Bar fram samsæriskenningar á fyrsta kosningafundinum Samúel Karl Ólason skrifar 18. október 2024 14:21 Elon Musk á sviði í Pennsylvaníu í gær. AP/Matt Rourke Elon Musk, einn auðugasti maður heims, bar í gær upp gamlar og ósannar samsæriskenningar um kosningasvik í forsetakosningunum 2020. Það gerði hann á kosningafundi fyrir Donald Trump í Pennsylvaníu og gaf hann meðal annars til kynna að kosningavélar Dominion Voting Systems hefðu verið notuð til kosningasvika. Dominion framleiðir kosningavélar sem eru notaðar víða í Bandaríkjunum en margar samsæriskenningar beindust að fyrirtækinu eftir kosningarnar 2020 og höfðaði fyrirtækið mál gegn ýmsu fólki og fjölmiðlum sem dreifðu þeim. Margar af ásökunum um kosningasvindl sem beindust að Dominion sneru meðal annars að því að vélar fyrirtækisins hefðu verið forritaðar til að breyta atkvæðum sem Trump fékk í atkvæði til Bidens. Dreifing þessarar samsæriskenninga kostaði Fox News meira en hundrað milljarða króna, eftir að Dominion höfðaði mál gegn fjölmiðlafyrirtækinu. Dómskjöl sýndu fram á að starfsmenn og yfirmenn Fox vissu að kosningasvindl hefði ekki átt sér stað en héldu því samt ítrekað á lofti. Bandamenn Trumps höfðuðu fjölda mála vegna meints kosningasvindls 2020 en nánast öllum þeirra var vísað frá og ekkert þeirra skilaði árangri. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á að umfangsmikið kosningasvindl átti sér ekki stað í kosningunum. Heilt yfir eru kosningasvik mjög sjaldgæf í Bandaríkjunum, samkvæmt sérfræðingum, og yfirleitt þegar það á sér stað kemst upp um það. Á áðurnefndum kosningafundi í skóla í úthverfi Philadeilhia í gærkvöldi, sem var fyrsti kosningafundurinn þar sem Musk var einn á sviði, nefndi auðjöfurinn nokkrar samsæriskenningar á sviði, þegar maður í salnum spurði hann út í kosningasvindl. Þá hélt Musk því fram að þegar kæmi að utankjörfundaratkvæðum væri mjög erfitt að sanna kosningasvindl, og að kjósendur þyrftu ekki að sanna að þeir væru ríkisborgarar Bandaríkjanna. Hvorugt er rétt. „Það voru nokkuð undarlegir hlutir sem gerðust, sem voru tölfræðilega ótrúlega ólíklegir,“ sagði Musk, samkvæmt frétt CNN. Þá nefndi hann vélar Dominion og hélt því fram að þær hefðu eingöngu verið notaðar í Philadelphia og í Maricopa-sýslu í Arizona og í mjög fáum öðrum sýslum Bandaríkjanna. „Virðist það ekki heljarinnar tilviljun?“ spurði Musk. Í yfirlýsingu frá Dominion segir að fyrirtækið hafi ekki gert út vélar í Philadelphia og þar að auki sé alltaf pappírsslóð með atkvæðum sem greidd eru gegnum vélar fyrirtækisins. Talningar og rannsóknir hafi ítrekað sýnt fram á að vélarnar skili réttum niðurstöðum. „Þetta eru staðreyndir.“ Reuters hefur einnig sagt frá því að vélar Dominion voru notaðar í að minnsta kosti 24 ríkjum Bandaríkjanna árið 2020. Þá hafa embættismenn úr báðum flokkum í bæði Pennnsylvaníu og Arizona ítrekað sagt að niðurstöður kosninganna í ríkjunum árið 2020 hafi verið réttar. Joe Biden sigraði Trump í báðum. Samkvæmt frétt NBC News talaði Musk einnig um að eingöngu ætti að notast við kjörseðla úr pappír í Bandaríkjunum. Tölvum væri ekki treystandi. Á öðrum tímapunkti hélt Musk því fram að Kamölu Harris, mótframbjóðanda Trumps, væri stjórnað úr skuggunum af óþekktum hópi fólks. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Elon Musk Tengdar fréttir Mætti á Fox í gær og á í viðræðum um viðtal við Rogan Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrataflokksins, var til viðtals á Fox News í gær og sitt sýnist hverjum um hvernig hún stóð sig. 17. október 2024 10:41 Lagði Trump til 10 milljarða króna á þremur mánuðum Auðjöfurinn Elon Musk gaf 75 milljónir dala, jafnvirði rúmlega 10 milljarða króna, í kosningasjóðinn America PAC á aðeins þremur mánuðum, sem fjármagnar aðgerðir til að fá kjósendur Donald Trump á kjörstað í barátturíkjunum sjö. 16. október 2024 07:09 Kosningafundur breyttist í undarlegt diskótek Kosningafundur Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í Pennsylvaníu í gær breyttist í einhverskonar diskótek eftir að huga þurfti að tveimur áhorfendum í salnum. Í stað þess að svara spurningum úr sal, eins og til stóð, lét Trump spila tónlist í tæpar fjörutíu mínútur á meðan hann stóð á sviðinu og vaggaði sér. 15. október 2024 11:40 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira
