Stress og spenna hjá stuðningsmönnum fyrir úrslitaleikinn Smári Jökull Jónsson skrifar 27. október 2024 18:31 Aron Guðmundsson kíkti á upphitun hjá stuðningsmönnum Víkinga fyrir leikinn. Vísir Það var heldur betur fjör hjá stuðningsmönnum Víkings og Breiðabliks fyrir úrslitaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn þegar Nablinn og Aron Guðmundsson kíktu á stemmninguna fyrir leik. Úrslitaleikur Víkings og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu er kominn af stað í Fossvoginum. Víkingum dugir jafntefli til að tryggja sér titilinn en Blikar þurfa sigur. Fyrir leikinn kíktu þeir Aron Guðmundsson og Andri Már Eggertsson í heimsókn til stuðningsmanna liðanna. Víkingar hittust í Víkingsheimilinu og þá var einnig fjölmennt bakvið stúkuna og ljóst að taugar manna voru spenntar. „Þetta er stór dagur hjá okkur Víkingum. Afmæli og þessi hreini úrslitaleikur, þetta verður geggjað hér í kvöld,“ sagði Helgi Már Erlingsson stuðningsmaður Víkinga en hann á afmæli í dag og gæti því fagnað titlinum á afmælisdaginn. „Þetta er búið að vera ótrúlega magnað sumar eins og sumarið í fyrra og þar áður. Þetta er búið að vera ævintýri og við ætlum að klára þetta í kvöld og loka þessu ævintýri,“ sagði Helgi í samtali við Aron en innslagið var sýnt í upphitun fyrir leikinn á Stöð 2 Sport. Andri Már Eggertsson, eða Nablinn, eins og hann er oftast kallaður hitti stuðningsmenn Blika í Kópavoginum. Reyndar ekki í Smáranum heldur Kópavogsmegin í Fossvoginum og því ekki langt frá stuðningsmannasvæðinu og að vellinum sjálfum. Þar var rífandi stemmning. „Ég er ekkert eðlilega stressaður. Ég held það sé enginn spenntur, það eru allir dauðstressaðir. Ég hef fulla trú á mínu liði og er ekkert eðlilega stoltur af þeim,“ sagði stuðningsmaður Blika og fékk góðar undirtektir í stuðningsmannahópnum. Innslögin má sjá í spilurunum hér fyrir ofan en leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og strax að leik loknum verður lokaþáttur Stúkunnar sýndur í beinni útsendingu. Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Jordan lagði NASCAR Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Liðið sem gerir stólpagrín að xG Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
Úrslitaleikur Víkings og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu er kominn af stað í Fossvoginum. Víkingum dugir jafntefli til að tryggja sér titilinn en Blikar þurfa sigur. Fyrir leikinn kíktu þeir Aron Guðmundsson og Andri Már Eggertsson í heimsókn til stuðningsmanna liðanna. Víkingar hittust í Víkingsheimilinu og þá var einnig fjölmennt bakvið stúkuna og ljóst að taugar manna voru spenntar. „Þetta er stór dagur hjá okkur Víkingum. Afmæli og þessi hreini úrslitaleikur, þetta verður geggjað hér í kvöld,“ sagði Helgi Már Erlingsson stuðningsmaður Víkinga en hann á afmæli í dag og gæti því fagnað titlinum á afmælisdaginn. „Þetta er búið að vera ótrúlega magnað sumar eins og sumarið í fyrra og þar áður. Þetta er búið að vera ævintýri og við ætlum að klára þetta í kvöld og loka þessu ævintýri,“ sagði Helgi í samtali við Aron en innslagið var sýnt í upphitun fyrir leikinn á Stöð 2 Sport. Andri Már Eggertsson, eða Nablinn, eins og hann er oftast kallaður hitti stuðningsmenn Blika í Kópavoginum. Reyndar ekki í Smáranum heldur Kópavogsmegin í Fossvoginum og því ekki langt frá stuðningsmannasvæðinu og að vellinum sjálfum. Þar var rífandi stemmning. „Ég er ekkert eðlilega stressaður. Ég held það sé enginn spenntur, það eru allir dauðstressaðir. Ég hef fulla trú á mínu liði og er ekkert eðlilega stoltur af þeim,“ sagði stuðningsmaður Blika og fékk góðar undirtektir í stuðningsmannahópnum. Innslögin má sjá í spilurunum hér fyrir ofan en leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og strax að leik loknum verður lokaþáttur Stúkunnar sýndur í beinni útsendingu.
Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Jordan lagði NASCAR Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Liðið sem gerir stólpagrín að xG Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira