Sýknaðir af alvarlegustu ákærunum vegna dauða Nichols Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2024 10:07 Ben Crump, lögmaður fjölskyldu Nichols við hlið RowVaughn Wells, móður hans, og Rodney Wells, tengdaföður. AP/George Walker IV Þrír fyrrverandi lögregluþjónar í Memphis í Bandaríkjunum voru sýknaðir af alvarlegustu ákærunum vegna dauða Tyre Nichols. Þeir voru þó sakfelldir fyrir að hafa áhrif á vitni í málinu og einn þeirra var sakfelldur fyrir að brjóta á réttindum Nichols. Réttarhöldin höfðu staðið yfir í um þrjár vikur og tók það kviðdómendur sex klukkustundir að komast að niðurstöðu. Dómsuppkvaðning á að fara fram á næsta ári en mennirnir standa frammi fyrir allt að tuttugu ára fangelsisvist vegna sakfellingarinnar fyrir að hafa áhrif á vitni. Fimm fyrrverandi lögregluþjónar voru ákærðir fyrir að valda dauða Tyre Nichols, sem var 29 ára gamall, eftir að þeir stöðvuðu hann í umferðinni þann 7. janúar í fyrra. Hann átti að hafa brotið umferðarlög en lögregluþjónar drógu hann út úr bílnum. Minnst einn þeirra hélt á byssu og annar skaut Nichols með rafmagnsbyssu. Þá reyndi hann að hlaupa heim til móður sinnar sem bjó í ekki hundrað metra fjarlægð. Nichols var stöðvaður og lögregluþjónarnir kýldu og spörkuðu ítrekað í hann á meðan hann lá í jörðinni og kallaði eftir aðstoð. Í kjölfar þess gerðu lögregluþjónarnir ekkert til að huga að Nichols einn þeirra tók myndir af honum. Hann var ekki fluttur á sjúkrahús fyrr en 27 mínútum eftir að sjúkraflutningamenn bar að garði. Nichols lést þremur dögum síðar á sjúkrahúsi. Mennirnir þrír, og tveir aðrir sem hafa játað sekt sína, standa enn frammi fyrir vægari ákærum, samkvæmt frétt New York Times. Sjá einnig: Lögregluþjónarnir lýsa yfir sakleysi NYT hefur eftir RowVaughn Wells, móður Nichols, að hún og fjölskylda hennar séu ánægð með að mennirnir hafi verið sakfelldir og þeir eigi skilið að fara í fangelsi. Wall Street Journal segir fjölskylduna hafa höfðað mál gegn Memphis og krefst hún 500 milljóna dala. Lögregluþjónarnir fimm tilheyrðu allir sérstöku teymi innan lögreglunnar í Memphis þar sem mikil áhersla var lögð á fjölda handtaka og haldlagninu á fíkniefnum. Réttarhöldin þykja hafa varpað ljósi á ofbeldismenningu innan lögreglunnar í Memphis, þar sem lögregluþjónar hafi hjálpað hvorum öðrum að hylma yfir ofbeldi þeirra. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Réttarhöldin höfðu staðið yfir í um þrjár vikur og tók það kviðdómendur sex klukkustundir að komast að niðurstöðu. Dómsuppkvaðning á að fara fram á næsta ári en mennirnir standa frammi fyrir allt að tuttugu ára fangelsisvist vegna sakfellingarinnar fyrir að hafa áhrif á vitni. Fimm fyrrverandi lögregluþjónar voru ákærðir fyrir að valda dauða Tyre Nichols, sem var 29 ára gamall, eftir að þeir stöðvuðu hann í umferðinni þann 7. janúar í fyrra. Hann átti að hafa brotið umferðarlög en lögregluþjónar drógu hann út úr bílnum. Minnst einn þeirra hélt á byssu og annar skaut Nichols með rafmagnsbyssu. Þá reyndi hann að hlaupa heim til móður sinnar sem bjó í ekki hundrað metra fjarlægð. Nichols var stöðvaður og lögregluþjónarnir kýldu og spörkuðu ítrekað í hann á meðan hann lá í jörðinni og kallaði eftir aðstoð. Í kjölfar þess gerðu lögregluþjónarnir ekkert til að huga að Nichols einn þeirra tók myndir af honum. Hann var ekki fluttur á sjúkrahús fyrr en 27 mínútum eftir að sjúkraflutningamenn bar að garði. Nichols lést þremur dögum síðar á sjúkrahúsi. Mennirnir þrír, og tveir aðrir sem hafa játað sekt sína, standa enn frammi fyrir vægari ákærum, samkvæmt frétt New York Times. Sjá einnig: Lögregluþjónarnir lýsa yfir sakleysi NYT hefur eftir RowVaughn Wells, móður Nichols, að hún og fjölskylda hennar séu ánægð með að mennirnir hafi verið sakfelldir og þeir eigi skilið að fara í fangelsi. Wall Street Journal segir fjölskylduna hafa höfðað mál gegn Memphis og krefst hún 500 milljóna dala. Lögregluþjónarnir fimm tilheyrðu allir sérstöku teymi innan lögreglunnar í Memphis þar sem mikil áhersla var lögð á fjölda handtaka og haldlagninu á fíkniefnum. Réttarhöldin þykja hafa varpað ljósi á ofbeldismenningu innan lögreglunnar í Memphis, þar sem lögregluþjónar hafi hjálpað hvorum öðrum að hylma yfir ofbeldi þeirra.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira