„Flókin staða“ í kjaradeilum kennara Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 23. október 2024 00:02 Heiða Björg Hilmisdóttir er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Einar Samband íslenskra sveitarfélaga telur rétt að gefa kennurum færi á að bæta kjör sín með því að auka kennsluskyldu. Fundi í kjaradeildu Kennarasambandsins og sveitarfélaga var aflýst í morgun þar sem beðið er niðurstöðu félagsdóms um lögmæti verkfallsboðunar í fyrramálið. Kennaraverkföll í ellefu skólum hefjast að óbreyttu í næstu viku. Í grein sem var birt í morgun vekur Samband íslenskra sveitarfélaga athygli á því að kaupmáttarleiðrétt laun grunnskólakennara hér á landi séu yfir meðaltali OECD ríkjanna. Launadreifing innan stéttarinnar sé hins vegar afar lítil og launahæstu grunnskólakennararnir einungis með um átta prósenta hærri laun en sem nemur byrjunarlaunum. Á sama tíma sé kennslukylda óvíða minni og því sé færi til breytinga. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segist vilja auka sveigjanleika í tengslum við kennsluskyldu þannig að kennarar geti unnið sig upp. „Við ákváðum bara að birta þetta því þetta er ein af þeim greiningum sem við erum að vinna að núna. Síðan sjáum við bara hvernig er. Okkar fólk situr við samningaborðið og þar eru málin rædd fram og til baka. Og við viljum endilega leysa þetta sem allra fyrst,“ segir Heiða í samtali við fréttastofu. Hvernig meturðu stöðuna í deilunni? „Staðan er svolítið flókin. Ég held að fólk sé ekki alveg að skilja hvert annað. Þess vegna held ég að svona greiningar geti hjálpað okkur að sjá okkur í samhengi við það sem er að gerast annars staðar.“ Heiða segir sveitarfélögin hafa sett mörg verkefni á kennara sem teljist ekki til kennslu. Jafnvel sé verið að verðmeta þau störf meira en kennslu og það þurfi að skoða. „Við höfum byggt upp svolítið flókið kerfi þannig að ég held að það sé mikilvægt að við skoðum okkar hlið, hvernig við getum þá mögulega komið til móts við kröfur kennara.“ Hún segir Kennarasambandið ekki hafa fallist á þá leið að fá Jafnlaunastofu til að greina virði starfanna í þeim tilgangi að jafna laun milli markaða. „Það er svolítið flókið að finna lausnina þar,“ segir Heiða. „En ég vona auðvitað innilega, og ég hef enga trú á öðru en að allir mæti til leiks og sitji. Við höfum tíu daga og munum nýta þá eins vel og við mögulega getum til að ná saman. Þetta er auðvitað gríðarlega mikilvæg stétt og undir miklu álagi. Við þurfum einhvern veginn að bæta þeirra starfsaðstæður og fjölga tækifærum til að vinna sig upp og nýta sína hæfileika.“ Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024 Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
Kennaraverkföll í ellefu skólum hefjast að óbreyttu í næstu viku. Í grein sem var birt í morgun vekur Samband íslenskra sveitarfélaga athygli á því að kaupmáttarleiðrétt laun grunnskólakennara hér á landi séu yfir meðaltali OECD ríkjanna. Launadreifing innan stéttarinnar sé hins vegar afar lítil og launahæstu grunnskólakennararnir einungis með um átta prósenta hærri laun en sem nemur byrjunarlaunum. Á sama tíma sé kennslukylda óvíða minni og því sé færi til breytinga. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segist vilja auka sveigjanleika í tengslum við kennsluskyldu þannig að kennarar geti unnið sig upp. „Við ákváðum bara að birta þetta því þetta er ein af þeim greiningum sem við erum að vinna að núna. Síðan sjáum við bara hvernig er. Okkar fólk situr við samningaborðið og þar eru málin rædd fram og til baka. Og við viljum endilega leysa þetta sem allra fyrst,“ segir Heiða í samtali við fréttastofu. Hvernig meturðu stöðuna í deilunni? „Staðan er svolítið flókin. Ég held að fólk sé ekki alveg að skilja hvert annað. Þess vegna held ég að svona greiningar geti hjálpað okkur að sjá okkur í samhengi við það sem er að gerast annars staðar.“ Heiða segir sveitarfélögin hafa sett mörg verkefni á kennara sem teljist ekki til kennslu. Jafnvel sé verið að verðmeta þau störf meira en kennslu og það þurfi að skoða. „Við höfum byggt upp svolítið flókið kerfi þannig að ég held að það sé mikilvægt að við skoðum okkar hlið, hvernig við getum þá mögulega komið til móts við kröfur kennara.“ Hún segir Kennarasambandið ekki hafa fallist á þá leið að fá Jafnlaunastofu til að greina virði starfanna í þeim tilgangi að jafna laun milli markaða. „Það er svolítið flókið að finna lausnina þar,“ segir Heiða. „En ég vona auðvitað innilega, og ég hef enga trú á öðru en að allir mæti til leiks og sitji. Við höfum tíu daga og munum nýta þá eins vel og við mögulega getum til að ná saman. Þetta er auðvitað gríðarlega mikilvæg stétt og undir miklu álagi. Við þurfum einhvern veginn að bæta þeirra starfsaðstæður og fjölga tækifærum til að vinna sig upp og nýta sína hæfileika.“
Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024 Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira