Kosningafundur breyttist í undarlegt diskótek Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2024 11:40 Donald Trump, dansandi á sviði í gær. AP/Alex Brandon Kosningafundur Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í Pennsylvaníu í gær breyttist í einhverskonar diskótek eftir að huga þurfti að tveimur áhorfendum í salnum. Í stað þess að svara spurningum úr sal, eins og til stóð, lét Trump spila tónlist í tæpar fjörutíu mínútur á meðan hann stóð á sviðinu og vaggaði sér. Fundurinn var haldinn í úthverfi Philadelpiu og var Kristi Noem, ríkisstjóri Suður-Dakóta, með Trump á sviði. Eftir að kosningafundurinn hafði staðið yfir í um hálftíma þurfti að gera pásu þegar sjúkraliðar þurftu að hlúa að áhorfenda í salnum. Skömmu síðar þurfti að stöðva fundinn aftur vegna annars atviks í salnum þar sem hlúa þurfti að áhorfenda. Þegar hlúa þurfti að fyrsta áhorendanum lét Trump starfsmenn sína spila lagið Ave Maria og í seinna skiptið bað hann um sama lag en í flutning Luciano Pavarotti. Í frétt New York Times segir að eftir að Noem tilkynnti að búið væri að hlúa að seinni áhorfandanum hafi Trump ætlað að byrja að svara spurningum á nýjan leik en hætt við. „Ekki fleiri spurningar. Við skulum bara hlusta á tónlist. Gerum þetta að tónverki. Hver í helvítinu vill heyra spurningar?“ spurði Trump. Við það kallaði hann eftir því að tónlistin yrði spiluð á nýjan leik og þannig væri hægt að binda enda á fundinn og bað hann um að lagið YMCA með Village People yrði spilað. Það er lag sem Trump spilar iðulega þegar hann lýkur ræðum sínum en þegar laginu lauk virtist Trump hissa. „Það er enginn að fara. Hvað er að gerast?“ Tónlistin hélt áfram og á meðan stóð Trump áfram á sviðinu og vaggaði sér, í meira en hálftíma, á meðan lög eins og Nothing Compares 2 U, Hallelujah og November Rain voru spiluð. Á meðan á þessu stóð gengu margir af stuðningsmönnum Trumps úr salnum. Að endingu gekk aðstoðarmaður Trumps á sviðið og rétti honum blað. Trump skoðaði blaðið um stund, veifaði út í sal og gekk af sviðinu. Áhugasamir geta horft á kosningafundinn í gær í spilaranum hér að neðan. Hann byrjar þegar Trump lýsti því yfir að hann ætlaði ekki að svara fleiri spurningum. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Harris situr fyrir svörum hjá Fox News á morgun Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrata, hefur samþykkt að veita Fox News viðtal, sem tekið verður á morgun og sýnt um kvöldið. 15. október 2024 07:04 Leggur til að beita hernum gegn andstæðingum sínum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segist mögulega vilja siga þjóðvarðliði ríkisins eða bandaríska hernum, gegn „innri óvinum“. Fólki sem hann lýsti um helgina sem „öfga-, vinstri geðsjúklingum“ en slíka orðræðu hefur hann ítrekað notað um pólitíska andstæðinga sína. 14. október 2024 14:01 Ekki grunaður um að hafa ætlað að drepa Trump Manninum sem var handtekinn á kosningafundi Donalds Trump í Kalíforníu um helgina hefur nú verið sleppt úr haldi gegn tryggingu. 14. október 2024 08:55 Birtu gögn um heilsu Harris og sjúkrasögu hennar Framboð Kamölu Harris birti í dag skýrslu um heilsu varaforsetans og forsetaframbjóðandans þar sem niðurstaðan er sú að hún sé bæði líkamlega og andlega fær um að sinna forsetaembættinu. 12. október 2024 21:23 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Sjá meira
