Ungt fólk býr lengst heima í Króatíu en styst í Finnlandi Lovísa Arnardóttir skrifar 1. október 2024 08:17 Ekki eru til sambærilegar tölur um ungt fólk á Íslandi en samkvæmt gögnum frá 2021 bjuggu 43,5 prósent fólks á aldrinum 18 til 29 ára í foreldrahúsum Vísir/Vilhelm Í fyrra var meðalaldur ungs fólks í Evrópu þegar það flutti að heima í 26,3 ára. Það er minna en það var árinu áður þegar meðalaldurinn var 26,4 ára. Hæsti meðalaldurinn er í Króatíu þar sem ungt fólk er að meðaltali 31,8 ára þegar það flytur að heiman. Lægsti meðalaldurinn er í Finnlandi þar sem ungt fólk er að meðaltali 21,4 ára þegar það flytur að heiman. Rétt á eftir Finnlandi eru Svíþjóð og Danmörk þar sem ungt fólk er 21,8 ára þegar það flytur að heima og Eistland þar sem það er 22,8 ára. Meðalaldur er einnig hár í Slóvakíu þar sem ungt fólk er að meðaltali 31 árs, Grikklandi, þar sem þau eru 30,6 ára og á Spáni þar sem þau eru 30,4 ára. Þetta kemur fram í nýjum gögnum hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat. Þar kemur einnig fram að í fyrra hafi 26 prósent ungs fólks, á aldrinum 15 til 29 ára, búið við þröngan húsakost [e. overcrowded housing]. Í samantekt Eurostat segir að hlutfallið meðal ungs fólks sem bjó við þröngan húsakost hafi verið 9,2 prósent hærri en allra íbúa, hlutfall þeirra var 16,8 prósent. Meirihluti ungs fólks í Rúmeníu býr við of þröngan húsakost Hæst var hlutfallið í Rúmeníu þar sem 59,4 prósent ungs fólks býr við of þröngan húsakost, Búlgaríu þar sem hlutfallið er 55,3 prósent og í Lettlandi þar sem hlutfallið er 54,8 prósent. Lægsta hlutfallið er svo í Möltu þar sem það er 3,9 prósent, Kýpur þar sem það var fjögur prósent og Írlandi þar sem það er 4,4 prósent. Þá kemur fram í samantektinni að í öllum löndum Evrópusambandsins hafi hlutfallið verið hærra meðal ungs fólks en meðal allra íbúa. Í 11 löndum var munurinn meira en tíu prósentustig. Mesti munurinn var samkvæmt samantekt Eurostat í Búlgaríu þar sem að meðaltali 20,4 prósent búa við of þröngan húsakost, Rúmeníu þar sem hlutfallið er 19,4 prósent og í Grikklandi þar sem hlutfallið er 18,5 prósent almennt. Minnsti munurinn var á írlandi þar sem munaði 0,5 prósent, Möltu þar sem munaði 1,5 prósent og Kýpur þar sem munurinn er 1,8 prósent. Lengi í foreldrahúsum Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands eru ekki til sambærilega tölur fyrir Ísland. Hagstofan gaf þó út til ársins 2021 tölur um ungt fólk í foreldrahúsum. Þá bjuggu 43,5 prósent fólks á aldrinum 18 til 29 ára í foreldrahúsum. Ef miðað var við yngri hópinn, 18 til 24 ára, var hlutfallið 55 prósent en meðal 25 til 29 ára 22,5 prósent. Í öllum aldurshópum var hlutfallið hærra meðal karla en kvenna. Þá var hlutfallið einnig hærra meðal ungs fólks á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Árið 2021 bjuggu 62,6 prósent ungs fólks á aldrinum 18 til 24 ára höfuðborgarsvæðinu í foreldrahúsum en 45,9 prósent ungs fólks á sama aldursbili á landsbyggðinni. Evrópusambandið Króatía Finnland Svíþjóð Eistland Slóvakía Grikkland Rúmenía Lettland Kýpur Írland Tengdar fréttir „Við vitum ekki neitt og höldum bara áfram að bíða“ Fólk bíður í örvæntingu, íbúðir standa tómar og húsnæðisverð hækkar á meðan beðið er eftir því að afgreiðsla hlutdeildarlána hefjist að nýju að sögn fasteignasala. Fjölskylda sem hefur beðið í næstum hálft ár með undirritaðan kaupsamning kallar eftir svörum og telja sig heppin að hafa húsnæði á meðan. 28. september 2024 21:31 Svekktur en ekki hissa á færri íbúðum í byggingu Forseti ASÍ segir svekkjandi að íbúðauppbygging hafi dregist saman um tæp sautján prósent á síðasta árinu. Það komi hins vegar ekki á óvart miðað við núverandi vaxtaumhverfi og verðbólgu. 24. september 2024 12:10 Fleiri leigi nú af vinum og ættingjum Fasteignamarkaðurinn ber nú merki um aukið jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar samhliða minni áhrifum vegna Grindavíkur, þrátt fyrir að eftirspurn sé enn mikil. Merki eru um að fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu sé enn á valdi seljenda og á leigumarkaði virðast fleiri nú leigja hjá ættingjum eða vinum. 19. september 2024 07:36 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira
Lægsti meðalaldurinn er í Finnlandi þar sem ungt fólk er að meðaltali 21,4 ára þegar það flytur að heiman. Rétt á eftir Finnlandi eru Svíþjóð og Danmörk þar sem ungt fólk er 21,8 ára þegar það flytur að heima og Eistland þar sem það er 22,8 ára. Meðalaldur er einnig hár í Slóvakíu þar sem ungt fólk er að meðaltali 31 árs, Grikklandi, þar sem þau eru 30,6 ára og á Spáni þar sem þau eru 30,4 ára. Þetta kemur fram í nýjum gögnum hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat. Þar kemur einnig fram að í fyrra hafi 26 prósent ungs fólks, á aldrinum 15 til 29 ára, búið við þröngan húsakost [e. overcrowded housing]. Í samantekt Eurostat segir að hlutfallið meðal ungs fólks sem bjó við þröngan húsakost hafi verið 9,2 prósent hærri en allra íbúa, hlutfall þeirra var 16,8 prósent. Meirihluti ungs fólks í Rúmeníu býr við of þröngan húsakost Hæst var hlutfallið í Rúmeníu þar sem 59,4 prósent ungs fólks býr við of þröngan húsakost, Búlgaríu þar sem hlutfallið er 55,3 prósent og í Lettlandi þar sem hlutfallið er 54,8 prósent. Lægsta hlutfallið er svo í Möltu þar sem það er 3,9 prósent, Kýpur þar sem það var fjögur prósent og Írlandi þar sem það er 4,4 prósent. Þá kemur fram í samantektinni að í öllum löndum Evrópusambandsins hafi hlutfallið verið hærra meðal ungs fólks en meðal allra íbúa. Í 11 löndum var munurinn meira en tíu prósentustig. Mesti munurinn var samkvæmt samantekt Eurostat í Búlgaríu þar sem að meðaltali 20,4 prósent búa við of þröngan húsakost, Rúmeníu þar sem hlutfallið er 19,4 prósent og í Grikklandi þar sem hlutfallið er 18,5 prósent almennt. Minnsti munurinn var á írlandi þar sem munaði 0,5 prósent, Möltu þar sem munaði 1,5 prósent og Kýpur þar sem munurinn er 1,8 prósent. Lengi í foreldrahúsum Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands eru ekki til sambærilega tölur fyrir Ísland. Hagstofan gaf þó út til ársins 2021 tölur um ungt fólk í foreldrahúsum. Þá bjuggu 43,5 prósent fólks á aldrinum 18 til 29 ára í foreldrahúsum. Ef miðað var við yngri hópinn, 18 til 24 ára, var hlutfallið 55 prósent en meðal 25 til 29 ára 22,5 prósent. Í öllum aldurshópum var hlutfallið hærra meðal karla en kvenna. Þá var hlutfallið einnig hærra meðal ungs fólks á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Árið 2021 bjuggu 62,6 prósent ungs fólks á aldrinum 18 til 24 ára höfuðborgarsvæðinu í foreldrahúsum en 45,9 prósent ungs fólks á sama aldursbili á landsbyggðinni.
Evrópusambandið Króatía Finnland Svíþjóð Eistland Slóvakía Grikkland Rúmenía Lettland Kýpur Írland Tengdar fréttir „Við vitum ekki neitt og höldum bara áfram að bíða“ Fólk bíður í örvæntingu, íbúðir standa tómar og húsnæðisverð hækkar á meðan beðið er eftir því að afgreiðsla hlutdeildarlána hefjist að nýju að sögn fasteignasala. Fjölskylda sem hefur beðið í næstum hálft ár með undirritaðan kaupsamning kallar eftir svörum og telja sig heppin að hafa húsnæði á meðan. 28. september 2024 21:31 Svekktur en ekki hissa á færri íbúðum í byggingu Forseti ASÍ segir svekkjandi að íbúðauppbygging hafi dregist saman um tæp sautján prósent á síðasta árinu. Það komi hins vegar ekki á óvart miðað við núverandi vaxtaumhverfi og verðbólgu. 24. september 2024 12:10 Fleiri leigi nú af vinum og ættingjum Fasteignamarkaðurinn ber nú merki um aukið jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar samhliða minni áhrifum vegna Grindavíkur, þrátt fyrir að eftirspurn sé enn mikil. Merki eru um að fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu sé enn á valdi seljenda og á leigumarkaði virðast fleiri nú leigja hjá ættingjum eða vinum. 19. september 2024 07:36 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira
„Við vitum ekki neitt og höldum bara áfram að bíða“ Fólk bíður í örvæntingu, íbúðir standa tómar og húsnæðisverð hækkar á meðan beðið er eftir því að afgreiðsla hlutdeildarlána hefjist að nýju að sögn fasteignasala. Fjölskylda sem hefur beðið í næstum hálft ár með undirritaðan kaupsamning kallar eftir svörum og telja sig heppin að hafa húsnæði á meðan. 28. september 2024 21:31
Svekktur en ekki hissa á færri íbúðum í byggingu Forseti ASÍ segir svekkjandi að íbúðauppbygging hafi dregist saman um tæp sautján prósent á síðasta árinu. Það komi hins vegar ekki á óvart miðað við núverandi vaxtaumhverfi og verðbólgu. 24. september 2024 12:10
Fleiri leigi nú af vinum og ættingjum Fasteignamarkaðurinn ber nú merki um aukið jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar samhliða minni áhrifum vegna Grindavíkur, þrátt fyrir að eftirspurn sé enn mikil. Merki eru um að fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu sé enn á valdi seljenda og á leigumarkaði virðast fleiri nú leigja hjá ættingjum eða vinum. 19. september 2024 07:36