Skoraði Pútín á hólm, kallaði yfirmann Roscosmos fávita og grínaðist í harðstjóra Téténíu Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2022 10:47 Elon Musk, Vladimi Pútín, Ramzan Kadyrov og Dimtrí Rogozin. EPA Auðjöfurinn Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla, greip nýverið til Twitter og skoraði Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á hólm. Það var á mánudaginn og „taggaði“ Musk Kreml í færslu sinni. Í kjölfar þess hefur hann átt í orðaskiptum við yfirmann Geimvísindastofnunar Rússlands og harðstjóra Téténíu. Musk hefur í gegnum árin sýnt að hann hefur gaman af því að grínast og jafnvel valda usla á Twitter. Það verður að segjast að erfitt er að fanga fáránleika nýjustu tísta hans í texta og gera honum almennilega skil en á mánudaginn birti Musk tíst þar sem hann skrifaði: „Hér með skora ég á Vladimír Pútin í einvígi.“ Þá sagði hann Úkraínu vera undir. Það er að segja að sigurvegarinn fengi Úkraínu. Því næst „taggaði“ hann Kreml og spurði hvort Pútín tæki þessari áskorun. ? @KremlinRussia_E— Elona Musk (@elonmusk) March 14, 2022 Í kjölfarið svaraði Dmitrí Rogozin, yfirmaður Roscosmos, Geimvísindastofnunnar Rússlands, Musk með tilvísun í sögu skáldsins Alexander Puskin þar sem hann gerði lítið úr áskorun Musks. Auðjöfurinn svaraði því í gær og sagði Rogozin harðan samningamann og hét honum stærri hlut af mögulegum áhorfstekjum bardaga síns og Pútíns. Samhliða því birti hann myndir af sér með eldvörpu og breytta mynd af Pútín á baki bjarnar. Musk vísaði einnig í bókin Fávitinn eftir Fyodor Dostoevsky, þar sem hann gaf í skyn að Rogozin væri fáviti. I see you are a tough negotiator!Ok, you can have 10% more pay per view money. pic.twitter.com/Nrbkz9IsTP— Elona Musk (@elonmusk) March 15, 2022 Því tísti svaraði Rogozin með skjáskoti af gömlu tísti Musks um að minnst helming tísta sinna skrifaði hann á klósettinu. Yfirmaður Geimvísindastofnunnar Rússlands sagði ríkasta manni jarðarinnar að standa upp af klósettinu og þá gætu þeir talað saman. , , . https://t.co/DiqqDEBgEp pic.twitter.com/1UKJGBMiA3— (@Rogozin) March 15, 2022 Ramzan Kadyrov, harðstjóri Téténíu og náinn bandamaður Pútíns, lét áskorun Musks sig einnig varða. Hann skrifaði á Telegram, þar sem hann er mjög virkur að Musk ætti ekki að grínast með að berjast við Pútín. Sá rússneski myndi fara illa með auðjöfurinn. Þá lagði Kadyrov til að Musk æfði sig fyrir mögulegan bardaga í Téténíu. Hann færi í herþjálfun, lærði blandaðar bardagalistir og lærði að nota samfélagsmiðla betur. Musk myndi snúa aftur frá Téténíu breyttur maður. Musk sagði boð Kadyrovs gott og grínaðist með að slík þjálfun myndi veita honum of mikla yfirburði. „Ef hann [Pútín] er of hræddur til að slást, samþykki ég að nota bara vinstri höndina og ég er ekki einu sinni örvhentur,“ sagði Musk, sem skrifaði undir sem Elona en það er nafnið sem Kadyrov gaf honum. Thank you for the offer, but such excellent training would give me too much of an advantage. If he is afraid to fight, I will agree to use only my left hand and I am not even left-handed.Elona— Elona Musk (@elonmusk) March 15, 2022 Kadyrov skrifaði aðra færslu á Telegram í gærkvöldi þar sem hann vísaði í tíst Musks um að hann hefði neitað að loka á rússneska fjölmiðla í gegnum Starlink-netþjónustu SpaceX. Þar skrifaði Kadyrov að burtséð frá öllu gríni, þá bæri hann virðingu fyrir slíkum aðgerðum og að fólk fylgdi sannfæringu sinni. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Grín og gaman Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Sjá meira
Musk hefur í gegnum árin sýnt að hann hefur gaman af því að grínast og jafnvel valda usla á Twitter. Það verður að segjast að erfitt er að fanga fáránleika nýjustu tísta hans í texta og gera honum almennilega skil en á mánudaginn birti Musk tíst þar sem hann skrifaði: „Hér með skora ég á Vladimír Pútin í einvígi.“ Þá sagði hann Úkraínu vera undir. Það er að segja að sigurvegarinn fengi Úkraínu. Því næst „taggaði“ hann Kreml og spurði hvort Pútín tæki þessari áskorun. ? @KremlinRussia_E— Elona Musk (@elonmusk) March 14, 2022 Í kjölfarið svaraði Dmitrí Rogozin, yfirmaður Roscosmos, Geimvísindastofnunnar Rússlands, Musk með tilvísun í sögu skáldsins Alexander Puskin þar sem hann gerði lítið úr áskorun Musks. Auðjöfurinn svaraði því í gær og sagði Rogozin harðan samningamann og hét honum stærri hlut af mögulegum áhorfstekjum bardaga síns og Pútíns. Samhliða því birti hann myndir af sér með eldvörpu og breytta mynd af Pútín á baki bjarnar. Musk vísaði einnig í bókin Fávitinn eftir Fyodor Dostoevsky, þar sem hann gaf í skyn að Rogozin væri fáviti. I see you are a tough negotiator!Ok, you can have 10% more pay per view money. pic.twitter.com/Nrbkz9IsTP— Elona Musk (@elonmusk) March 15, 2022 Því tísti svaraði Rogozin með skjáskoti af gömlu tísti Musks um að minnst helming tísta sinna skrifaði hann á klósettinu. Yfirmaður Geimvísindastofnunnar Rússlands sagði ríkasta manni jarðarinnar að standa upp af klósettinu og þá gætu þeir talað saman. , , . https://t.co/DiqqDEBgEp pic.twitter.com/1UKJGBMiA3— (@Rogozin) March 15, 2022 Ramzan Kadyrov, harðstjóri Téténíu og náinn bandamaður Pútíns, lét áskorun Musks sig einnig varða. Hann skrifaði á Telegram, þar sem hann er mjög virkur að Musk ætti ekki að grínast með að berjast við Pútín. Sá rússneski myndi fara illa með auðjöfurinn. Þá lagði Kadyrov til að Musk æfði sig fyrir mögulegan bardaga í Téténíu. Hann færi í herþjálfun, lærði blandaðar bardagalistir og lærði að nota samfélagsmiðla betur. Musk myndi snúa aftur frá Téténíu breyttur maður. Musk sagði boð Kadyrovs gott og grínaðist með að slík þjálfun myndi veita honum of mikla yfirburði. „Ef hann [Pútín] er of hræddur til að slást, samþykki ég að nota bara vinstri höndina og ég er ekki einu sinni örvhentur,“ sagði Musk, sem skrifaði undir sem Elona en það er nafnið sem Kadyrov gaf honum. Thank you for the offer, but such excellent training would give me too much of an advantage. If he is afraid to fight, I will agree to use only my left hand and I am not even left-handed.Elona— Elona Musk (@elonmusk) March 15, 2022 Kadyrov skrifaði aðra færslu á Telegram í gærkvöldi þar sem hann vísaði í tíst Musks um að hann hefði neitað að loka á rússneska fjölmiðla í gegnum Starlink-netþjónustu SpaceX. Þar skrifaði Kadyrov að burtséð frá öllu gríni, þá bæri hann virðingu fyrir slíkum aðgerðum og að fólk fylgdi sannfæringu sinni.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Grín og gaman Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Sjá meira