Fjórtán ára ráðinn til að hefna fyrir morðið á fimmtán ára Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. október 2024 07:43 Fátækt er útbreidd í Marseille. Getty Yfirvöld í Marseille á Frakklandi segja átök glæpahópa um fíkniefnamarkaðinn í borginni vera að ná til afar ungra einstaklinga, sem séu ráðnir af hópunum til að fremja ofbeldisbrot. Nýjasta málið kom upp fyrir helgi en þá var 14 ára drengur ráðinn af fanga til að hefna fyrir morðið á 15 ára pilti sem sami fangi hafði ráðið til að kveikja í útidyrahurð keppninautar. Fanginn setti sig í samband við fimmtán ára drenginn í gegnum netið í síðustu viku og sagðist myndu greiða honum 2.000 evrur fyrir að skjót á og kveikja í dyrum andstæðings síns. Það komst hins vegar upp um táninginn við verknaðinn, sem var stunginn 50 sinnum og kveikt í honum. Nokkrum dögum síðar hafði fanginn samband við fjórtán ára piltinn í gegnum samfélagsmiðla og hét honum 50.000 evrum fyrir að hefna morðsins. Pilturinn tók leigubíl á vettvang en þegar bílstjórinn neitaði að bíða eftir honum, skaut pilturinn hann í höfuðið og flúði. Myrti var 36 ára áhugamaður í knattspyrnu sem var þekktur í Marseille og fannst í leigubifreiðinni skammt frá aðallestarstöð borgarinnar. Hann er ekki talinn hafa haft nein tengsl við undirheima. Það var fanginn sem hafði samband við lögreglu og vísaði þeim á piltinn og virðist í leiðinni hafa bendlað sjálfan sig við verknaðinn. Lögregla rannsakar nú hvað honum gekk til með því. Marseille er næst stærsta borg Frakklands og sú borg landsins þar sem fátækt er einna útbreiddust. Átök um fíkniefnamarkaðinn í borginni hafa verið fyrirferðamikil síðustu ár en Emmanuel Macron Frakklandsforseti hét því fyrr á þessu ári að grípa til aðgerða. Sautján hafa látist í átökum tengdum fíkniefnamarkaðnum í borginni á þessu ári og yfirvöld segja bæði fórnarlömbin og gerendur sífellt verða yngri. Frakkland Fíkniefnabrot Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Sjá meira
Nýjasta málið kom upp fyrir helgi en þá var 14 ára drengur ráðinn af fanga til að hefna fyrir morðið á 15 ára pilti sem sami fangi hafði ráðið til að kveikja í útidyrahurð keppninautar. Fanginn setti sig í samband við fimmtán ára drenginn í gegnum netið í síðustu viku og sagðist myndu greiða honum 2.000 evrur fyrir að skjót á og kveikja í dyrum andstæðings síns. Það komst hins vegar upp um táninginn við verknaðinn, sem var stunginn 50 sinnum og kveikt í honum. Nokkrum dögum síðar hafði fanginn samband við fjórtán ára piltinn í gegnum samfélagsmiðla og hét honum 50.000 evrum fyrir að hefna morðsins. Pilturinn tók leigubíl á vettvang en þegar bílstjórinn neitaði að bíða eftir honum, skaut pilturinn hann í höfuðið og flúði. Myrti var 36 ára áhugamaður í knattspyrnu sem var þekktur í Marseille og fannst í leigubifreiðinni skammt frá aðallestarstöð borgarinnar. Hann er ekki talinn hafa haft nein tengsl við undirheima. Það var fanginn sem hafði samband við lögreglu og vísaði þeim á piltinn og virðist í leiðinni hafa bendlað sjálfan sig við verknaðinn. Lögregla rannsakar nú hvað honum gekk til með því. Marseille er næst stærsta borg Frakklands og sú borg landsins þar sem fátækt er einna útbreiddust. Átök um fíkniefnamarkaðinn í borginni hafa verið fyrirferðamikil síðustu ár en Emmanuel Macron Frakklandsforseti hét því fyrr á þessu ári að grípa til aðgerða. Sautján hafa látist í átökum tengdum fíkniefnamarkaðnum í borginni á þessu ári og yfirvöld segja bæði fórnarlömbin og gerendur sífellt verða yngri.
Frakkland Fíkniefnabrot Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Sjá meira