Vaknar Árbærinn aftur? Valur Páll Eiríksson skrifar 6. október 2024 12:04 Fylkismenn unnu 2-0 sigur í Kórnum fyrr í sumar. Vísir/Diego Fylkir berst fyrir tilverurétti sínum í Bestu deild karla er liðið sækir HK heim í Kórinn seinni partinn í dag. Fylkir vermir botnsæti deildarinnar, líkt og það hefur gert undanfarnar vikur. Liðið hefur ekki fagnað sigri síðan 18. ágúst og aðeins fengið eitt stig úr síðustu fimm leikjum. Sigur Vestra á Fram í gær þýðir að Vestanmenn eru með 25 stig, ásamt KR, í neðstu sætunum fyrir ofan fallsvæðið á meðan Fylkir er með 17 stig á botninum. Fylkir á aðeins þrjá leiki eftir óspilaða, við HK í Kórnum klukkan 17:00 í dag, við KR í Árbæ 20. október og á útivelli við Vestra í lokaumferðinni 26. ágúst. Níu stig eru í pottinum fyrir Árbæinga og átta stig upp í Vestra og KR. Því er ljóst að allir þrír leikirnir þurfa að vinnast og þá þarf Fylkir enn fremur að treysta á að Vestri eða KR tapi öllum sínum leikjum til að eiga möguleika á að komast upp fyrir annað hvort þeirra. Það veitir Fylkismönnum ef til vill einhverja von að síðasti sigur liðsins í deildinni kom einmitt gegn HK í Kórnum. Það var sterkur 2-0 sigur þar sem Árbæingar léku manni færri stóran hluta leiks. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, talaði um það eftir sigurinn í Kórnum að Árbærinn væri vaknaður. Síðan þá hafa frekar verið andvökumerki á þeim appelsínugulu síðan en spurning hvort þeir mæti vel úthvíldir til leiks og geti á ótrúlegan hátt haldið sér uppi í deild þeirra bestu. HK þarf jafn mikið á þremur stigum að halda en þeir rauðklæddu úr Kópavogi eru með 21 stig í efra fallsætinu og þurfa því þrjú stig til að halda í við KR og Vestra. Fylkir og HK mætast klukkan 17:00 í Kórnum og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 BD. Leikurinn er einn fimm leikja sem fara fram í dag en allir verða þeir á Sportrásunum áður en þeir verða gerðir upp í Ísey tilþrifunum beint í kjölfar stórleiks Breiðabliks og Vals í kvöld. Leikir dagsins í Bestu deild karla Efri hluti: 14:00 ÍA - FH (Stöð 2 Sport 5) 17:00 Víkingur - Stjarnan (Stöð 2 Sport) 19:15 Breiðablik - Valur (Stöð 2 Sport) 21:20 Ísey tilþrifin (Stöð 2 Sport) Neðri hluti: 14:00 KA - KR (Stöð 2 Sport) 17:00 HK - Fylkir (Stöð 2 BD) Fylkir HK Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira
Fylkir vermir botnsæti deildarinnar, líkt og það hefur gert undanfarnar vikur. Liðið hefur ekki fagnað sigri síðan 18. ágúst og aðeins fengið eitt stig úr síðustu fimm leikjum. Sigur Vestra á Fram í gær þýðir að Vestanmenn eru með 25 stig, ásamt KR, í neðstu sætunum fyrir ofan fallsvæðið á meðan Fylkir er með 17 stig á botninum. Fylkir á aðeins þrjá leiki eftir óspilaða, við HK í Kórnum klukkan 17:00 í dag, við KR í Árbæ 20. október og á útivelli við Vestra í lokaumferðinni 26. ágúst. Níu stig eru í pottinum fyrir Árbæinga og átta stig upp í Vestra og KR. Því er ljóst að allir þrír leikirnir þurfa að vinnast og þá þarf Fylkir enn fremur að treysta á að Vestri eða KR tapi öllum sínum leikjum til að eiga möguleika á að komast upp fyrir annað hvort þeirra. Það veitir Fylkismönnum ef til vill einhverja von að síðasti sigur liðsins í deildinni kom einmitt gegn HK í Kórnum. Það var sterkur 2-0 sigur þar sem Árbæingar léku manni færri stóran hluta leiks. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, talaði um það eftir sigurinn í Kórnum að Árbærinn væri vaknaður. Síðan þá hafa frekar verið andvökumerki á þeim appelsínugulu síðan en spurning hvort þeir mæti vel úthvíldir til leiks og geti á ótrúlegan hátt haldið sér uppi í deild þeirra bestu. HK þarf jafn mikið á þremur stigum að halda en þeir rauðklæddu úr Kópavogi eru með 21 stig í efra fallsætinu og þurfa því þrjú stig til að halda í við KR og Vestra. Fylkir og HK mætast klukkan 17:00 í Kórnum og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 BD. Leikurinn er einn fimm leikja sem fara fram í dag en allir verða þeir á Sportrásunum áður en þeir verða gerðir upp í Ísey tilþrifunum beint í kjölfar stórleiks Breiðabliks og Vals í kvöld. Leikir dagsins í Bestu deild karla Efri hluti: 14:00 ÍA - FH (Stöð 2 Sport 5) 17:00 Víkingur - Stjarnan (Stöð 2 Sport) 19:15 Breiðablik - Valur (Stöð 2 Sport) 21:20 Ísey tilþrifin (Stöð 2 Sport) Neðri hluti: 14:00 KA - KR (Stöð 2 Sport) 17:00 HK - Fylkir (Stöð 2 BD)
Leikir dagsins í Bestu deild karla Efri hluti: 14:00 ÍA - FH (Stöð 2 Sport 5) 17:00 Víkingur - Stjarnan (Stöð 2 Sport) 19:15 Breiðablik - Valur (Stöð 2 Sport) 21:20 Ísey tilþrifin (Stöð 2 Sport) Neðri hluti: 14:00 KA - KR (Stöð 2 Sport) 17:00 HK - Fylkir (Stöð 2 BD)
Fylkir HK Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira