Åge bjartsýnn: „Verðum að stöðva Aktürkoglu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. október 2024 15:32 Åge Hareide segir að allir leikmenn íslenska liðsins séu klárir í slaginn í kvöld fyrir utan Jón Dag Þorsteinsson og Stefán Teit Þórðarson sem taka út leikbann. vísir/sigurjón Åge Hareide vonast til að íslenska karlalandsliðið í fótbolta nýti meðbyrinn frá því í seinni hálfleik gegn Wales í leiknum gegn Tyrklandi í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli í kvöld. „Mér líður vel því við enduðum síðasta leik vel. Við spiluðum mjög vel í seinni hálfleik. Ég held að strákarnir séu undirbúnir,“ sagði Åge í samtali við íþróttadeild í gær. Ljóst er að hann þarf að gera tvær breytingar á byrjunarliði Íslands frá leiknum gegn Wales, sem endaði með 2-2 jafntefli, þar sem Stefán Teitur Þórðarson og Jón Dagur Þorsteinsson eru í banni. Breytingar verða þó allavega þrjár því Logi Tómasson, hetjan frá leiknum gegn Wales, verður einnig í byrjunarliðinu. „Logi gerði mjög vel þegar hann kom inn á og hann byrjar. Við sjáum á morgun [í dag] hvaða liði við munum stilla upp. Við erum með leikmenn í hópnum sem geta komið inn og gert vel,“ sagði Åge og bætti við að engin meiðsli hefðu komið upp í íslenska hópnum frá leiknum gegn Wales á föstudaginn. „Við æfðum við frábærar aðstæður í Hafnarfirði og það hefur verið gott. Fyrst var endurheimt eftir erfiðan leik gegn Wales. Drengirnir líta ágætlega út og við hlökkum til leiksins.“ Klippa: Viðtal við Åge Hareide- Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Tyrklandi, 3-1. Kerem Aktürkoglu skoraði öll mörk Tyrkja í leiknum í Izmir. „Við verðum að stöðva hann en það eru margir góðir leikmenn í tyrkneska liðinu,“ sagði Åge. „Við einbeitum okkur að okkar liði en vonandi getum við haldið þeim í skefjum og einnig boðið upp á sóknarfótbolta.“ Horfa má á viðtalið við Åge í spilaranum hér fyrir ofan. Leikur Íslands og Tyrklands hefst klukkan 18:45 og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst hálftíma fyrr. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Landsleikurinn fer fram í kvöld Leikur Íslands og Tyrklands í Þjóðadeildinni fer fram í kvöld. Laugardalsvöllurinn var metinn leikhæfur af dómurum leiksins. 14. október 2024 14:20 Logi fær sviðsljósið á miðlum UEFA Logi Tómasson var maður föstudagskvöldsins og fær væntanlega sæti í byrjunarliði íslenska landsliðsins í leiknum á móti Tyrkjum á Laugardalsvellinum í kvöld. 14. október 2024 11:33 Dómararnir ákveða eftir hádegi hvort Tyrkjaleiknum verði frestað Klukkan 14:00 munu dómarar leiks Íslands og Tyrklands í Þjóðadeildinni meta ástand Laugardalsvallar og hvort hann sé leikhæfur. Í kjölfarið ákveða þeir hvort leikurinn fari fram í kvöld eða verði frestað til morguns. 14. október 2024 10:56 „Við eigum harma að hefna eftir síðasta leik á móti þeim“ Jóhann Berg Guðmundsson er í hefndarhug fyrir heimaleikinn á móti Tyrkjum eftir að það fór ekki nógu vel úti í Tyrklandi á dögunum. 14. október 2024 10:31 Eiður var óviss um Andra: „Hann var lítill og feitlaginn strákur“ Eiður Smári Guðjohnsen segir að sonur sinn, Andri Lucas, sé hreinræktaður framherji sem eigi bjarta framtíð fyrir höndum og sé föðurbetrungur á ákveðnum sviðum. Hann hafi þó ekki verið alveg viss í byrjun um að það yrði atvinnumaður í fótbolta úr honum. 14. október 2024 07:02 Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Man. City - Brighton | Mávarnir garga á lið í leit að sigri Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Fulham - Chelsea | Nágrannaslagur í fyrsta leik undir nýjum stjóra Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Sjá meira
