Sagður hafa stöðvað stuðningsyfirlýsingu Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2024 13:24 Jeff Bezos, einn auðugasti maður heims og eigandi Washington Post. Getty/David Ryder Forsvarsmenn bandaríska miðilsins Washington Post tilkynntu í gær að miðillinn myndi ekki lýsa yfir stuðningi við forsetaframbjóðenda og er það í fyrsta sinn í 36 ár. Auðjöfurinn Jeff Bezos, einn ríkustu manna heims og eigandi miðilsins, er sagður hafa bannað ritstjórn WP að lýsa yfir stuðningi við Kamölu Harris, eins og til stóð. Will Lewis, nýr yfirmaður Wasington Post, sendi starfsmönnum tilkynningu og í grein sem birt var í gær þar sem hann sagði þetta viðsnúning til róta miðilsins en WP hafði lýst yfir stuðningi við forsetaframbjóðanda frá árinu 1976. Það var eftir Watergate-hneykslið og lýsti ritstjórnin þá yfir stuðningi við Jimmy Carter. Í frétt New York Times segir að vangaveltur um stöðuna varðandi stuðningsyfirlýsingu frá Washington Post hafi verið á kreiki um nokkurra daga skeið. Sagt er frá því að Lewis og aðrir leiðtogar miðilsins hafi beðið Bezos um að binda ekki enda á þessa hefð en það hafi ekki skilað árangri. Að minnsta kosti einn yfirmaður hjá skoðanadeild Washington Post hefur sagt upp í kjölfarið. Semafor hefur eftir öðrum starfsmanni að fleiri uppsagnir séu mögulegar. Fólk væri hneykslað og reitt. „Ef þú hefur ekki kjark til að eiga dagblað, ekki kaupa það.“ Í grein NYT segir einnig að algengt sé vestanhafs að eigendur fjölmiðla komi að ákvörðun um það að lýsa yfir stuðningi við tiltekna frambjóðendur. Vill ná til íhaldssamra Bezos hefur reynt að ná meira til íhaldssamra Bandaríkjamanna að undanförnu og var ráðning Lewis, sem vann áður hjá Wall Street Journal, liður í því. Bezos er sagður hafa beðið sérstaklega um greinar frá fleiri íhaldssömum aðilum í skoðunarhluta Washington Post. Washington Post Guild, félag starfsmanna miðilsins, sendi út yfirlýsingu um að starfsmenn hefðu áhyggju af afskiptum yfirmanna fyrirtækisins af blaðamennsku en búið var að skrifa stuðningsyfirlýsingu við Harris, sem ekki mátti birta. Í yfirlýsingunni segir að áskrifendur hafi strax í gær byrjað að segja upp áskriftum sínum að miðlinum. We know today’s news is troubling and some of you want to cancel your subscriptions. Please remember the hardworking employees of The Washington Post - our Guild members - had nothing to do with this decision. We are the ones who make The Post and we hope you stick with us.— Washington Post Guild (@PostGuild) October 25, 2024 NPR segir að fjórum klukkustundum eftir að grein Lewis var birt, hafi sextán hundruð sagt upp áskrift. Hefur hótað að refsa fjölmiðlum Svipaða sögu er að segja af Los Angeles Times en Patrick Soon-Shiong, eigandi þess miðils, bannaði blaðamönnum og ritstjórum skoðanahluta miðilsins að lýsa yfir stuðningi við Harris. Það leiddi til uppsagna hjá miðlinum. Bæði Soon-Shiong og Bezos standa ekki eingöngu í rekstri fjölmiðla. Þeir eiga önnur fyrirtæki sem eiga jafnvel í viðskiptum við hið opinbera í Bandaríkjunum og eru háð leyfisveitingum ríkisins. Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, hefur ítrekað hótað því á undanförnum mánuðum að refsa fjölmiðlum sem þóknast honum ekki, vinni hann kosningarnar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Will Lewis, nýr yfirmaður Wasington Post, sendi starfsmönnum tilkynningu og í grein sem birt var í gær þar sem hann sagði þetta viðsnúning til róta miðilsins en WP hafði lýst yfir stuðningi við forsetaframbjóðanda frá árinu 1976. Það var eftir Watergate-hneykslið og lýsti ritstjórnin þá yfir stuðningi við Jimmy Carter. Í frétt New York Times segir að vangaveltur um stöðuna varðandi stuðningsyfirlýsingu frá Washington Post hafi verið á kreiki um nokkurra daga skeið. Sagt er frá því að Lewis og aðrir leiðtogar miðilsins hafi beðið Bezos um að binda ekki enda á þessa hefð en það hafi ekki skilað árangri. Að minnsta kosti einn yfirmaður hjá skoðanadeild Washington Post hefur sagt upp í kjölfarið. Semafor hefur eftir öðrum starfsmanni að fleiri uppsagnir séu mögulegar. Fólk væri hneykslað og reitt. „Ef þú hefur ekki kjark til að eiga dagblað, ekki kaupa það.“ Í grein NYT segir einnig að algengt sé vestanhafs að eigendur fjölmiðla komi að ákvörðun um það að lýsa yfir stuðningi við tiltekna frambjóðendur. Vill ná til íhaldssamra Bezos hefur reynt að ná meira til íhaldssamra Bandaríkjamanna að undanförnu og var ráðning Lewis, sem vann áður hjá Wall Street Journal, liður í því. Bezos er sagður hafa beðið sérstaklega um greinar frá fleiri íhaldssömum aðilum í skoðunarhluta Washington Post. Washington Post Guild, félag starfsmanna miðilsins, sendi út yfirlýsingu um að starfsmenn hefðu áhyggju af afskiptum yfirmanna fyrirtækisins af blaðamennsku en búið var að skrifa stuðningsyfirlýsingu við Harris, sem ekki mátti birta. Í yfirlýsingunni segir að áskrifendur hafi strax í gær byrjað að segja upp áskriftum sínum að miðlinum. We know today’s news is troubling and some of you want to cancel your subscriptions. Please remember the hardworking employees of The Washington Post - our Guild members - had nothing to do with this decision. We are the ones who make The Post and we hope you stick with us.— Washington Post Guild (@PostGuild) October 25, 2024 NPR segir að fjórum klukkustundum eftir að grein Lewis var birt, hafi sextán hundruð sagt upp áskrift. Hefur hótað að refsa fjölmiðlum Svipaða sögu er að segja af Los Angeles Times en Patrick Soon-Shiong, eigandi þess miðils, bannaði blaðamönnum og ritstjórum skoðanahluta miðilsins að lýsa yfir stuðningi við Harris. Það leiddi til uppsagna hjá miðlinum. Bæði Soon-Shiong og Bezos standa ekki eingöngu í rekstri fjölmiðla. Þeir eiga önnur fyrirtæki sem eiga jafnvel í viðskiptum við hið opinbera í Bandaríkjunum og eru háð leyfisveitingum ríkisins. Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, hefur ítrekað hótað því á undanförnum mánuðum að refsa fjölmiðlum sem þóknast honum ekki, vinni hann kosningarnar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent