Kennarar telja rúma milljón í grunnlaun sanngjarna Kjartan Kjartansson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 23. október 2024 10:26 Mjöll Matthíasdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, í viðtali eftir dóm félagsdóms í morgun. Vísir/Einar Formaður Félags grunnskólakennara segir sanngjarnt að miða við að kennarar hafi rúma milljóna króna í grunnlaun. Verkfallsaðgerðir kennara hefjast eftir helgi að óbreyttu eftir að félagsdómur dæmdi boðun þeirra löglega í morgun. Krafa Kennarasambands Íslands í kjaraviðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) er að kjör félagsmanna verði sambærileg við sérfræðinga á almennum markaði í samræmi við samkomulag sem var gert árið 2016. SÍS stefndi Kennarasambandinu fyrir félagsdómi vegna ólöglegrar verkfallsboðunar á þeim forsendum að kennarar hefðu ekki lagt fram kröfugerð í deilunni. Félagsdómur sýknaði Kennarasambandið af kröfunni í morgun. Kennarar telja að miða eigi kjör þeirra við meðallaun sérfræðinga á almennum markaði. Mjöll Matthíasdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, sagði kennara telja það eina sanngjarna viðmiðið þar sem ekki væri hægt að miða við eina stétt sérfræðinga og para kennara við hana í viðtali eftir dóm félagsdóms í morgun. „Hún losar einhverja rúma milljón í grunnlaunum þegar kennarar eru með rúm 700.000 að meðaltali,“ sagði Mjöll þegar hún var spurð við hvaða launatölu ætti þá að miða. Fjölgun leiðbeinenda að mola innan úr skólakerfinu Mjöll sagði að laun í skólakerfinu þyrftu að vera samkeppnishæf og ekki gengi að kennarar væru á verulega lægri launum en sambærilegir sérfræðingar. Kennarar væru þar að auki um átta til tíu prósentum undir meðallaunum í landinu. Fjölgun ófaglærðra leiðbeinenda í skólakerfinu væri mikið áhyggjuefni. „Ég hef miklar áhyggjur af því hvernig það er að mola kerfið okkar að innan. Það er bara alvarlegt mál.“ Verkföll kennara í fjórum leikskólum, fjórum grunnskólum, tveimur framhaldsskólum og einum tónlistarskóla hefjast á þriðjudag, 29. október. Deiluaðilar eiga að hittast hjá ríkissáttasemjara klukkan 13:00 í dag. Til þess að afstýra verkfalli hafa þeir því fimm daga til þess að ná saman um við hvað skuli miða laun kennara sem ekki hefur tekist á undanförnum átta árum. Grunnskólar Kennaraverkfall 2024 Dómsmál Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Verkfallsboðun kennara dæmd lögleg Félagsdómur sýknaði Kennarasamband Íslands af kröfu Sambands íslenskra sveitarfélaga sem taldi verkfallsboðun kennara ólöglega í morgun. 23. október 2024 09:32 „Flókin staða“ í kjaradeilum kennara Samband íslenskra sveitarfélaga telur rétt að gefa kennurum færi á að bæta kjör sín með því að auka kennsluskyldu. Fundi í kjaradeildu Kennarasambandsins og sveitarfélaga var aflýst í morgun þar sem beðið er niðurstöðu félagsdóms um lögmæti verkfallsboðunar í fyrramálið. 23. október 2024 00:02 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Krafa Kennarasambands Íslands í kjaraviðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) er að kjör félagsmanna verði sambærileg við sérfræðinga á almennum markaði í samræmi við samkomulag sem var gert árið 2016. SÍS stefndi Kennarasambandinu fyrir félagsdómi vegna ólöglegrar verkfallsboðunar á þeim forsendum að kennarar hefðu ekki lagt fram kröfugerð í deilunni. Félagsdómur sýknaði Kennarasambandið af kröfunni í morgun. Kennarar telja að miða eigi kjör þeirra við meðallaun sérfræðinga á almennum markaði. Mjöll Matthíasdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, sagði kennara telja það eina sanngjarna viðmiðið þar sem ekki væri hægt að miða við eina stétt sérfræðinga og para kennara við hana í viðtali eftir dóm félagsdóms í morgun. „Hún losar einhverja rúma milljón í grunnlaunum þegar kennarar eru með rúm 700.000 að meðaltali,“ sagði Mjöll þegar hún var spurð við hvaða launatölu ætti þá að miða. Fjölgun leiðbeinenda að mola innan úr skólakerfinu Mjöll sagði að laun í skólakerfinu þyrftu að vera samkeppnishæf og ekki gengi að kennarar væru á verulega lægri launum en sambærilegir sérfræðingar. Kennarar væru þar að auki um átta til tíu prósentum undir meðallaunum í landinu. Fjölgun ófaglærðra leiðbeinenda í skólakerfinu væri mikið áhyggjuefni. „Ég hef miklar áhyggjur af því hvernig það er að mola kerfið okkar að innan. Það er bara alvarlegt mál.“ Verkföll kennara í fjórum leikskólum, fjórum grunnskólum, tveimur framhaldsskólum og einum tónlistarskóla hefjast á þriðjudag, 29. október. Deiluaðilar eiga að hittast hjá ríkissáttasemjara klukkan 13:00 í dag. Til þess að afstýra verkfalli hafa þeir því fimm daga til þess að ná saman um við hvað skuli miða laun kennara sem ekki hefur tekist á undanförnum átta árum.
Grunnskólar Kennaraverkfall 2024 Dómsmál Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Verkfallsboðun kennara dæmd lögleg Félagsdómur sýknaði Kennarasamband Íslands af kröfu Sambands íslenskra sveitarfélaga sem taldi verkfallsboðun kennara ólöglega í morgun. 23. október 2024 09:32 „Flókin staða“ í kjaradeilum kennara Samband íslenskra sveitarfélaga telur rétt að gefa kennurum færi á að bæta kjör sín með því að auka kennsluskyldu. Fundi í kjaradeildu Kennarasambandsins og sveitarfélaga var aflýst í morgun þar sem beðið er niðurstöðu félagsdóms um lögmæti verkfallsboðunar í fyrramálið. 23. október 2024 00:02 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Verkfallsboðun kennara dæmd lögleg Félagsdómur sýknaði Kennarasamband Íslands af kröfu Sambands íslenskra sveitarfélaga sem taldi verkfallsboðun kennara ólöglega í morgun. 23. október 2024 09:32
„Flókin staða“ í kjaradeilum kennara Samband íslenskra sveitarfélaga telur rétt að gefa kennurum færi á að bæta kjör sín með því að auka kennsluskyldu. Fundi í kjaradeildu Kennarasambandsins og sveitarfélaga var aflýst í morgun þar sem beðið er niðurstöðu félagsdóms um lögmæti verkfallsboðunar í fyrramálið. 23. október 2024 00:02