„Mér líður vel því við enduðum síðasta leik vel. Við spiluðum mjög vel í seinni hálfleik. Ég held að strákarnir séu undirbúnir,“ sagði Åge í samtali við íþróttadeild í gær. Ljóst er að hann þarf að gera tvær breytingar á byrjunarliði Íslands frá leiknum gegn Wales, sem endaði með 2-2 jafntefli, þar sem Stefán Teitur Þórðarson og Jón Dagur Þorsteinsson eru í banni. Breytingar verða þó allavega þrjár því Logi Tómasson, hetjan frá leiknum gegn Wales, verður einnig í byrjunarliðinu. „Logi gerði mjög vel þegar hann kom inn á og hann byrjar. Við sjáum á morgun [í dag] hvaða liði við munum stilla upp. Við erum með leikmenn í hópnum sem geta komið inn og gert vel,“ sagði Åge og bætti við að engin meiðsli hefðu komið upp í íslenska hópnum frá leiknum gegn Wales á föstudaginn. „Við æfðum við frábærar aðstæður í Hafnarfirði og það hefur verið gott. Fyrst var endurheimt eftir erfiðan leik gegn Wales. Drengirnir líta ágætlega út og við hlökkum til leiksins.“ Klippa: Viðtal við Åge Hareide- Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Tyrklandi, 3-1. Kerem Aktürkoglu skoraði öll mörk Tyrkja í leiknum í Izmir. „Við verðum að stöðva hann en það eru margir góðir leikmenn í tyrkneska liðinu,“ sagði Åge. „Við einbeitum okkur að okkar liði en vonandi getum við haldið þeim í skefjum og einnig boðið upp á sóknarfótbolta.“ Horfa má á viðtalið við Åge í spilaranum hér fyrir ofan. Leikur Íslands og Tyrklands hefst klukkan 18:45 og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst hálftíma fyrr.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Landsleikurinn fer fram í kvöld Leikur Íslands og Tyrklands í Þjóðadeildinni fer fram í kvöld. Laugardalsvöllurinn var metinn leikhæfur af dómurum leiksins. 14. október 2024 14:20 Logi fær sviðsljósið á miðlum UEFA Logi Tómasson var maður föstudagskvöldsins og fær væntanlega sæti í byrjunarliði íslenska landsliðsins í leiknum á móti Tyrkjum á Laugardalsvellinum í kvöld. 14. október 2024 11:33 Dómararnir ákveða eftir hádegi hvort Tyrkjaleiknum verði frestað Klukkan 14:00 munu dómarar leiks Íslands og Tyrklands í Þjóðadeildinni meta ástand Laugardalsvallar og hvort hann sé leikhæfur. Í kjölfarið ákveða þeir hvort leikurinn fari fram í kvöld eða verði frestað til morguns. 14. október 2024 10:56 „Við eigum harma að hefna eftir síðasta leik á móti þeim“ Jóhann Berg Guðmundsson er í hefndarhug fyrir heimaleikinn á móti Tyrkjum eftir að það fór ekki nógu vel úti í Tyrklandi á dögunum. 14. október 2024 10:31 Eiður var óviss um Andra: „Hann var lítill og feitlaginn strákur“ Eiður Smári Guðjohnsen segir að sonur sinn, Andri Lucas, sé hreinræktaður framherji sem eigi bjarta framtíð fyrir höndum og sé föðurbetrungur á ákveðnum sviðum. Hann hafi þó ekki verið alveg viss í byrjun um að það yrði atvinnumaður í fótbolta úr honum. 14. október 2024 07:02 Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Man. City - Brighton | Mávarnir garga á lið í leit að sigri Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Fulham - Chelsea | Nágrannaslagur í fyrsta leik undir nýjum stjóra Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Sjá meira
Landsleikurinn fer fram í kvöld Leikur Íslands og Tyrklands í Þjóðadeildinni fer fram í kvöld. Laugardalsvöllurinn var metinn leikhæfur af dómurum leiksins. 14. október 2024 14:20
Logi fær sviðsljósið á miðlum UEFA Logi Tómasson var maður föstudagskvöldsins og fær væntanlega sæti í byrjunarliði íslenska landsliðsins í leiknum á móti Tyrkjum á Laugardalsvellinum í kvöld. 14. október 2024 11:33
Dómararnir ákveða eftir hádegi hvort Tyrkjaleiknum verði frestað Klukkan 14:00 munu dómarar leiks Íslands og Tyrklands í Þjóðadeildinni meta ástand Laugardalsvallar og hvort hann sé leikhæfur. Í kjölfarið ákveða þeir hvort leikurinn fari fram í kvöld eða verði frestað til morguns. 14. október 2024 10:56
„Við eigum harma að hefna eftir síðasta leik á móti þeim“ Jóhann Berg Guðmundsson er í hefndarhug fyrir heimaleikinn á móti Tyrkjum eftir að það fór ekki nógu vel úti í Tyrklandi á dögunum. 14. október 2024 10:31
Eiður var óviss um Andra: „Hann var lítill og feitlaginn strákur“ Eiður Smári Guðjohnsen segir að sonur sinn, Andri Lucas, sé hreinræktaður framherji sem eigi bjarta framtíð fyrir höndum og sé föðurbetrungur á ákveðnum sviðum. Hann hafi þó ekki verið alveg viss í byrjun um að það yrði atvinnumaður í fótbolta úr honum. 14. október 2024 07:02