Verkfallsboðun kennara dæmd lögleg Kjartan Kjartansson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 23. október 2024 09:32 Frá mótmælum kennara í ráðhúsi Reykjavíkur í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Félagsdómur sýknaði Kennarasamband Íslands af kröfu Sambands íslenskra sveitarfélaga sem taldi verkfallsboðun kennara ólöglega í morgun. Samband íslenskra sveitarfélaga taldi boðun verkfalls í fjölda skóla ólögmæta þar sem engin kröfugerð lægi fyrir í kjaradeilunni. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, hefur sagt að stefnan hefði ekki áhrif á boðuð verkföll kennara sem eiga að hefjast í næstu viku, þriðjudaginn 29. október. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, fagnaði niðurstöðunni í viðtali í Landsrétti þar sem félagsdómur er til húsa í morgun. Hann sagðist hafa talið það klárt frá upphafi að kennarar hefðu farið að reglum við boðun verkfallsaðgerða sinna. „Þarna kemur auðvitað bara í ljós að okkar markmið hafa verið skýr,“ sagði hann. Kennarar ætla að leggja niður störf í fjórum leikskólum á landinu, fjórum grunnskólum, tveimur framhaldsskólum og einum tónlistarskóla. Hluti verkfallanna eru tímabundin en í leikskólunum eru þau ótímabundin. Deiluaðilar hafa verið boðaðar á fund hjá ríkissáttasemjara klukkan 13:00 í dag. Magnús Þór sagði kennara mæta þangað nú þegar aukinn fókus væri á verkefnið eftir að ljóst varð að verkfallsaðgerðir séu yfirvofandi. Magnús Þór sagði flókið að svara því hverjar launakröfur kennara væru þar sem enn ætti eftir að ná samkomulagi um aðferðir til þess að bera saman störf kennara við sérfræðinga á almennum markaði. Því væri ekki hægt að nefna ákveðna krónutölu- eða prósentuhækkun. Verkefnið sem stæði fyrir dyrum væri að sjá hvernig væri hægt að bera saman „sérfræðinga í fræðslustarfsemi við almenna sérfræðinga á markaði og jafna launin þar á milli“. Kennarar telji eðlilegt að miðað verði með meðaltal launa sérfræðinga á almennum markaði. Fréttin hefur verið uppfærð. Kennaraverkfall 2024 Dómsmál Kjaramál Sveitarstjórnarmál Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Sjá meira
Samband íslenskra sveitarfélaga taldi boðun verkfalls í fjölda skóla ólögmæta þar sem engin kröfugerð lægi fyrir í kjaradeilunni. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, hefur sagt að stefnan hefði ekki áhrif á boðuð verkföll kennara sem eiga að hefjast í næstu viku, þriðjudaginn 29. október. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, fagnaði niðurstöðunni í viðtali í Landsrétti þar sem félagsdómur er til húsa í morgun. Hann sagðist hafa talið það klárt frá upphafi að kennarar hefðu farið að reglum við boðun verkfallsaðgerða sinna. „Þarna kemur auðvitað bara í ljós að okkar markmið hafa verið skýr,“ sagði hann. Kennarar ætla að leggja niður störf í fjórum leikskólum á landinu, fjórum grunnskólum, tveimur framhaldsskólum og einum tónlistarskóla. Hluti verkfallanna eru tímabundin en í leikskólunum eru þau ótímabundin. Deiluaðilar hafa verið boðaðar á fund hjá ríkissáttasemjara klukkan 13:00 í dag. Magnús Þór sagði kennara mæta þangað nú þegar aukinn fókus væri á verkefnið eftir að ljóst varð að verkfallsaðgerðir séu yfirvofandi. Magnús Þór sagði flókið að svara því hverjar launakröfur kennara væru þar sem enn ætti eftir að ná samkomulagi um aðferðir til þess að bera saman störf kennara við sérfræðinga á almennum markaði. Því væri ekki hægt að nefna ákveðna krónutölu- eða prósentuhækkun. Verkefnið sem stæði fyrir dyrum væri að sjá hvernig væri hægt að bera saman „sérfræðinga í fræðslustarfsemi við almenna sérfræðinga á markaði og jafna launin þar á milli“. Kennarar telji eðlilegt að miðað verði með meðaltal launa sérfræðinga á almennum markaði. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kennaraverkfall 2024 Dómsmál Kjaramál Sveitarstjórnarmál Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Sjá meira