Orbán ber til baka ummæli ráðgjafa um uppgjöf fyrir Rússum Kjartan Kjartansson skrifar 27. september 2024 22:24 Ungverjar myndu verjast innrás Rússa eftir allt saman ef marka má yfirlýsingar Viktors Orbán, forsætisráðherra landsins. Ráðgjafi hans gaf annað til kynna í vikunni. AP/Luca Bruno Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, ítrekaði í dag að landið myndi alltaf verja sig fyrir árásum annarra ríkja eftir að einn nánasti ráðgjafi hans kom sér í klandur með því að segja að Ungverjar hefðu ekki tekið til varna ef Rússar hefðu ráðist inn í landið. Ummæli ráðgjafans, sem féllu í hlaðvarpsþætti sem birtist á miðvikudag, ollu töluverðu uppnámi í Ungverjalandi, Balázs Orbán, sem er ekki skyldur Orbán forsætisráðherra, sagði þar að það hefði verið „ábyrgðarlaust“ af forseta Úkraínu að verja land sitt með hervaldi þegar Rússar gerðu innrás árið 2022. Ungverjar hefðu lært það af uppreisninni gegn hersetuliði Sovétríkjanna árið 1956 að fara ætti með „dýrmæt ungversk líf“ af varkárkni frekar en að „fórna þeim“ í varnir. Margir tóku ummælunum óstinnt upp þar sem með þeim virtist ráðgjafinn gefa til kynna að það það hefðu verið mistök af ungverskum uppreisnarmönnum að streitast gegn hernámi Sovétmanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Rauði herinn drap um þrjú þúsund óbreytta borgara og lagði stóran hluta Búdapestar í rúst þegar hann barði uppreisnina niður. Péter Magyar, leiðtogi ungversku stjórnarandstöðunnar, sakaði ráðgjafann um að svívirða minningu uppreisnarfólksins og krafðist þess að hann segði af sér. Bálazs Orbán er einn nánasti ráðgjafi Orbán forsætisráðherra. Þrátt fyrir eftirnafnið eru þeir ekki tengdir fjölskylduböndum.AP/Michel Euler Telja stríðið tilgangslaust Viktor Orbán reyndi að gera sem minnst úr ummælum ráðgjafa síns í dag. Lýsti hann þeim sem óljósum og það hefðu verið mistök af ráðgjafanum í þessu samhengi. Fullyrti forsætisráðherrann að Ungverjalandi hefði „alltaf varið sig, það mun verja sig í dag og það mun halda áfram að verja sig í framtíðinni með öllum tiltækum ráðum.“ Stjórn Orbán hefur reynt að hindra, tefja og draga úr efnahagslegri og hernaðarlegri aðstoð Evrópusambandsins við Úkraínu og refsiaðgerðum gegn Rússlandi vegna innrásarinnar. Ráðgjafi forsætisráðherrans sagði í samfélagsmiðlafærslu í gær að ungverska ríkisstjórnin sæi „engan tilgang“ í stríðinu í Úkraínu og fullyrti að hundrað þúsundir manna hefði látið lífið þar „til einskis“. Eftir að Rússar gerðu allsherjarinnrás í Úkraínu í febrúar 2022 hafa þeir hernumið um fimmtung landsins. Þeir héldu síðar málamynda atkvæðagreiðslur í hernumdum héruðum til þess að réttlæta innlimum þeirra. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur sagt að Úkraína eigi sér ekki tilverurétt sem fullvalda ríki. Ungverjaland Rússland Sovétríkin Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Ummæli ráðgjafans, sem féllu í hlaðvarpsþætti sem birtist á miðvikudag, ollu töluverðu uppnámi í Ungverjalandi, Balázs Orbán, sem er ekki skyldur Orbán forsætisráðherra, sagði þar að það hefði verið „ábyrgðarlaust“ af forseta Úkraínu að verja land sitt með hervaldi þegar Rússar gerðu innrás árið 2022. Ungverjar hefðu lært það af uppreisninni gegn hersetuliði Sovétríkjanna árið 1956 að fara ætti með „dýrmæt ungversk líf“ af varkárkni frekar en að „fórna þeim“ í varnir. Margir tóku ummælunum óstinnt upp þar sem með þeim virtist ráðgjafinn gefa til kynna að það það hefðu verið mistök af ungverskum uppreisnarmönnum að streitast gegn hernámi Sovétmanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Rauði herinn drap um þrjú þúsund óbreytta borgara og lagði stóran hluta Búdapestar í rúst þegar hann barði uppreisnina niður. Péter Magyar, leiðtogi ungversku stjórnarandstöðunnar, sakaði ráðgjafann um að svívirða minningu uppreisnarfólksins og krafðist þess að hann segði af sér. Bálazs Orbán er einn nánasti ráðgjafi Orbán forsætisráðherra. Þrátt fyrir eftirnafnið eru þeir ekki tengdir fjölskylduböndum.AP/Michel Euler Telja stríðið tilgangslaust Viktor Orbán reyndi að gera sem minnst úr ummælum ráðgjafa síns í dag. Lýsti hann þeim sem óljósum og það hefðu verið mistök af ráðgjafanum í þessu samhengi. Fullyrti forsætisráðherrann að Ungverjalandi hefði „alltaf varið sig, það mun verja sig í dag og það mun halda áfram að verja sig í framtíðinni með öllum tiltækum ráðum.“ Stjórn Orbán hefur reynt að hindra, tefja og draga úr efnahagslegri og hernaðarlegri aðstoð Evrópusambandsins við Úkraínu og refsiaðgerðum gegn Rússlandi vegna innrásarinnar. Ráðgjafi forsætisráðherrans sagði í samfélagsmiðlafærslu í gær að ungverska ríkisstjórnin sæi „engan tilgang“ í stríðinu í Úkraínu og fullyrti að hundrað þúsundir manna hefði látið lífið þar „til einskis“. Eftir að Rússar gerðu allsherjarinnrás í Úkraínu í febrúar 2022 hafa þeir hernumið um fimmtung landsins. Þeir héldu síðar málamynda atkvæðagreiðslur í hernumdum héruðum til þess að réttlæta innlimum þeirra. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur sagt að Úkraína eigi sér ekki tilverurétt sem fullvalda ríki.
Ungverjaland Rússland Sovétríkin Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira