Orbán ber til baka ummæli ráðgjafa um uppgjöf fyrir Rússum Kjartan Kjartansson skrifar 27. september 2024 22:24 Ungverjar myndu verjast innrás Rússa eftir allt saman ef marka má yfirlýsingar Viktors Orbán, forsætisráðherra landsins. Ráðgjafi hans gaf annað til kynna í vikunni. AP/Luca Bruno Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, ítrekaði í dag að landið myndi alltaf verja sig fyrir árásum annarra ríkja eftir að einn nánasti ráðgjafi hans kom sér í klandur með því að segja að Ungverjar hefðu ekki tekið til varna ef Rússar hefðu ráðist inn í landið. Ummæli ráðgjafans, sem féllu í hlaðvarpsþætti sem birtist á miðvikudag, ollu töluverðu uppnámi í Ungverjalandi, Balázs Orbán, sem er ekki skyldur Orbán forsætisráðherra, sagði þar að það hefði verið „ábyrgðarlaust“ af forseta Úkraínu að verja land sitt með hervaldi þegar Rússar gerðu innrás árið 2022. Ungverjar hefðu lært það af uppreisninni gegn hersetuliði Sovétríkjanna árið 1956 að fara ætti með „dýrmæt ungversk líf“ af varkárkni frekar en að „fórna þeim“ í varnir. Margir tóku ummælunum óstinnt upp þar sem með þeim virtist ráðgjafinn gefa til kynna að það það hefðu verið mistök af ungverskum uppreisnarmönnum að streitast gegn hernámi Sovétmanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Rauði herinn drap um þrjú þúsund óbreytta borgara og lagði stóran hluta Búdapestar í rúst þegar hann barði uppreisnina niður. Péter Magyar, leiðtogi ungversku stjórnarandstöðunnar, sakaði ráðgjafann um að svívirða minningu uppreisnarfólksins og krafðist þess að hann segði af sér. Bálazs Orbán er einn nánasti ráðgjafi Orbán forsætisráðherra. Þrátt fyrir eftirnafnið eru þeir ekki tengdir fjölskylduböndum.AP/Michel Euler Telja stríðið tilgangslaust Viktor Orbán reyndi að gera sem minnst úr ummælum ráðgjafa síns í dag. Lýsti hann þeim sem óljósum og það hefðu verið mistök af ráðgjafanum í þessu samhengi. Fullyrti forsætisráðherrann að Ungverjalandi hefði „alltaf varið sig, það mun verja sig í dag og það mun halda áfram að verja sig í framtíðinni með öllum tiltækum ráðum.“ Stjórn Orbán hefur reynt að hindra, tefja og draga úr efnahagslegri og hernaðarlegri aðstoð Evrópusambandsins við Úkraínu og refsiaðgerðum gegn Rússlandi vegna innrásarinnar. Ráðgjafi forsætisráðherrans sagði í samfélagsmiðlafærslu í gær að ungverska ríkisstjórnin sæi „engan tilgang“ í stríðinu í Úkraínu og fullyrti að hundrað þúsundir manna hefði látið lífið þar „til einskis“. Eftir að Rússar gerðu allsherjarinnrás í Úkraínu í febrúar 2022 hafa þeir hernumið um fimmtung landsins. Þeir héldu síðar málamynda atkvæðagreiðslur í hernumdum héruðum til þess að réttlæta innlimum þeirra. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur sagt að Úkraína eigi sér ekki tilverurétt sem fullvalda ríki. Ungverjaland Rússland Sovétríkin Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Sjá meira
Ummæli ráðgjafans, sem féllu í hlaðvarpsþætti sem birtist á miðvikudag, ollu töluverðu uppnámi í Ungverjalandi, Balázs Orbán, sem er ekki skyldur Orbán forsætisráðherra, sagði þar að það hefði verið „ábyrgðarlaust“ af forseta Úkraínu að verja land sitt með hervaldi þegar Rússar gerðu innrás árið 2022. Ungverjar hefðu lært það af uppreisninni gegn hersetuliði Sovétríkjanna árið 1956 að fara ætti með „dýrmæt ungversk líf“ af varkárkni frekar en að „fórna þeim“ í varnir. Margir tóku ummælunum óstinnt upp þar sem með þeim virtist ráðgjafinn gefa til kynna að það það hefðu verið mistök af ungverskum uppreisnarmönnum að streitast gegn hernámi Sovétmanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Rauði herinn drap um þrjú þúsund óbreytta borgara og lagði stóran hluta Búdapestar í rúst þegar hann barði uppreisnina niður. Péter Magyar, leiðtogi ungversku stjórnarandstöðunnar, sakaði ráðgjafann um að svívirða minningu uppreisnarfólksins og krafðist þess að hann segði af sér. Bálazs Orbán er einn nánasti ráðgjafi Orbán forsætisráðherra. Þrátt fyrir eftirnafnið eru þeir ekki tengdir fjölskylduböndum.AP/Michel Euler Telja stríðið tilgangslaust Viktor Orbán reyndi að gera sem minnst úr ummælum ráðgjafa síns í dag. Lýsti hann þeim sem óljósum og það hefðu verið mistök af ráðgjafanum í þessu samhengi. Fullyrti forsætisráðherrann að Ungverjalandi hefði „alltaf varið sig, það mun verja sig í dag og það mun halda áfram að verja sig í framtíðinni með öllum tiltækum ráðum.“ Stjórn Orbán hefur reynt að hindra, tefja og draga úr efnahagslegri og hernaðarlegri aðstoð Evrópusambandsins við Úkraínu og refsiaðgerðum gegn Rússlandi vegna innrásarinnar. Ráðgjafi forsætisráðherrans sagði í samfélagsmiðlafærslu í gær að ungverska ríkisstjórnin sæi „engan tilgang“ í stríðinu í Úkraínu og fullyrti að hundrað þúsundir manna hefði látið lífið þar „til einskis“. Eftir að Rússar gerðu allsherjarinnrás í Úkraínu í febrúar 2022 hafa þeir hernumið um fimmtung landsins. Þeir héldu síðar málamynda atkvæðagreiðslur í hernumdum héruðum til þess að réttlæta innlimum þeirra. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur sagt að Úkraína eigi sér ekki tilverurétt sem fullvalda ríki.
Ungverjaland Rússland Sovétríkin Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Sjá meira