Áfram á Íslandi og ætlar sér markametið Sindri Sverrisson skrifar 22. október 2024 11:02 Viðar Örn Kjartansson skoraði sex mörk í sumar fyrir KA, á tveggja mánaða tímabili. vísir/Diego Viðar Örn Kjartansson segir að sér líði vel á Akureyri en óvíst er hvort að hann spili áfram með KA í Bestu deildinni í fótbolta á næstu leiktíð. Viðar átti sinn þátt í fyrsta bikarmeistaratitli KA, sem liðið tryggði sér með sigri á Víkingi í september, og skoraði sex mörk í Bestu deildinni í sumar. Hann kom til KA í vor eftir langan og litríkan feril í atvinnumennsku, en missir af síðustu tveimur leikjum liðsins vegna keppnisbanns sem FIFA dæmdi hann í, vegna skuldar við búlgarska félagið CSKA 1948. Viðar verður því ekki með gegn Fram í lokaumferð Bestu deildarinnar á laugardag, þegar KA getur tryggt sér efsta sætið í neðri hluta deildarinnar, eða 7. sætið ef horft er á deildina sem eina heild. Samningur Viðars við KA rennur út í næsta mánuði og því gæti verið að hann hafi spilað sinn síðasta leik fyrir félagið. Var lengi í form en stefnir á markametið á næsta ári „Ég mun ræða við KA. Það er auðvitað leiðinlegt að enda svona [í banni], eftir að hafa unnið bikarinn og vera núna hársbreidd frá „forsetabikarnum“. En ég mun ræða við KA-menn og mér líður vel á Akureyri. Maður er bara spenntur að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér,“ sagði Viðar í samtali við Vísi í gær. Þegar Viðar kom til Íslands í vor sagðist hann stefna á að komast aftur út í atvinnumennsku, í von um að ljúka ferlinum þar á betri nótum en í Búlgaríu. Núna segir hann hins vegar ljóst að hann spili áfram á Íslandi: „Fótbolti er tölfræði og ég átti sirka tólf leiki í byrjun móts, flesta af bekknum, þar sem ég skoraði ekki mark. Var svolítið lengi í form, ég viðurkenni það. Maður þarf að ná heilu góðu tímabili, þannig að ég er ekkert að spá í þessu í dag. Ef það kemur þá er það bónus. En núna hugsa ég um að vera á Íslandi næsta sumar og slá þetta blessaða markamet,“ segir Viðar. Markametið í efstu deild á Íslandi er sem stendur 19 mörk. Sá eini til að ná þeim fjölda á þessari öld, þrátt fyrir fjölgun leikja, er Andri Rúnar Bjarnason, núverandi leikmaður Vestra, sem skoraði 19 mörk fyrir Grindavík árið 2017. Besta deild karla KA Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Mourinho strax kominn með nýtt starf Fótbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Viðar átti sinn þátt í fyrsta bikarmeistaratitli KA, sem liðið tryggði sér með sigri á Víkingi í september, og skoraði sex mörk í Bestu deildinni í sumar. Hann kom til KA í vor eftir langan og litríkan feril í atvinnumennsku, en missir af síðustu tveimur leikjum liðsins vegna keppnisbanns sem FIFA dæmdi hann í, vegna skuldar við búlgarska félagið CSKA 1948. Viðar verður því ekki með gegn Fram í lokaumferð Bestu deildarinnar á laugardag, þegar KA getur tryggt sér efsta sætið í neðri hluta deildarinnar, eða 7. sætið ef horft er á deildina sem eina heild. Samningur Viðars við KA rennur út í næsta mánuði og því gæti verið að hann hafi spilað sinn síðasta leik fyrir félagið. Var lengi í form en stefnir á markametið á næsta ári „Ég mun ræða við KA. Það er auðvitað leiðinlegt að enda svona [í banni], eftir að hafa unnið bikarinn og vera núna hársbreidd frá „forsetabikarnum“. En ég mun ræða við KA-menn og mér líður vel á Akureyri. Maður er bara spenntur að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér,“ sagði Viðar í samtali við Vísi í gær. Þegar Viðar kom til Íslands í vor sagðist hann stefna á að komast aftur út í atvinnumennsku, í von um að ljúka ferlinum þar á betri nótum en í Búlgaríu. Núna segir hann hins vegar ljóst að hann spili áfram á Íslandi: „Fótbolti er tölfræði og ég átti sirka tólf leiki í byrjun móts, flesta af bekknum, þar sem ég skoraði ekki mark. Var svolítið lengi í form, ég viðurkenni það. Maður þarf að ná heilu góðu tímabili, þannig að ég er ekkert að spá í þessu í dag. Ef það kemur þá er það bónus. En núna hugsa ég um að vera á Íslandi næsta sumar og slá þetta blessaða markamet,“ segir Viðar. Markametið í efstu deild á Íslandi er sem stendur 19 mörk. Sá eini til að ná þeim fjölda á þessari öld, þrátt fyrir fjölgun leikja, er Andri Rúnar Bjarnason, núverandi leikmaður Vestra, sem skoraði 19 mörk fyrir Grindavík árið 2017.
Besta deild karla KA Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Mourinho strax kominn með nýtt starf Fótbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann