„Við eigum harma að hefna eftir síðasta leik á móti þeim“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2024 10:31 Jóhann Berg Guðmundsson reynir skot í leiknum á móti Wales á föstudagskvöldið. Vísir/Anton Brink Jóhann Berg Guðmundsson er í hefndarhug fyrir heimaleikinn á móti Tyrkjum eftir að það fór ekki nógu vel úti í Tyrklandi á dögunum. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Tyrklandi á Laugardalsvellinum í kvöld í síðasta heimaleik sínum í þessari Þjóðadeild. Síðustu tveir leikirnir verða á útivelli í næsta mánuði. Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska liðsins, ræddi leikinn við Ágúst Orra Arnarson. „Þetta leggst bara mjög vel í mig. Við eigum harma að hefna eftir síðasta leik á móti þeim á útivelli. Við töpuðum þar,“ sagði Jóhann Berg. Tyrkir vann 3-1 úti í Tyrklandi í síðasta mánuði. Hafa átt í erfiðleikum „Tyrkirnir hafa átt í erfiðleikum þegar þeir mæta hingað á Laugardalsvöllinn og vonandi getum við haldið því áfram,“ sagði Jóhann. Íslenska liðið þarf ekki að hafa miklar áhyggjur ef liðið spilar eins og í seinni hálfleiknum á móti Wales á föstudaginn. „Þú vilt alltaf spila þinn besta fótbolta eins og við gerðum í seinni hálfleik á móti Wales. Vonandi getum við tekið það inn í þennan leik og þá erum við í ansi góðum málum,“ sagði Jóhann. Jóhann haltraði af velli í Wales leiknum en er í lagi með hann? Töluvert betri en ég hélt „Já, já. Ég er töluvert betri en ég hélt. Vonandi verður bara allt í standi á morgun [í kvöld],“ sagði Jóhann. Jóhann verður með nýjan mann við hlið sér á miðjunni því Stefán Teitur Þórðarson verður í banni. „Það kemur bara maður í manns stað eins og það hefur alltaf gert í þessu liði. Þetta er hópur og við þurfum alltaf á þessum hóp að halda. Það eru alltaf menn að fara í leikbann eða meiðast. Það eru allir klárir og hver sem spilar þarna á eftir að eiga frábæran leik,“ sagði Jóhann eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Jóhann Berg fyrir Tyrkjaleikinn Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Dagskráin: Fyrstu Bestu mörkin eftir EM, formúla, píla og golf Sport Fleiri fréttir Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Tyrklandi á Laugardalsvellinum í kvöld í síðasta heimaleik sínum í þessari Þjóðadeild. Síðustu tveir leikirnir verða á útivelli í næsta mánuði. Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska liðsins, ræddi leikinn við Ágúst Orra Arnarson. „Þetta leggst bara mjög vel í mig. Við eigum harma að hefna eftir síðasta leik á móti þeim á útivelli. Við töpuðum þar,“ sagði Jóhann Berg. Tyrkir vann 3-1 úti í Tyrklandi í síðasta mánuði. Hafa átt í erfiðleikum „Tyrkirnir hafa átt í erfiðleikum þegar þeir mæta hingað á Laugardalsvöllinn og vonandi getum við haldið því áfram,“ sagði Jóhann. Íslenska liðið þarf ekki að hafa miklar áhyggjur ef liðið spilar eins og í seinni hálfleiknum á móti Wales á föstudaginn. „Þú vilt alltaf spila þinn besta fótbolta eins og við gerðum í seinni hálfleik á móti Wales. Vonandi getum við tekið það inn í þennan leik og þá erum við í ansi góðum málum,“ sagði Jóhann. Jóhann haltraði af velli í Wales leiknum en er í lagi með hann? Töluvert betri en ég hélt „Já, já. Ég er töluvert betri en ég hélt. Vonandi verður bara allt í standi á morgun [í kvöld],“ sagði Jóhann. Jóhann verður með nýjan mann við hlið sér á miðjunni því Stefán Teitur Þórðarson verður í banni. „Það kemur bara maður í manns stað eins og það hefur alltaf gert í þessu liði. Þetta er hópur og við þurfum alltaf á þessum hóp að halda. Það eru alltaf menn að fara í leikbann eða meiðast. Það eru allir klárir og hver sem spilar þarna á eftir að eiga frábæran leik,“ sagði Jóhann eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Jóhann Berg fyrir Tyrkjaleikinn
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Dagskráin: Fyrstu Bestu mörkin eftir EM, formúla, píla og golf Sport Fleiri fréttir Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjá meira