Hafa ekki heyrt frá Hearts: „Kom mér jafn mikið á óvart og þér“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. september 2024 20:45 Arnar Gunnlaugsson er orðaður við starf Hearts en Víkingar hafa ekki heyrt frá skoska félaginu. Vísir/Hulda Margrét Forráðamenn hjá Víkingi heyrðu fyrst af mögulegum áhuga Hearts í Skotlandi á starfskröftum þjálfarans Arnars Gunnlaugssonar á vefmiðlum í kvöld. Félagið hefur, í það minnsta ekki ennþá, haft samband við Víking vegna Skagamannsins. Veðbankar í Bretlandi segja 25 prósent líkur á því að Arnar verði næsti þjálfari Hearts sem er í stjóraleit eftir að Steven Naismith var látinn taka poka sinn. Hearts, sem er frá Edinborg, er stórt félag í Skotlandi og gjarnan á meðal þeirra sem keppa um að vera það þriðja besta í landinu á eftir yfirburðaliðunum Celtic og Rangers frá Glasgow. Liðið lenti í þriðja sæti í skosku deildinni í fyrra en hefur aðeins fengið eitt stig úr fyrstu sex leikjum sínum á yfirstandandi leiktíð. Arnar hefur enga tengingu við félagið og vakti því athygli að hann skildi vera ofarlega á lista veðbanka, sem bendir til þess að Edinborgarar séu með hann á lista yfir mögulega arftaka Naismith. Hearts hefur hins vegar ekki haft samband við Víking, í það minnsta ekki ennþá, samkvæmt formanni knattspyrnudeildar félagsins. „Nei, við höfum ekkert heyrt frá þeim. Ég frétti þetta á vefmiðlunum eins og aðrir í kvöld. Þetta kom mér jafn mikið á óvart og þér,“ segir Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar í samtali við íþróttadeild í kvöld. „Við vitum það að hann er á listum út um allt. Hans starfskraftar eru eðlilega eftirsóttir vegna þess árangurs sem hann hefur náð í Víkinni undanfarin ár,“ segir Heimir enn fremur. Talið er tímaspursmál hvenær Arnar fer erlendis að þjálfa en hann átti í viðræðum við sænska úrvalsdeildarfélagið Norrköping síðasta vetur. Þeim viðræðum var slitið og hélt hann kyrru fyrir í Fossvoginum. Arnar þekkir lítillega til í Skotlandi en hann lék með Dundee United fyrri hluta vetrar leiktíðina 2002 til 2003. Í mars 2003 samdi hann við KR ásamt bróður sínum Bjarka og hefur verið á Íslandi síðan. Víkingur Reykjavík Skoski boltinn Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Veðbankar í Bretlandi segja 25 prósent líkur á því að Arnar verði næsti þjálfari Hearts sem er í stjóraleit eftir að Steven Naismith var látinn taka poka sinn. Hearts, sem er frá Edinborg, er stórt félag í Skotlandi og gjarnan á meðal þeirra sem keppa um að vera það þriðja besta í landinu á eftir yfirburðaliðunum Celtic og Rangers frá Glasgow. Liðið lenti í þriðja sæti í skosku deildinni í fyrra en hefur aðeins fengið eitt stig úr fyrstu sex leikjum sínum á yfirstandandi leiktíð. Arnar hefur enga tengingu við félagið og vakti því athygli að hann skildi vera ofarlega á lista veðbanka, sem bendir til þess að Edinborgarar séu með hann á lista yfir mögulega arftaka Naismith. Hearts hefur hins vegar ekki haft samband við Víking, í það minnsta ekki ennþá, samkvæmt formanni knattspyrnudeildar félagsins. „Nei, við höfum ekkert heyrt frá þeim. Ég frétti þetta á vefmiðlunum eins og aðrir í kvöld. Þetta kom mér jafn mikið á óvart og þér,“ segir Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar í samtali við íþróttadeild í kvöld. „Við vitum það að hann er á listum út um allt. Hans starfskraftar eru eðlilega eftirsóttir vegna þess árangurs sem hann hefur náð í Víkinni undanfarin ár,“ segir Heimir enn fremur. Talið er tímaspursmál hvenær Arnar fer erlendis að þjálfa en hann átti í viðræðum við sænska úrvalsdeildarfélagið Norrköping síðasta vetur. Þeim viðræðum var slitið og hélt hann kyrru fyrir í Fossvoginum. Arnar þekkir lítillega til í Skotlandi en hann lék með Dundee United fyrri hluta vetrar leiktíðina 2002 til 2003. Í mars 2003 samdi hann við KR ásamt bróður sínum Bjarka og hefur verið á Íslandi síðan.
Víkingur Reykjavík Skoski boltinn Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann