Musk sagður í reglulegum samskiptum við Pútín Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2024 09:44 Vladimír Pútín og Elon Musk eru sagðir tala reglulega saman um ýmis málefni. AP Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur átt í reglulegum samskiptum við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á undanförnum árum. Þeir eru meðal annars sagðir hafa rætt um persónuleg málefni, viðskiptatengd mál og alþjóðleg deilumál. Pútín er þar að auki sagður hafa beðið auðjöfurinn um að veita íbúum Taívan ekki aðgang að Starlink gervihnattarþyrpingunni, sem greiða við Xi Jinping, forseta Kína. Þetta hefur Wall Street Journal eftir heimildarmönnum sínum í Bandaríkjunum, Evrópu og Rússlandi, bæði fyrrverandi og starfandi embættismönnum. Hann er ekki sagður liggja undir grun um að hafa lekið leynilegum upplýsingum til Pútíns. WSJ segir að svo virðist sem að um leyndarmál sé að ræða innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna og að málið þyki mjög viðkvæmt, vegna mikils stuðnings Musks við Donald Trump fyrir forsetakosningarnar í næsta mánuði og Pútín er einn helsti andstæðingur Bandaríkjanna. Musk er dyggur stuðningsmaður Trumps og hefur varið fúlgum fjár til framboðs hans. Ríkisstjórn Bandaríkjanna er í nokkuð viðkvæmri stöðu vegna þess hve mikið Bandaríkjamenn reiða sig á SpaceX og tækni fyrirtækisins. SpaceX sendir geimfara Bandaríkjanna til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og skýtur njósnagervihnöttum Bandaríkjanna á braut um jörðu. Musk á í umfangsmiklum viðskiptum við herafla og leyniþjónustur Bandaríkjanna og hefur mikla innsýn í helstu málefni Bandaríkjanna í geimnum. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur til að mynda gert stóran samning við SpaceX, fyrirtæki Musks, um að byggja upp gervihnattaþyrpingu fyrir herinn. Þá er Musk með öryggisheimild og hefur aðgang að ýmsum leynilegum upplýsingum. Musk er einnig sagður hafa átt í samskiptum við aðra rússneska embættismenn og þar á meðal Sergei Kiriyenko, aðstoðarstarfsmannastjóra Kreml. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna lýsti því yfir í september að Kiriyenko tæki virkan þátt í áróðursherferðum Rússa í Bandaríkjunum og að hann hefði stofnað til fjölmargra herferða, þar á meðal á X, samfélagsmiðli Musks, sem ætlað væri að hafa áhrif á kjósendur í Bandaríkjunum og grafa undan stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu. Sjá einnig: Rúmar fimmtíu milljónir á mánuði fyrir Rússaáróður Musk var upprunalega eftir innrás Rússa í Úkraínu mikill stuðningsmaður Úkraínumanna, en úkraínski herinn hefur mikið reitt sig á Starlink og internetaðganginn sem gervihnattaþyrpingin veitir fólki. Musk gaf Úkraínumönnum fjölda tengistöðva og hafa þær meðal annars verið notaðar til að stýra smáum bátadrónum sem notaðir hafa verið til að sökkva rússneskum herskipum. Viðhorf Musks tók þó tiltölulega fljótt breytingum og var hann sakaður um að neita beiðni Úkraínumanna um að gera þeim kleift að nota Starlink til árása við Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega af Úkraínu árið 2014, og setti SpaceX frekari takmarkanir á notkun Úkraínumanna. Eins og fram kemur í grein WSJ sagði Musk að hann hefði gripið til þessara aðgerða því hann vildi ekki að Starlink yrði notað í hernaðarlegum tilgangi og að hann óttaðist að árásir Úkraínumanna á Rússa á Krímskaga myndi leiða til kjarnorkustyrjaldar. Rússneskir hermenn nota Starlink einnig mikið í austurhluta Úkraínu. Sjá einnig: Pútín segir Musk óstöðvandi Heimildarmenn WSJ segja að undir lok árs 2022 hafi Musk átt í reglulegum samskiptum við rússneska embættismenn. Síðan þá eru hann og Pútín sagðir hafa átt í reglulegum samskiptum til dagsins í dag, samhliða aukinni gagnrýni Musks á stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu og aukins stuðnings hans við Donald Trump. Bandaríkin Rússland Vladimír Pútín Donald Trump SpaceX Innrás Rússa í Úkraínu Elon Musk Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Sjá meira
Pútín er þar að auki sagður hafa beðið auðjöfurinn um að veita íbúum Taívan ekki aðgang að Starlink gervihnattarþyrpingunni, sem greiða við Xi Jinping, forseta Kína. Þetta hefur Wall Street Journal eftir heimildarmönnum sínum í Bandaríkjunum, Evrópu og Rússlandi, bæði fyrrverandi og starfandi embættismönnum. Hann er ekki sagður liggja undir grun um að hafa lekið leynilegum upplýsingum til Pútíns. WSJ segir að svo virðist sem að um leyndarmál sé að ræða innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna og að málið þyki mjög viðkvæmt, vegna mikils stuðnings Musks við Donald Trump fyrir forsetakosningarnar í næsta mánuði og Pútín er einn helsti andstæðingur Bandaríkjanna. Musk er dyggur stuðningsmaður Trumps og hefur varið fúlgum fjár til framboðs hans. Ríkisstjórn Bandaríkjanna er í nokkuð viðkvæmri stöðu vegna þess hve mikið Bandaríkjamenn reiða sig á SpaceX og tækni fyrirtækisins. SpaceX sendir geimfara Bandaríkjanna til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og skýtur njósnagervihnöttum Bandaríkjanna á braut um jörðu. Musk á í umfangsmiklum viðskiptum við herafla og leyniþjónustur Bandaríkjanna og hefur mikla innsýn í helstu málefni Bandaríkjanna í geimnum. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur til að mynda gert stóran samning við SpaceX, fyrirtæki Musks, um að byggja upp gervihnattaþyrpingu fyrir herinn. Þá er Musk með öryggisheimild og hefur aðgang að ýmsum leynilegum upplýsingum. Musk er einnig sagður hafa átt í samskiptum við aðra rússneska embættismenn og þar á meðal Sergei Kiriyenko, aðstoðarstarfsmannastjóra Kreml. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna lýsti því yfir í september að Kiriyenko tæki virkan þátt í áróðursherferðum Rússa í Bandaríkjunum og að hann hefði stofnað til fjölmargra herferða, þar á meðal á X, samfélagsmiðli Musks, sem ætlað væri að hafa áhrif á kjósendur í Bandaríkjunum og grafa undan stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu. Sjá einnig: Rúmar fimmtíu milljónir á mánuði fyrir Rússaáróður Musk var upprunalega eftir innrás Rússa í Úkraínu mikill stuðningsmaður Úkraínumanna, en úkraínski herinn hefur mikið reitt sig á Starlink og internetaðganginn sem gervihnattaþyrpingin veitir fólki. Musk gaf Úkraínumönnum fjölda tengistöðva og hafa þær meðal annars verið notaðar til að stýra smáum bátadrónum sem notaðir hafa verið til að sökkva rússneskum herskipum. Viðhorf Musks tók þó tiltölulega fljótt breytingum og var hann sakaður um að neita beiðni Úkraínumanna um að gera þeim kleift að nota Starlink til árása við Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega af Úkraínu árið 2014, og setti SpaceX frekari takmarkanir á notkun Úkraínumanna. Eins og fram kemur í grein WSJ sagði Musk að hann hefði gripið til þessara aðgerða því hann vildi ekki að Starlink yrði notað í hernaðarlegum tilgangi og að hann óttaðist að árásir Úkraínumanna á Rússa á Krímskaga myndi leiða til kjarnorkustyrjaldar. Rússneskir hermenn nota Starlink einnig mikið í austurhluta Úkraínu. Sjá einnig: Pútín segir Musk óstöðvandi Heimildarmenn WSJ segja að undir lok árs 2022 hafi Musk átt í reglulegum samskiptum við rússneska embættismenn. Síðan þá eru hann og Pútín sagðir hafa átt í reglulegum samskiptum til dagsins í dag, samhliða aukinni gagnrýni Musks á stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu og aukins stuðnings hans við Donald Trump.
Bandaríkin Rússland Vladimír Pútín Donald Trump SpaceX Innrás Rússa í Úkraínu Elon Musk Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Sjá meira