Efast um dugnað og hugarfar Rashford Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. september 2024 15:47 Marcus Rashford er vinsælt skotmark þessa dagana. getty/Robbie Jay Barratt Jimmy Floyd Hasselbaink, sem var í þjálfarateymi enska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að fótboltinn sé ekki forgangsatriði hjá Marcus Rashford, framherja Manchester United. Rashford átti afar erfitt uppdráttar á síðasta tímabili og var ekki valinn í EM-hóp Englands. Hann hefur hins vegar litið aðeins betur út í byrjun þessa tímabils og er kominn með þrjú mörk fyrir United. Hasselbaink er hrifinn af Rashford sem leikmanni en setur spurningarmerki við hugarfar hans. „Þegar þú horfir á Marcus Rashford og líkamstjáningu hans - og ég er ekki að segja að þetta sé satt - þá lítur út fyrir að fótboltinn sé ekki í forgangi hjá honum,“ sagði Hasselbaink. „Vitum við að hann getur spilað fótbolta? Klárlega. Þegar hann er á vinstri og upp á sitt besta er hann virkilega, virkilega góður leikmaður. Þegar hann var uppi á sitt besta hljóp hann svo mikið og stakk sér inn fyrir varnir andstæðinganna. Hann var svo duglegur að hlaupa á varnarmennina. Þannig er hann upp á sitt besta en ég sé það ekki lengur.“ Hasselbaink segir að Rashford sé ekki nógu harður af sér og viljugur til að spila þótt hann glími við einhver meiðsli. „Fyrir leikmann eins og Rashford, þegar einn þinn stærsti eiginleiki er hraðinn, verðurðu að þjást. Þú verður að vera tilbúinn til að leggja jafn hart að þér með og án boltans og það þýðir að standa af sér smá sársauka því það krefst mikils af þér að gera þetta í hverjum einasta leik. Mér finnst hann ekki jafn tilbúinn að gera það og áður,“ sagði Hasselbaink sem segir að það sé undir Rashford sjálfum komið að ná því besta fram hjá sjálfum sér. Það komi ekki bara frá knattspyrnustjóranum Erik ten Hag. „Það er ekki bara á ábyrgð Ten Hags að Rashford bæti sig. Leikmaðurinn verður að þrá það. Það er engin spurning að Marcus Rashford hefur hæfileikana. Þetta er eitthvað andlegt. Hann sjálfur verður að bæta sig.“ Rashford og félagar hans í United taka á móti Tottenham í 6. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn. Enski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjá meira
Rashford átti afar erfitt uppdráttar á síðasta tímabili og var ekki valinn í EM-hóp Englands. Hann hefur hins vegar litið aðeins betur út í byrjun þessa tímabils og er kominn með þrjú mörk fyrir United. Hasselbaink er hrifinn af Rashford sem leikmanni en setur spurningarmerki við hugarfar hans. „Þegar þú horfir á Marcus Rashford og líkamstjáningu hans - og ég er ekki að segja að þetta sé satt - þá lítur út fyrir að fótboltinn sé ekki í forgangi hjá honum,“ sagði Hasselbaink. „Vitum við að hann getur spilað fótbolta? Klárlega. Þegar hann er á vinstri og upp á sitt besta er hann virkilega, virkilega góður leikmaður. Þegar hann var uppi á sitt besta hljóp hann svo mikið og stakk sér inn fyrir varnir andstæðinganna. Hann var svo duglegur að hlaupa á varnarmennina. Þannig er hann upp á sitt besta en ég sé það ekki lengur.“ Hasselbaink segir að Rashford sé ekki nógu harður af sér og viljugur til að spila þótt hann glími við einhver meiðsli. „Fyrir leikmann eins og Rashford, þegar einn þinn stærsti eiginleiki er hraðinn, verðurðu að þjást. Þú verður að vera tilbúinn til að leggja jafn hart að þér með og án boltans og það þýðir að standa af sér smá sársauka því það krefst mikils af þér að gera þetta í hverjum einasta leik. Mér finnst hann ekki jafn tilbúinn að gera það og áður,“ sagði Hasselbaink sem segir að það sé undir Rashford sjálfum komið að ná því besta fram hjá sjálfum sér. Það komi ekki bara frá knattspyrnustjóranum Erik ten Hag. „Það er ekki bara á ábyrgð Ten Hags að Rashford bæti sig. Leikmaðurinn verður að þrá það. Það er engin spurning að Marcus Rashford hefur hæfileikana. Þetta er eitthvað andlegt. Hann sjálfur verður að bæta sig.“ Rashford og félagar hans í United taka á móti Tottenham í 6. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn.
Enski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn