Fjórir sagðir látnir eftir hryðjuverkaárás í Ankara Samúel Karl Ólason skrifar 23. október 2024 13:59 Hópur vopnaðra manna hljóp inn á lóðina eftir stóra sprengingu. Skjáskot Mikil skothríð og háværar sprengingar heyrðust í dag frá aðalskrifstofu fyrirtækisins Turkish Aerospace Industries í Ankara, höfuðborg Tyrklands í dag. Þungvopnað fólk ruddist svo þar inn. Hurriyet hefur eftir innanríkisráðherra Tyrklands að um hryðjuverkaárás sé að ræða. Að minnsta kosti fjórir eru látnir og fjórtán særðir, samkvæmt ráðherranum, sem heitir Ali Yerlikaya. Tveir hryðjuverkamenn voru felldir og berst nú fregnir af því að hættan sé yfirstaðin. Fregnir höfðu borist af því að einhverjir árásarmenn hefðu tekið gísla en óljóst er hvort þeir hafi verið fleiri en þrír en sá þriðji mun hafa sprengt sig í loft upp við upphaf árásarinnar. Árásin hófst víst á stórri sprengingu við innganginn á lóð fyrirtækisins um klukkan eitt að íslenskum tíma. Þar var mögulega um sjálfsmorðsárás á ræða og í kjölfarið ruddist vopnaða fólkið þar inn. NEW: More footage of gunmen in Ankara attack that targeted one of Turkey’s biggest defense companies pic.twitter.com/xmmEIR6PN4— Ragıp Soylu (@ragipsoylu) October 23, 2024 Hvaða hópur gerði þessa árás liggur ekki fyrir að svo stöddu. PKK eða Verkamannaflokkur Kúrda og Íslamska ríkið hafa gert sambærilegar árásir í Tyrklandi áður. Það að kona sé meðal árásarmannanna bendir mögulega til PKK frekar en Íslamska ríkisins. TUSAŞ'taki saldırıyı gerçekleştiren teröristler kamerada! pic.twitter.com/OYdSyL380d— İhlas Haber Ajansı (@ihacomtr) October 23, 2024 Rúmlega fimmtán þúsund manns vinna hjá TAI og stór hluti þeirra í höfuðstöðvunum í Ankara. Fyrirtækið þróar og framleiðir flugvélar, bæði hefðbundnar og herflugvélar auk þess sem það framleiðir dróna, ýmis hergögn og annað. TUSAŞ'a saldırı yapan kadın terörist pic.twitter.com/rB3IdVbwt5— İhlas Haber Ajansı (@ihacomtr) October 23, 2024 Fréttin var uppfærð 15:25. Tyrkland Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Sjá meira
Hurriyet hefur eftir innanríkisráðherra Tyrklands að um hryðjuverkaárás sé að ræða. Að minnsta kosti fjórir eru látnir og fjórtán særðir, samkvæmt ráðherranum, sem heitir Ali Yerlikaya. Tveir hryðjuverkamenn voru felldir og berst nú fregnir af því að hættan sé yfirstaðin. Fregnir höfðu borist af því að einhverjir árásarmenn hefðu tekið gísla en óljóst er hvort þeir hafi verið fleiri en þrír en sá þriðji mun hafa sprengt sig í loft upp við upphaf árásarinnar. Árásin hófst víst á stórri sprengingu við innganginn á lóð fyrirtækisins um klukkan eitt að íslenskum tíma. Þar var mögulega um sjálfsmorðsárás á ræða og í kjölfarið ruddist vopnaða fólkið þar inn. NEW: More footage of gunmen in Ankara attack that targeted one of Turkey’s biggest defense companies pic.twitter.com/xmmEIR6PN4— Ragıp Soylu (@ragipsoylu) October 23, 2024 Hvaða hópur gerði þessa árás liggur ekki fyrir að svo stöddu. PKK eða Verkamannaflokkur Kúrda og Íslamska ríkið hafa gert sambærilegar árásir í Tyrklandi áður. Það að kona sé meðal árásarmannanna bendir mögulega til PKK frekar en Íslamska ríkisins. TUSAŞ'taki saldırıyı gerçekleştiren teröristler kamerada! pic.twitter.com/OYdSyL380d— İhlas Haber Ajansı (@ihacomtr) October 23, 2024 Rúmlega fimmtán þúsund manns vinna hjá TAI og stór hluti þeirra í höfuðstöðvunum í Ankara. Fyrirtækið þróar og framleiðir flugvélar, bæði hefðbundnar og herflugvélar auk þess sem það framleiðir dróna, ýmis hergögn og annað. TUSAŞ'a saldırı yapan kadın terörist pic.twitter.com/rB3IdVbwt5— İhlas Haber Ajansı (@ihacomtr) October 23, 2024 Fréttin var uppfærð 15:25.
Tyrkland Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Sjá meira