„Annað hvort væri ég ólétt eða að hætta“ Aron Guðmundsson skrifar 10. október 2024 12:33 Ásta Eir lauk ferli sínum með sjálfum Íslandsmeistaratitlinum Vísir/Einar Líkt og greint var frá í upphafi vikunnar hefur Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði nýkrýndra Íslandsmeistara Breiðabliks í fótbolta ákveðið að leggja skóna á hilluna. Ákvörðun Ástu á sér aðdraganda og átti hún hjartnæma stund með liðsfélögum sínum fyrir nokkrum vikum síðan er hún greindi þeim frá ákvörðun sinni. Ferill Ástu Eirar fékk fullkomin endalok um síðastliðna helgi er Breiðablik tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta í kjölfar hreins úrslitaleiks við Val um titilinn í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildarinnar. Degi eftir að titillinn var í höfn birtist myndskeið á samfélagsmiðlum Breiðbliks þar sem Ásta Eir greindi frá þeirri ákvörðun sinni að láta gott heita af knattspyrnuiðkun. Þremur Íslandsmeistaratitlum, þremur bikarmeistaratitlum og mörgum góðum minningum ríkari. Ásta fór að leiða hugann að endalokum ferilsins fyrir nýafstaðið tímabil og eftir því sem leið á það tímabil var það skýrara í hennar huga að nú væri rétti tímapunkturinn til þess að leggja skóna á hilluna. Hún hafði látið fjölskyldu sína vita af þessum vangaveltum og fyrir nokkrum vikum síðan bað hún um fund með þjálfarateymi Breiðbliks og þar leysti hún frá skjóðunni. „Ég sagði þjálfarateyminu frá þessu fyrst fyrir ekki svo löngu síðan. Nokkrum vikum. Sem var dálítið skemmtilegt þegar að ég hugsa til baka. Ég hef verið þannig leikmaður að ég er ekki oft að biðja um fund með þjálfarateyminu. Og það var alveg greinilegt á þeim að þeirra hugsun var að annað hvort væri ég ólétt eða að fara hætta. Þau lásu mig greinilega vel.“ Svo kom að því að segja liðsfélögunum frá þessu. „Svo ákvað ég að segja stelpunum þetta fyrir kannski tveimur til þremur vikum síðan. Það var eiginlega erfiðasti parturinn. Ég var búin að hugsa einhverja ræðu í hausnum á mér og æfa hana svona hundrað sinnum í bílnum á leiðinni á æfingar. Vildi reyna að passa mig að halda andliti en svo féllu tár. Þær grétu með mér og þetta var ótrúlega góð stund að eiga fyrir okkur allar. Þær sýndu mér mjög mikinn stuðning og ég gæti ekki hafa beðið um betri liðsfélaga til að klára þennan feril með. Ég er þeim ótrúlega þakklát.“ Viðtalið við Ástu Eir í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Enn neðar má svo finna hlekk á viðtalið í hlaðvarpsformi. Besta deild kvenna Breiðablik Íslenski boltinn Kópavogur Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Sjá meira
Ferill Ástu Eirar fékk fullkomin endalok um síðastliðna helgi er Breiðablik tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta í kjölfar hreins úrslitaleiks við Val um titilinn í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildarinnar. Degi eftir að titillinn var í höfn birtist myndskeið á samfélagsmiðlum Breiðbliks þar sem Ásta Eir greindi frá þeirri ákvörðun sinni að láta gott heita af knattspyrnuiðkun. Þremur Íslandsmeistaratitlum, þremur bikarmeistaratitlum og mörgum góðum minningum ríkari. Ásta fór að leiða hugann að endalokum ferilsins fyrir nýafstaðið tímabil og eftir því sem leið á það tímabil var það skýrara í hennar huga að nú væri rétti tímapunkturinn til þess að leggja skóna á hilluna. Hún hafði látið fjölskyldu sína vita af þessum vangaveltum og fyrir nokkrum vikum síðan bað hún um fund með þjálfarateymi Breiðbliks og þar leysti hún frá skjóðunni. „Ég sagði þjálfarateyminu frá þessu fyrst fyrir ekki svo löngu síðan. Nokkrum vikum. Sem var dálítið skemmtilegt þegar að ég hugsa til baka. Ég hef verið þannig leikmaður að ég er ekki oft að biðja um fund með þjálfarateyminu. Og það var alveg greinilegt á þeim að þeirra hugsun var að annað hvort væri ég ólétt eða að fara hætta. Þau lásu mig greinilega vel.“ Svo kom að því að segja liðsfélögunum frá þessu. „Svo ákvað ég að segja stelpunum þetta fyrir kannski tveimur til þremur vikum síðan. Það var eiginlega erfiðasti parturinn. Ég var búin að hugsa einhverja ræðu í hausnum á mér og æfa hana svona hundrað sinnum í bílnum á leiðinni á æfingar. Vildi reyna að passa mig að halda andliti en svo féllu tár. Þær grétu með mér og þetta var ótrúlega góð stund að eiga fyrir okkur allar. Þær sýndu mér mjög mikinn stuðning og ég gæti ekki hafa beðið um betri liðsfélaga til að klára þennan feril með. Ég er þeim ótrúlega þakklát.“ Viðtalið við Ástu Eir í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Enn neðar má svo finna hlekk á viðtalið í hlaðvarpsformi.
Besta deild kvenna Breiðablik Íslenski boltinn Kópavogur Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Sjá meira