Mætti á Fox í gær og á í viðræðum um viðtal við Rogan Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. október 2024 10:41 Harris er dugleg við að mæta í viðtöl þessa dagana enda afar mjótt á munum samkvæmt skoðanakönnunum og mikið í húfi. Getty Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrataflokksins, var til viðtals á Fox News í gær og sitt sýnist hverjum um hvernig hún stóð sig. Það var Bret Baier, sem fer fyrir pólitískri umfjöllun hjá fréttastofu Fox, sem tók viðtalið. Baier þykir heldur hófsamari en kollegar sínir hjá Fox en gekk engu að síður hart fram í viðtalinu, spurði Harris óvæginna spurninga og greip ítrekað fram í fyrir henni. Fyrir viðtalið hélt Harris kosningafund með hópi Repúblikana en hún freistar þess nú að ná til sem flestra fyrir kjördag. Samtalið við Baier gaf varaforsetanum tækifæri á að tala beint til áhorfendahóps sem er almennt íhaldssamur, í þeirri von um að í honum séu einnig einstaklingar sem vantar ástæðu til að kjósa ekki Trump. Harris var þráspurð um ólöglega innflytjendur, trans fólk og önnur baráttumál Trump. Hún vék sér stundum undan því að svara en var mjög afdráttarlaus þegar hún sagði að valdatíð hennar yrði ekki framhald af forsetatíð Joe Biden. Það má segja að viðbrögð við viðtalinu endurspegli nokkuð vel umræðuna í kosningabaráttunni vestanhafs en á meðan stuðningsmenn Harris hafa meðal annars gagnrýnt Baier fyrir að tala ítrekað yfir viðmælanda sinn, hafa stuðningsmenn Trump sagt Harris hafa sýnt frekju og yfirgang þegar hún vildi fá orðið aftur. Fyrirsjáanlega þótti stuðningsmönnum Harris hún standa sig með prýði en stuðningsmenn Trump illa. Harris hefur verið dugleg við að koma fram í fjölmiðlum síðustu daga og vikur og er nú sögð eiga í viðræum við Joe Rogan um að mæta í gríðarlega vinsælt hlaðvarp hans. Trump ku einnig ætla að ræða við Rogan en hann hefur neitað að mæta Harris aftur í kappræðum og hætti við viðtal við 60 Minutes. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Það var Bret Baier, sem fer fyrir pólitískri umfjöllun hjá fréttastofu Fox, sem tók viðtalið. Baier þykir heldur hófsamari en kollegar sínir hjá Fox en gekk engu að síður hart fram í viðtalinu, spurði Harris óvæginna spurninga og greip ítrekað fram í fyrir henni. Fyrir viðtalið hélt Harris kosningafund með hópi Repúblikana en hún freistar þess nú að ná til sem flestra fyrir kjördag. Samtalið við Baier gaf varaforsetanum tækifæri á að tala beint til áhorfendahóps sem er almennt íhaldssamur, í þeirri von um að í honum séu einnig einstaklingar sem vantar ástæðu til að kjósa ekki Trump. Harris var þráspurð um ólöglega innflytjendur, trans fólk og önnur baráttumál Trump. Hún vék sér stundum undan því að svara en var mjög afdráttarlaus þegar hún sagði að valdatíð hennar yrði ekki framhald af forsetatíð Joe Biden. Það má segja að viðbrögð við viðtalinu endurspegli nokkuð vel umræðuna í kosningabaráttunni vestanhafs en á meðan stuðningsmenn Harris hafa meðal annars gagnrýnt Baier fyrir að tala ítrekað yfir viðmælanda sinn, hafa stuðningsmenn Trump sagt Harris hafa sýnt frekju og yfirgang þegar hún vildi fá orðið aftur. Fyrirsjáanlega þótti stuðningsmönnum Harris hún standa sig með prýði en stuðningsmenn Trump illa. Harris hefur verið dugleg við að koma fram í fjölmiðlum síðustu daga og vikur og er nú sögð eiga í viðræum við Joe Rogan um að mæta í gríðarlega vinsælt hlaðvarp hans. Trump ku einnig ætla að ræða við Rogan en hann hefur neitað að mæta Harris aftur í kappræðum og hætti við viðtal við 60 Minutes.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira