versta vika ævinnar United rak Erik ten Hag fyrir viku síðan og á meðan að Amorim lýkur sínum skyldum hjá Sporting þá stýrir Ruud van Nistelrooy United-liðinu. Það mætir næst PAOK frá Grikklandi í Evrópudeildinni á fimmtudaginn og svo Leicester um helgina, áður en Amorim tekur við um leið og landsleikjahlé hefst. Hann stýrir Sporting gegn Braga um helgina en fyrsti leikur hans með United verður gegn Ipswich á útivelli 24. nóvember. Amorim segir síðustu viku hafa verið mjög erfiða. „Þetta var versta og besta vika ævi minnar. Ég veit ekki hvernig ég gæti útskýrt þetta öðruvísi. Þetta er mjög erfitt því ég er að yfirgefa mjög góðan stað en ég er líka að fara til eins besta félags í heimi. Þetta er alveg búið að vera erfitt en svoleiðis er það bara,“ sagði Amorim í viðtali við TNT Sport.
Enski boltinn Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjá meira