Sjö hundruð liggja í valnum eftir vikuna Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2024 13:02 Björgunarsveitarmenn að störfum eftir loftárás Ísraela í Beirút. AP/Bilal Hussein Nærri því sjö hundruð manns hafa fallið í árásum Ísraela á Líbanon í þessari viku, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Líbanon. Ísraelar hafa gert umfangsmiklar árásir á landið og segja þær beinast gegn hryðjuverkasamtökunum Hezbollah, hergögnum þeirra og leiðtogum. AP fréttaveitan hefur eftir hjálparsamtökum og frá því í að Hezbollah-liðar byrjuðu að skjóta eldflaugum að norðanverðu Ísrael í kjölfar árása Ísraela á Gasaströndina, hafi rúmlega tvö hundruð þúsund manns þurft að flýja heimili sín í Líbanon. Yfirvöld í Líbanon segja að 1.540 manns hafi fallið í árásum Ísraela á þessum tíma. Allt að sjötíu þúsund Ísraelar hafa þurft að flýja heimili sín í norðanverðu landinu, vegna árása Hezbollah. Ráðamenn í Ísrael hafa sagt að þeir vilji reka vígamenn Hezbollah frá sunnanverðu Líbanon til að stöðva þessar árásir. Þeir hafa jafnvel gefið til kynna að innrás sé í vændum. Sjá einnig: Loftárásum ætlað að undirbúa mögulega innrás Spennan á landamærum Ísraels og Líbanon hefur þó verið gífurlega mikil undanfarna daga og eldflaugar, drónar og sprengjur flogið í miklu magni þar yfir, í báðar áttir. Árásir Ísraela hafa verið sérstaklega umfangsmiklar. Óttast sömu örlög og Gasa Fólk í Líbanon óttast að þau muni hljóta sömu örlög og íbúar Gasastrandarinnar. Það er að segja að árásirnar muni valda gífurlegri eyðileggingu og miklu mannfalli meðal óbreytta borgara. Ísraelar hafa sent íbúum tiltekinna svæða í Líbanon skilaboð um að flýja í aðdraganda árása og að halda sig frá stöðum þar sem vopn Hezbollah eru geymd. Flestir íbúa Líbanon hafa þó enga hugmynd um hvar þeir staðir eru. Háttsettir embættismenn og ráðamenn í Ísrael hafa hótað árásum af slíku umfangi, hætti Hezbollah-liðar ekki að skjóta eldflaugum að Ísrael. Sjá einnig: Segir tortímingu eða uppgjöf Hezbollah einu lausnin Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, sagði í morgun að ríkisstjórn hans myndi halda áfram að ræða mögulegt vopnahlé á komandi dögum en utanríkisráðherra hans hafnaði vopnahléi alfarið í gær og að aðrir embættismenn hafi tekið undir það. Þeirra á meðal var Netanjahús sjálfur. Í frétt Reuters er haft eftir forsætisráðherranum að ísraelskir erindrekar hafi rætt við erindreka frá Bandaríkjunum um tillögur að vopnahléi og að hann kunni að meta viðleitni Bandaríkjamanna til að koma á friði. Í yfirlýsingu frá Netanjahú vísaði hann ekkert til áðurnefndra ummæla utanríkisráðherrans. Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hryðjuverkastarfsemi Hernaður Tengdar fréttir Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum Erindrekar frá Íran hafa komið að viðræðum milli yfirvalda í Rússlandi og Húta í Jemen, sem vilja fá háþróaðar eldflaugar frá Rússum til að sökkva skipum á Rauðahafi. Hútar hafa gert ítrekaðar árásir á skip á svæðinu og óttast er að umræddar eldflaugar gætu aukið getu þeirra til muna. 25. september 2024 10:15 Sakar Hezbollah um að leiða Líbanon „að hyldýpinu“ Ísraelsher hélt árásum sínum á skotmörk í suðurhluta Líbanon áfram í nótt og í morgun en 569 eru sagðir hafa látið lífið í aðgerðunum hingað til, þar á meðal 50 börn. 25. september 2024 06:40 Enn einn leiðtogi Hezbollah felldur Forsvarsmenn ísraelska hersins segjast ætla að halda árásunum sínum gegn Hezbollah í Líbanon áfram og að meiri kraftur verði settur í þær. Yfirvöld í Líbanon segja 558 hafa fallið í árásum Ísraela á undanförnum tveimur dögum. 24. september 2024 13:27 Hafa séð Hezbollah fyrir símboðum í tvö ár Ísraelar hafa selt meðlimum Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna símboða sem þeir framleiddu sjálfir gegnum skúffufélög frá árinu 2022. Þegar leiðtogi samtakanna fordæmdi notkun snjallsíma fyrr á þessu ári var framleiðslan aukin til muna og þúsundir símboða voru seldir til Líbanon. 19. september 2024 15:03 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
AP fréttaveitan hefur eftir hjálparsamtökum og frá því í að Hezbollah-liðar byrjuðu að skjóta eldflaugum að norðanverðu Ísrael í kjölfar árása Ísraela á Gasaströndina, hafi rúmlega tvö hundruð þúsund manns þurft að flýja heimili sín í Líbanon. Yfirvöld í Líbanon segja að 1.540 manns hafi fallið í árásum Ísraela á þessum tíma. Allt að sjötíu þúsund Ísraelar hafa þurft að flýja heimili sín í norðanverðu landinu, vegna árása Hezbollah. Ráðamenn í Ísrael hafa sagt að þeir vilji reka vígamenn Hezbollah frá sunnanverðu Líbanon til að stöðva þessar árásir. Þeir hafa jafnvel gefið til kynna að innrás sé í vændum. Sjá einnig: Loftárásum ætlað að undirbúa mögulega innrás Spennan á landamærum Ísraels og Líbanon hefur þó verið gífurlega mikil undanfarna daga og eldflaugar, drónar og sprengjur flogið í miklu magni þar yfir, í báðar áttir. Árásir Ísraela hafa verið sérstaklega umfangsmiklar. Óttast sömu örlög og Gasa Fólk í Líbanon óttast að þau muni hljóta sömu örlög og íbúar Gasastrandarinnar. Það er að segja að árásirnar muni valda gífurlegri eyðileggingu og miklu mannfalli meðal óbreytta borgara. Ísraelar hafa sent íbúum tiltekinna svæða í Líbanon skilaboð um að flýja í aðdraganda árása og að halda sig frá stöðum þar sem vopn Hezbollah eru geymd. Flestir íbúa Líbanon hafa þó enga hugmynd um hvar þeir staðir eru. Háttsettir embættismenn og ráðamenn í Ísrael hafa hótað árásum af slíku umfangi, hætti Hezbollah-liðar ekki að skjóta eldflaugum að Ísrael. Sjá einnig: Segir tortímingu eða uppgjöf Hezbollah einu lausnin Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, sagði í morgun að ríkisstjórn hans myndi halda áfram að ræða mögulegt vopnahlé á komandi dögum en utanríkisráðherra hans hafnaði vopnahléi alfarið í gær og að aðrir embættismenn hafi tekið undir það. Þeirra á meðal var Netanjahús sjálfur. Í frétt Reuters er haft eftir forsætisráðherranum að ísraelskir erindrekar hafi rætt við erindreka frá Bandaríkjunum um tillögur að vopnahléi og að hann kunni að meta viðleitni Bandaríkjamanna til að koma á friði. Í yfirlýsingu frá Netanjahú vísaði hann ekkert til áðurnefndra ummæla utanríkisráðherrans.
Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hryðjuverkastarfsemi Hernaður Tengdar fréttir Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum Erindrekar frá Íran hafa komið að viðræðum milli yfirvalda í Rússlandi og Húta í Jemen, sem vilja fá háþróaðar eldflaugar frá Rússum til að sökkva skipum á Rauðahafi. Hútar hafa gert ítrekaðar árásir á skip á svæðinu og óttast er að umræddar eldflaugar gætu aukið getu þeirra til muna. 25. september 2024 10:15 Sakar Hezbollah um að leiða Líbanon „að hyldýpinu“ Ísraelsher hélt árásum sínum á skotmörk í suðurhluta Líbanon áfram í nótt og í morgun en 569 eru sagðir hafa látið lífið í aðgerðunum hingað til, þar á meðal 50 börn. 25. september 2024 06:40 Enn einn leiðtogi Hezbollah felldur Forsvarsmenn ísraelska hersins segjast ætla að halda árásunum sínum gegn Hezbollah í Líbanon áfram og að meiri kraftur verði settur í þær. Yfirvöld í Líbanon segja 558 hafa fallið í árásum Ísraela á undanförnum tveimur dögum. 24. september 2024 13:27 Hafa séð Hezbollah fyrir símboðum í tvö ár Ísraelar hafa selt meðlimum Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna símboða sem þeir framleiddu sjálfir gegnum skúffufélög frá árinu 2022. Þegar leiðtogi samtakanna fordæmdi notkun snjallsíma fyrr á þessu ári var framleiðslan aukin til muna og þúsundir símboða voru seldir til Líbanon. 19. september 2024 15:03 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum Erindrekar frá Íran hafa komið að viðræðum milli yfirvalda í Rússlandi og Húta í Jemen, sem vilja fá háþróaðar eldflaugar frá Rússum til að sökkva skipum á Rauðahafi. Hútar hafa gert ítrekaðar árásir á skip á svæðinu og óttast er að umræddar eldflaugar gætu aukið getu þeirra til muna. 25. september 2024 10:15
Sakar Hezbollah um að leiða Líbanon „að hyldýpinu“ Ísraelsher hélt árásum sínum á skotmörk í suðurhluta Líbanon áfram í nótt og í morgun en 569 eru sagðir hafa látið lífið í aðgerðunum hingað til, þar á meðal 50 börn. 25. september 2024 06:40
Enn einn leiðtogi Hezbollah felldur Forsvarsmenn ísraelska hersins segjast ætla að halda árásunum sínum gegn Hezbollah í Líbanon áfram og að meiri kraftur verði settur í þær. Yfirvöld í Líbanon segja 558 hafa fallið í árásum Ísraela á undanförnum tveimur dögum. 24. september 2024 13:27
Hafa séð Hezbollah fyrir símboðum í tvö ár Ísraelar hafa selt meðlimum Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna símboða sem þeir framleiddu sjálfir gegnum skúffufélög frá árinu 2022. Þegar leiðtogi samtakanna fordæmdi notkun snjallsíma fyrr á þessu ári var framleiðslan aukin til muna og þúsundir símboða voru seldir til Líbanon. 19. september 2024 15:03