Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. nóvember 2024 17:19 Chris Wood hefur skorað átta mörk í fyrstu tíu leikjum tímabilsins. Michael Regan/Getty Images Nottingham Forest fór upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 3-0 sigri gegn West Ham. Southampton tók á móti Everton og vann sinn fyrsta leik á tímabilinu, líkt og Ipswich vonaðist til gegn Leicester en þeir skoruðu jöfnunarmark í uppbótartíma. Ipswich – Leicester 1-1 Gestirnir frá Leicester byrjuðu mun betur fyrstu tuttugu mínúturnar en eftir það voru heimamenn Ipswich við völd. Þó nokkur færi litu dagsins ljós á báðum endum vallarins, Ipswich átti tíu skot og Leicester fimm skot í fyrri hálfleik. Ísinn var svo brotinn af heimamönnum í upphafi seinni hálfleiks, á 55. mínútu. Sam Morsy sá hlaup vinstri bakvarðarins og skipti boltanum yfir, Leif Davies var ekkert að tvínóna við og klippti boltann í fyrstu snertingu í netið. Landslag leiksins gjörbreyttist á 77. mínútu þegar Kalvin Phillips fékk að líta sitt annað gula spjald og var vikið af velli. Ipswich lagðist með alla tíu mennina í teiginn og Leicester reyndi að nýta sér mismuninn til að skora jöfnunarmarkið. Kalvin Phillips var látinn fara af velli.Stephen Pond/Getty Images Það datt loks á fimmtu mínútu uppbótartíma, Jamie Vardy gerði vel og lagði upp á Jordan Ayew sem skoraði enn eitt markið í uppbótartíma fyrir Leicester. Ipswich tókst því ekki að vinna sinn fyrsta sigur á tímabilinu, liðið er með fimm stig í átjánda sæti deildarinnar. Leicester er fimm stigum ofar í fimmtánda sæti. Jordan Ayew jafnaði í uppbótartíma.Mark Leech/Offside/Offside via Getty Images Nott. Forest – West Ham 3-0 Forest var mun betri aðilinn frá upphafi og West Ham átti ekki skot fyrr en í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Chris Wood hafði þá komið heimamönnum yfir á 27. mínútu, rétt eftir að hafa klúðrað dauðafæri. Hann hitti markið með kollspyrnu af örstuttu færi eftir flotta fyrirgjöf á fjærstöngina frá vinstri bakverðinum Alex Moreno. Rétt áður en hálfleiksflautið gall missti West Ham mann af velli, Edson Álvarez leit sitt annað gula spjald eftir seina og glæfralega tæklingu á Anthony Elanga. Edson Alvarez var rekinn útaf rétt fyrir hálfleik.Michael Regan/Getty Images Brött brekka blasti því við West Ham í seinni hálfleik og ekki batnaði það þegar Forest tvöfaldaði forystuna á 65. mínútu. Elliot Anderson var þá nýstiginn inn á völlinn og fann Callum Hudson-Odoi með sinni fyrstu snertingu. Sá síðarnefndi skaut frábæru skoti við vítateigslínuna sem söng í netinu. Ola Aina rak smiðshöggið á 78. mínútu með frábæru skoti við vítateigshornið sem flaug af vinstri fæti upp í fjærhornið. Nottingham Forest fór þar með upp í þriðja sæti deildarinnar, stigi ofar en Arsenal fjórum stigum á eftir Englandsmeisturum Manchester City og sex stigum frá toppliði Liverpool. Southampton – Everton 1-0 Fyrri hálfleikur bauð upp á lítið fjör og fá færi. Southampton virtist örlítið sterkari aðilinn og ógnaði aðeins en lyktin af markalausu jafntefli var yfirgnæfandi. Allt þar til á 85. mínútu þegar Adam Armstrong skoraði eina mark leiksins eftir háa fyrirgjöf á fjærstöngina frá vinstri vængbakverðinum Yukinari Sugawara. Adam Armstrong skoraði sigurmarkið.Charlie Crowhurst/Getty Images Everton hélt að Beto hefði skorað jöfnunarmark á 89. mínútu en eftir skoðun myndbandsdómara var það dæmt af. Jöfnunarmark Beto fékk ekki að standa.Visionhaus/Getty Images Southampton slapp því með eins marks sigur en þetta var fyrsti sigur liðsins á tímabilinu og tók það upp í nítjánda sæti, tveimur stigum ofar en Wolves sem mætir Crystal Palace á heimavelli í kvöld. Everton er í sextánda sæti með níu stig. Enski boltinn Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Fleiri fréttir Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Sjá meira
Ipswich – Leicester 1-1 Gestirnir frá Leicester byrjuðu mun betur fyrstu tuttugu mínúturnar en eftir það voru heimamenn Ipswich við völd. Þó nokkur færi litu dagsins ljós á báðum endum vallarins, Ipswich átti tíu skot og Leicester fimm skot í fyrri hálfleik. Ísinn var svo brotinn af heimamönnum í upphafi seinni hálfleiks, á 55. mínútu. Sam Morsy sá hlaup vinstri bakvarðarins og skipti boltanum yfir, Leif Davies var ekkert að tvínóna við og klippti boltann í fyrstu snertingu í netið. Landslag leiksins gjörbreyttist á 77. mínútu þegar Kalvin Phillips fékk að líta sitt annað gula spjald og var vikið af velli. Ipswich lagðist með alla tíu mennina í teiginn og Leicester reyndi að nýta sér mismuninn til að skora jöfnunarmarkið. Kalvin Phillips var látinn fara af velli.Stephen Pond/Getty Images Það datt loks á fimmtu mínútu uppbótartíma, Jamie Vardy gerði vel og lagði upp á Jordan Ayew sem skoraði enn eitt markið í uppbótartíma fyrir Leicester. Ipswich tókst því ekki að vinna sinn fyrsta sigur á tímabilinu, liðið er með fimm stig í átjánda sæti deildarinnar. Leicester er fimm stigum ofar í fimmtánda sæti. Jordan Ayew jafnaði í uppbótartíma.Mark Leech/Offside/Offside via Getty Images Nott. Forest – West Ham 3-0 Forest var mun betri aðilinn frá upphafi og West Ham átti ekki skot fyrr en í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Chris Wood hafði þá komið heimamönnum yfir á 27. mínútu, rétt eftir að hafa klúðrað dauðafæri. Hann hitti markið með kollspyrnu af örstuttu færi eftir flotta fyrirgjöf á fjærstöngina frá vinstri bakverðinum Alex Moreno. Rétt áður en hálfleiksflautið gall missti West Ham mann af velli, Edson Álvarez leit sitt annað gula spjald eftir seina og glæfralega tæklingu á Anthony Elanga. Edson Alvarez var rekinn útaf rétt fyrir hálfleik.Michael Regan/Getty Images Brött brekka blasti því við West Ham í seinni hálfleik og ekki batnaði það þegar Forest tvöfaldaði forystuna á 65. mínútu. Elliot Anderson var þá nýstiginn inn á völlinn og fann Callum Hudson-Odoi með sinni fyrstu snertingu. Sá síðarnefndi skaut frábæru skoti við vítateigslínuna sem söng í netinu. Ola Aina rak smiðshöggið á 78. mínútu með frábæru skoti við vítateigshornið sem flaug af vinstri fæti upp í fjærhornið. Nottingham Forest fór þar með upp í þriðja sæti deildarinnar, stigi ofar en Arsenal fjórum stigum á eftir Englandsmeisturum Manchester City og sex stigum frá toppliði Liverpool. Southampton – Everton 1-0 Fyrri hálfleikur bauð upp á lítið fjör og fá færi. Southampton virtist örlítið sterkari aðilinn og ógnaði aðeins en lyktin af markalausu jafntefli var yfirgnæfandi. Allt þar til á 85. mínútu þegar Adam Armstrong skoraði eina mark leiksins eftir háa fyrirgjöf á fjærstöngina frá vinstri vængbakverðinum Yukinari Sugawara. Adam Armstrong skoraði sigurmarkið.Charlie Crowhurst/Getty Images Everton hélt að Beto hefði skorað jöfnunarmark á 89. mínútu en eftir skoðun myndbandsdómara var það dæmt af. Jöfnunarmark Beto fékk ekki að standa.Visionhaus/Getty Images Southampton slapp því með eins marks sigur en þetta var fyrsti sigur liðsins á tímabilinu og tók það upp í nítjánda sæti, tveimur stigum ofar en Wolves sem mætir Crystal Palace á heimavelli í kvöld. Everton er í sextánda sæti með níu stig.
Enski boltinn Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Fleiri fréttir Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Sjá meira