Fundurinn var haldinn í úthverfi Philadelpiu og var Kristi Noem, ríkisstjóri Suður-Dakóta, með Trump á sviði. Eftir að kosningafundurinn hafði staðið yfir í um hálftíma þurfti að gera pásu þegar sjúkraliðar þurftu að hlúa að áhorfenda í salnum. Skömmu síðar þurfti að stöðva fundinn aftur vegna annars atviks í salnum þar sem hlúa þurfti að áhorfenda. Þegar hlúa þurfti að fyrsta áhorendanum lét Trump starfsmenn sína spila lagið Ave Maria og í seinna skiptið bað hann um sama lag en í flutning Luciano Pavarotti. Í frétt New York Times segir að eftir að Noem tilkynnti að búið væri að hlúa að seinni áhorfandanum hafi Trump ætlað að byrja að svara spurningum á nýjan leik en hætt við. „Ekki fleiri spurningar. Við skulum bara hlusta á tónlist. Gerum þetta að tónverki. Hver í helvítinu vill heyra spurningar?“ spurði Trump. Við það kallaði hann eftir því að tónlistin yrði spiluð á nýjan leik og þannig væri hægt að binda enda á fundinn og bað hann um að lagið YMCA með Village People yrði spilað. Það er lag sem Trump spilar iðulega þegar hann lýkur ræðum sínum en þegar laginu lauk virtist Trump hissa. „Það er enginn að fara. Hvað er að gerast?“ Tónlistin hélt áfram og á meðan stóð Trump áfram á sviðinu og vaggaði sér, í meira en hálftíma, á meðan lög eins og Nothing Compares 2 U, Hallelujah og November Rain voru spiluð. Á meðan á þessu stóð gengu margir af stuðningsmönnum Trumps úr salnum. Að endingu gekk aðstoðarmaður Trumps á sviðið og rétti honum blað. Trump skoðaði blaðið um stund, veifaði út í sal og gekk af sviðinu. Áhugasamir geta horft á kosningafundinn í gær í spilaranum hér að neðan. Hann byrjar þegar Trump lýsti því yfir að hann ætlaði ekki að svara fleiri spurningum.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Harris situr fyrir svörum hjá Fox News á morgun Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrata, hefur samþykkt að veita Fox News viðtal, sem tekið verður á morgun og sýnt um kvöldið. 15. október 2024 07:04 Leggur til að beita hernum gegn andstæðingum sínum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segist mögulega vilja siga þjóðvarðliði ríkisins eða bandaríska hernum, gegn „innri óvinum“. Fólki sem hann lýsti um helgina sem „öfga-, vinstri geðsjúklingum“ en slíka orðræðu hefur hann ítrekað notað um pólitíska andstæðinga sína. 14. október 2024 14:01 Ekki grunaður um að hafa ætlað að drepa Trump Manninum sem var handtekinn á kosningafundi Donalds Trump í Kalíforníu um helgina hefur nú verið sleppt úr haldi gegn tryggingu. 14. október 2024 08:55 Birtu gögn um heilsu Harris og sjúkrasögu hennar Framboð Kamölu Harris birti í dag skýrslu um heilsu varaforsetans og forsetaframbjóðandans þar sem niðurstaðan er sú að hún sé bæði líkamlega og andlega fær um að sinna forsetaembættinu. 12. október 2024 21:23 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Sjá meira
Harris situr fyrir svörum hjá Fox News á morgun Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrata, hefur samþykkt að veita Fox News viðtal, sem tekið verður á morgun og sýnt um kvöldið. 15. október 2024 07:04
Leggur til að beita hernum gegn andstæðingum sínum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segist mögulega vilja siga þjóðvarðliði ríkisins eða bandaríska hernum, gegn „innri óvinum“. Fólki sem hann lýsti um helgina sem „öfga-, vinstri geðsjúklingum“ en slíka orðræðu hefur hann ítrekað notað um pólitíska andstæðinga sína. 14. október 2024 14:01
Ekki grunaður um að hafa ætlað að drepa Trump Manninum sem var handtekinn á kosningafundi Donalds Trump í Kalíforníu um helgina hefur nú verið sleppt úr haldi gegn tryggingu. 14. október 2024 08:55
Birtu gögn um heilsu Harris og sjúkrasögu hennar Framboð Kamölu Harris birti í dag skýrslu um heilsu varaforsetans og forsetaframbjóðandans þar sem niðurstaðan er sú að hún sé bæði líkamlega og andlega fær um að sinna forsetaembættinu. 12. október 2024 21:23