Sakar Hezbollah um að leiða Líbanon „að hyldýpinu“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. september 2024 06:40 Blaðamenn safnast saman við byggingu sem varð fyrir árás Ísraelsmanna í einu af úthverfum Beirút. AP/Hassan Ammar Ísraelsher hélt árásum sínum á skotmörk í suðurhluta Líbanon áfram í nótt og í morgun en 569 eru sagðir hafa látið lífið í aðgerðunum hingað til, þar á meðal 50 börn. Herinn segir árásirnar beinast gegn Hezbollah-samtökunum, sem hafa svarað með eldflaugaskotum inn í Ísrael. Ísraelsmönnum virðist hins vegar ganga vel að verjast og var ein flaug skotin niður yfir Tel Aviv. Um 500 þúsund manns eru sagðir hafa yfirgefið heimili sín í suðurhluta Líbanon frá því að árásir Ísraelsmanna hófust um helgina. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur heitið því að halda aðgerðum áfram og ásakað leiðtoga Hezbollah, Hassan Nasrallah, um að leiða Líbanon „að hyldýpinu“. Ísraelsmenn segja árásunum ætlað að þvinga forsvarsmenn Hezbollah til að samþykkja diplómatíska lausn og láta af árásum á Ísrael. Íbúar fara í gegnum rústirnar.AP/Hassan Ammar Varnarmálaráðherrann Yoav Gallant sagði Hezbollah þegar hafa mátt þola þung högg en nokkrir leiðtoga samtakanna hafa verið drepnir. Daniel Hagari, talsmaður hersins, sagði á blaðamannafundi að Ísraelsmenn vildu að aðgerðirnar stæðu eins stutt og mögulegt væri en menn væru undir það búnir að þær myndu taka tíma. Á yfirborðinu stendur deilan um það hvort íbúum í norðurhluta Ísrael sé hætt að snúa heim á ný. Stjórnvöld í Ísrael segja árásirnar munu standa þar til að það sé tryggt en talsmenn Hezbollah segjast ekki munu sýna þeim grið. AFP hefur greint frá því að utanríkisráðherra Líbanon, Abdallah Bou Habib, hafi harmað að ræða Joe Biden Bandaríkjaforseta á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hafi ekki veirð nógu afdráttarlaus. „Við höldum enn í vonina. Bandaríkin eru eina ríkið sem getur skipt sköpum í Mið-Austurlöndum og í tengslum við Líbanon,“ sagði hann. Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Bandaríkin Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Herinn segir árásirnar beinast gegn Hezbollah-samtökunum, sem hafa svarað með eldflaugaskotum inn í Ísrael. Ísraelsmönnum virðist hins vegar ganga vel að verjast og var ein flaug skotin niður yfir Tel Aviv. Um 500 þúsund manns eru sagðir hafa yfirgefið heimili sín í suðurhluta Líbanon frá því að árásir Ísraelsmanna hófust um helgina. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur heitið því að halda aðgerðum áfram og ásakað leiðtoga Hezbollah, Hassan Nasrallah, um að leiða Líbanon „að hyldýpinu“. Ísraelsmenn segja árásunum ætlað að þvinga forsvarsmenn Hezbollah til að samþykkja diplómatíska lausn og láta af árásum á Ísrael. Íbúar fara í gegnum rústirnar.AP/Hassan Ammar Varnarmálaráðherrann Yoav Gallant sagði Hezbollah þegar hafa mátt þola þung högg en nokkrir leiðtoga samtakanna hafa verið drepnir. Daniel Hagari, talsmaður hersins, sagði á blaðamannafundi að Ísraelsmenn vildu að aðgerðirnar stæðu eins stutt og mögulegt væri en menn væru undir það búnir að þær myndu taka tíma. Á yfirborðinu stendur deilan um það hvort íbúum í norðurhluta Ísrael sé hætt að snúa heim á ný. Stjórnvöld í Ísrael segja árásirnar munu standa þar til að það sé tryggt en talsmenn Hezbollah segjast ekki munu sýna þeim grið. AFP hefur greint frá því að utanríkisráðherra Líbanon, Abdallah Bou Habib, hafi harmað að ræða Joe Biden Bandaríkjaforseta á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hafi ekki veirð nógu afdráttarlaus. „Við höldum enn í vonina. Bandaríkin eru eina ríkið sem getur skipt sköpum í Mið-Austurlöndum og í tengslum við Líbanon,“ sagði hann.
Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Bandaríkin Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira