Kennir sjálfum sér um uppsögnina Sindri Sverrisson skrifar 3. nóvember 2024 23:01 Bruno Fernandes styður sig við hornfánann, í leiknum við Chelsea í dag. Getty/Carl Recine Bruno Fernandes skoraði loks í dag sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð, í fyrsta deildarleiknum eftir að Erik ten Hag var rekinn. Hann kennir sjálfum sér um brottreksturinn. Ten Hag var rekinn á mánudaginn eftir dapurt gengi United í úrvalsdeildinni, en hann skildi við liðið í 14. sæti. Liðið er sæti ofar eftir 1-1 jafntefli við Chelsea á heimavelli í dag, en hefur aðeins unnið þrjá af tíu deildarleikjum sínum til þessa. Fyrirliðinn Fernandes, sem skoraði mark United úr víti í dag, sagðist eftir leik hafa beðið Ten Hag afsökunar á sínum þætti í því að Hollendingurinn hefði verið látinn fara frá félaginu. „Það er auðveldara að losa sig við stjóra heldur en fimmtán leikmenn. Ég ræddi við stjórann og bað hann afsökunar. Ég var vonsvikinn yfir því að hann skyldi þurfa að hætta og ég reyndi að hjálpa honum. Ég skoraði hins vegar engin mörk, við höfum ekki verið að skora mörk, og mér finnst ég bera ábyrgð,“ sagði Fernandes samkvæmt frétt The Guardian. „Ekki gott fyrir neinn hjá félaginu“ Fernandes fær brátt landa sinn Ruben Amorim sem stjóra en fyrsti leikur United undir hans stjórn verður þó ekki fyrr en eftir landsleikjahléið sem hefst eftir rúma viku. Sá leikur verður gegn Ipswich á útivelli 24. nóvember, og fyrstu heimaleikirnir verða svo gegn Bodö/Glimt í Evrópudeildinni 28. nóvember og við Everton 1. desember. „Við vitum að Erik er farinn og það er ekki gott fyrir neinn hjá félaginu þegar stjórinn fer. Liðið er ekki upp á sitt besta, úrslitin eru ekki þau bestu og hann er sá sem það bitnar á. Það er alltaf þannig þegar stjóri er látinn fara að maður verður að taka hluta af sökinni á sig. Þetta gerðist vegna þess að liðið stóð sig ekki nógu vel,“ sagði Fernandes. Ruud van Nistelrooy, sem var aðstoðarmaður Ten Hag, stýrir United í alls fjórum leikjum þangað til að Amorim tekur við. Hann var spurður út í afsökunarbeiðni Fernandes: „Þetta hafa verið sex mjög erfiðir dagar. Mikill tilfinningarússíbani. Ég var mjög hryggur yfir því að sjá á eftir Erik. Daginn eftir þurfti samt að einbeita sér að leik við Leicester því það mæta 75.000 manns á Old Trafford og strákunum finnst þeim bera skylda til að gera betur. Þeir horfa á sig í speglinum og viðbrögð þeirra í þeim leik og í dag sýna að þeir hugsa um hlutina,“ sagði Van Nistelrooy. Enski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Sjá meira
Ten Hag var rekinn á mánudaginn eftir dapurt gengi United í úrvalsdeildinni, en hann skildi við liðið í 14. sæti. Liðið er sæti ofar eftir 1-1 jafntefli við Chelsea á heimavelli í dag, en hefur aðeins unnið þrjá af tíu deildarleikjum sínum til þessa. Fyrirliðinn Fernandes, sem skoraði mark United úr víti í dag, sagðist eftir leik hafa beðið Ten Hag afsökunar á sínum þætti í því að Hollendingurinn hefði verið látinn fara frá félaginu. „Það er auðveldara að losa sig við stjóra heldur en fimmtán leikmenn. Ég ræddi við stjórann og bað hann afsökunar. Ég var vonsvikinn yfir því að hann skyldi þurfa að hætta og ég reyndi að hjálpa honum. Ég skoraði hins vegar engin mörk, við höfum ekki verið að skora mörk, og mér finnst ég bera ábyrgð,“ sagði Fernandes samkvæmt frétt The Guardian. „Ekki gott fyrir neinn hjá félaginu“ Fernandes fær brátt landa sinn Ruben Amorim sem stjóra en fyrsti leikur United undir hans stjórn verður þó ekki fyrr en eftir landsleikjahléið sem hefst eftir rúma viku. Sá leikur verður gegn Ipswich á útivelli 24. nóvember, og fyrstu heimaleikirnir verða svo gegn Bodö/Glimt í Evrópudeildinni 28. nóvember og við Everton 1. desember. „Við vitum að Erik er farinn og það er ekki gott fyrir neinn hjá félaginu þegar stjórinn fer. Liðið er ekki upp á sitt besta, úrslitin eru ekki þau bestu og hann er sá sem það bitnar á. Það er alltaf þannig þegar stjóri er látinn fara að maður verður að taka hluta af sökinni á sig. Þetta gerðist vegna þess að liðið stóð sig ekki nógu vel,“ sagði Fernandes. Ruud van Nistelrooy, sem var aðstoðarmaður Ten Hag, stýrir United í alls fjórum leikjum þangað til að Amorim tekur við. Hann var spurður út í afsökunarbeiðni Fernandes: „Þetta hafa verið sex mjög erfiðir dagar. Mikill tilfinningarússíbani. Ég var mjög hryggur yfir því að sjá á eftir Erik. Daginn eftir þurfti samt að einbeita sér að leik við Leicester því það mæta 75.000 manns á Old Trafford og strákunum finnst þeim bera skylda til að gera betur. Þeir horfa á sig í speglinum og viðbrögð þeirra í þeim leik og í dag sýna að þeir hugsa um hlutina,“ sagði Van Nistelrooy.
Enski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Sjá meira