Stress og spenna hjá stuðningsmönnum fyrir úrslitaleikinn Smári Jökull Jónsson skrifar 27. október 2024 18:31 Aron Guðmundsson kíkti á upphitun hjá stuðningsmönnum Víkinga fyrir leikinn. Vísir Það var heldur betur fjör hjá stuðningsmönnum Víkings og Breiðabliks fyrir úrslitaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn þegar Nablinn og Aron Guðmundsson kíktu á stemmninguna fyrir leik. Úrslitaleikur Víkings og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu er kominn af stað í Fossvoginum. Víkingum dugir jafntefli til að tryggja sér titilinn en Blikar þurfa sigur. Fyrir leikinn kíktu þeir Aron Guðmundsson og Andri Már Eggertsson í heimsókn til stuðningsmanna liðanna. Víkingar hittust í Víkingsheimilinu og þá var einnig fjölmennt bakvið stúkuna og ljóst að taugar manna voru spenntar. „Þetta er stór dagur hjá okkur Víkingum. Afmæli og þessi hreini úrslitaleikur, þetta verður geggjað hér í kvöld,“ sagði Helgi Már Erlingsson stuðningsmaður Víkinga en hann á afmæli í dag og gæti því fagnað titlinum á afmælisdaginn. „Þetta er búið að vera ótrúlega magnað sumar eins og sumarið í fyrra og þar áður. Þetta er búið að vera ævintýri og við ætlum að klára þetta í kvöld og loka þessu ævintýri,“ sagði Helgi í samtali við Aron en innslagið var sýnt í upphitun fyrir leikinn á Stöð 2 Sport. Andri Már Eggertsson, eða Nablinn, eins og hann er oftast kallaður hitti stuðningsmenn Blika í Kópavoginum. Reyndar ekki í Smáranum heldur Kópavogsmegin í Fossvoginum og því ekki langt frá stuðningsmannasvæðinu og að vellinum sjálfum. Þar var rífandi stemmning. „Ég er ekkert eðlilega stressaður. Ég held það sé enginn spenntur, það eru allir dauðstressaðir. Ég hef fulla trú á mínu liði og er ekkert eðlilega stoltur af þeim,“ sagði stuðningsmaður Blika og fékk góðar undirtektir í stuðningsmannahópnum. Innslögin má sjá í spilurunum hér fyrir ofan en leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og strax að leik loknum verður lokaþáttur Stúkunnar sýndur í beinni útsendingu. Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Fótbolti Mourinho daðrar við Real Madrid Fótbolti Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Fleiri fréttir „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Sjá meira
Úrslitaleikur Víkings og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu er kominn af stað í Fossvoginum. Víkingum dugir jafntefli til að tryggja sér titilinn en Blikar þurfa sigur. Fyrir leikinn kíktu þeir Aron Guðmundsson og Andri Már Eggertsson í heimsókn til stuðningsmanna liðanna. Víkingar hittust í Víkingsheimilinu og þá var einnig fjölmennt bakvið stúkuna og ljóst að taugar manna voru spenntar. „Þetta er stór dagur hjá okkur Víkingum. Afmæli og þessi hreini úrslitaleikur, þetta verður geggjað hér í kvöld,“ sagði Helgi Már Erlingsson stuðningsmaður Víkinga en hann á afmæli í dag og gæti því fagnað titlinum á afmælisdaginn. „Þetta er búið að vera ótrúlega magnað sumar eins og sumarið í fyrra og þar áður. Þetta er búið að vera ævintýri og við ætlum að klára þetta í kvöld og loka þessu ævintýri,“ sagði Helgi í samtali við Aron en innslagið var sýnt í upphitun fyrir leikinn á Stöð 2 Sport. Andri Már Eggertsson, eða Nablinn, eins og hann er oftast kallaður hitti stuðningsmenn Blika í Kópavoginum. Reyndar ekki í Smáranum heldur Kópavogsmegin í Fossvoginum og því ekki langt frá stuðningsmannasvæðinu og að vellinum sjálfum. Þar var rífandi stemmning. „Ég er ekkert eðlilega stressaður. Ég held það sé enginn spenntur, það eru allir dauðstressaðir. Ég hef fulla trú á mínu liði og er ekkert eðlilega stoltur af þeim,“ sagði stuðningsmaður Blika og fékk góðar undirtektir í stuðningsmannahópnum. Innslögin má sjá í spilurunum hér fyrir ofan en leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og strax að leik loknum verður lokaþáttur Stúkunnar sýndur í beinni útsendingu.
Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Fótbolti Mourinho daðrar við Real Madrid Fótbolti Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Fleiri fréttir „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Sjá meira