Dominion framleiðir kosningavélar sem eru notaðar víða í Bandaríkjunum en margar samsæriskenningar beindust að fyrirtækinu eftir kosningarnar 2020 og höfðaði fyrirtækið mál gegn ýmsu fólki og fjölmiðlum sem dreifðu þeim. Margar af ásökunum um kosningasvindl sem beindust að Dominion sneru meðal annars að því að vélar fyrirtækisins hefðu verið forritaðar til að breyta atkvæðum sem Trump fékk í atkvæði til Bidens. Dreifing þessarar samsæriskenninga kostaði Fox News meira en hundrað milljarða króna, eftir að Dominion höfðaði mál gegn fjölmiðlafyrirtækinu. Dómskjöl sýndu fram á að starfsmenn og yfirmenn Fox vissu að kosningasvindl hefði ekki átt sér stað en héldu því samt ítrekað á lofti. Bandamenn Trumps höfðuðu fjölda mála vegna meints kosningasvindls 2020 en nánast öllum þeirra var vísað frá og ekkert þeirra skilaði árangri. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á að umfangsmikið kosningasvindl átti sér ekki stað í kosningunum. Heilt yfir eru kosningasvik mjög sjaldgæf í Bandaríkjunum, samkvæmt sérfræðingum, og yfirleitt þegar það á sér stað kemst upp um það. Á áðurnefndum kosningafundi í skóla í úthverfi Philadeilhia í gærkvöldi, sem var fyrsti kosningafundurinn þar sem Musk var einn á sviði, nefndi auðjöfurinn nokkrar samsæriskenningar á sviði, þegar maður í salnum spurði hann út í kosningasvindl. Þá hélt Musk því fram að þegar kæmi að utankjörfundaratkvæðum væri mjög erfitt að sanna kosningasvindl, og að kjósendur þyrftu ekki að sanna að þeir væru ríkisborgarar Bandaríkjanna. Hvorugt er rétt. „Það voru nokkuð undarlegir hlutir sem gerðust, sem voru tölfræðilega ótrúlega ólíklegir,“ sagði Musk, samkvæmt frétt CNN. Þá nefndi hann vélar Dominion og hélt því fram að þær hefðu eingöngu verið notaðar í Philadelphia og í Maricopa-sýslu í Arizona og í mjög fáum öðrum sýslum Bandaríkjanna. „Virðist það ekki heljarinnar tilviljun?“ spurði Musk. Í yfirlýsingu frá Dominion segir að fyrirtækið hafi ekki gert út vélar í Philadelphia og þar að auki sé alltaf pappírsslóð með atkvæðum sem greidd eru gegnum vélar fyrirtækisins. Talningar og rannsóknir hafi ítrekað sýnt fram á að vélarnar skili réttum niðurstöðum. „Þetta eru staðreyndir.“ Reuters hefur einnig sagt frá því að vélar Dominion voru notaðar í að minnsta kosti 24 ríkjum Bandaríkjanna árið 2020. Þá hafa embættismenn úr báðum flokkum í bæði Pennnsylvaníu og Arizona ítrekað sagt að niðurstöður kosninganna í ríkjunum árið 2020 hafi verið réttar. Joe Biden sigraði Trump í báðum. Samkvæmt frétt NBC News talaði Musk einnig um að eingöngu ætti að notast við kjörseðla úr pappír í Bandaríkjunum. Tölvum væri ekki treystandi. Á öðrum tímapunkti hélt Musk því fram að Kamölu Harris, mótframbjóðanda Trumps, væri stjórnað úr skuggunum af óþekktum hópi fólks.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Elon Musk Tengdar fréttir Mætti á Fox í gær og á í viðræðum um viðtal við Rogan Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrataflokksins, var til viðtals á Fox News í gær og sitt sýnist hverjum um hvernig hún stóð sig. 17. október 2024 10:41 Lagði Trump til 10 milljarða króna á þremur mánuðum Auðjöfurinn Elon Musk gaf 75 milljónir dala, jafnvirði rúmlega 10 milljarða króna, í kosningasjóðinn America PAC á aðeins þremur mánuðum, sem fjármagnar aðgerðir til að fá kjósendur Donald Trump á kjörstað í barátturíkjunum sjö. 16. október 2024 07:09 Kosningafundur breyttist í undarlegt diskótek Kosningafundur Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í Pennsylvaníu í gær breyttist í einhverskonar diskótek eftir að huga þurfti að tveimur áhorfendum í salnum. Í stað þess að svara spurningum úr sal, eins og til stóð, lét Trump spila tónlist í tæpar fjörutíu mínútur á meðan hann stóð á sviðinu og vaggaði sér. 15. október 2024 11:40 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira
Mætti á Fox í gær og á í viðræðum um viðtal við Rogan Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrataflokksins, var til viðtals á Fox News í gær og sitt sýnist hverjum um hvernig hún stóð sig. 17. október 2024 10:41
Lagði Trump til 10 milljarða króna á þremur mánuðum Auðjöfurinn Elon Musk gaf 75 milljónir dala, jafnvirði rúmlega 10 milljarða króna, í kosningasjóðinn America PAC á aðeins þremur mánuðum, sem fjármagnar aðgerðir til að fá kjósendur Donald Trump á kjörstað í barátturíkjunum sjö. 16. október 2024 07:09
Kosningafundur breyttist í undarlegt diskótek Kosningafundur Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í Pennsylvaníu í gær breyttist í einhverskonar diskótek eftir að huga þurfti að tveimur áhorfendum í salnum. Í stað þess að svara spurningum úr sal, eins og til stóð, lét Trump spila tónlist í tæpar fjörutíu mínútur á meðan hann stóð á sviðinu og vaggaði sér. 15. október 2024 11:40