Hvers vegna að fella ísbirni? Bjarki Sigurðsson skrifar 20. september 2024 22:31 Þorvaldur Þór Björnsson er hamskeri hjá Náttúrufræðistofnun. Vísir/Vilhelm Ísbjörninn sem kom á land á Hornströndum í gær var birna, líklegast tveggja eða þriggja vetra. Birnan var ekki í góðum holdum þegar hún kom hingað á land. Líklega hafði aðeins reynt á fituforðann síðustu daga. Kona á níræðisaldri í sumarhúsi tilkynnti lögreglu um birnuna sem var felld nokkrum tímum síðar. Koma ísbjarna á íslenska grundu vekur ávallt mikla athygli. Húnninn í gær kom upp á land við Höfðaströnd á Hornströndum. Fyrir það kom síðast hingað stálpuð birna sumarið 2016 og þar á undan björn árið 2011. Bæði dýr voru felld. Lítill björn sem gekk á land janúar 2010 á Þistilfirði var einnig felldur. Tvö dýr komu svo á land 2008 með einungis tveggja vikna millibili. Fyrri björninn var felldur í byrjun júní. Sú ákvörðun þótti afar umdeild og þegar annar björn kom á land tveimur vikum síðar var ákveðið að reyna að svæfa hann og flytja hann úr landi. Novator, félag Björgólfs Thors, bauðst til þess að greiða fyrir flutninginn og hingað til lands kom danskur sérfræðingur með ísbjarnabúr. Sá þurfti að komast í þrjátíu metra fjarlægð frá birninum til að svæfa hann en á leið sinni nær truflaðist björninn og stefndi í átt að hafi. Því var ákveðið að fella hann líka. Eftir þetta hefur ekki verið reynt að svæfa björn en í skýrslu sem starfshópur skilaði af sér eftir málin tvö segir að vænlegasti kosturinn fyrir íslensku þjóðina sé að fella dýrin. En hvers vegna er verið að fella dýrin? „Þó við myndum svæfa það, sem þarf að gerast við alveg sérstök skilyrði því ef þú skýtur deyfilyfi í dýr sem er stressað, þá virkar kannski ekki sprautan og ef hún virkar og það ofhitnar, þá drepst dýrið úr hitakrampa. En við getum hvergi komið því fyrir. Danir neita að taka við því fyrir hönd Grænlendinga, eða hafa milligöngu með það,“ segir Þorvaldur Þór Björnsson, hamskeri hjá Náttúrufræðistofnun. Hræið er nú hjá Hafrannsóknarstofnun.Vísir/Vilhelm „Það var haft samband við grænlenskan dýralækni núna og hann sagði nei. Þeir vildu ekki fá það. Ef við erum með það og gefum því að borða í einhvern tíma, þá verður það mannvant. Ef við myndum sleppa dýrinu í Grænlandi myndi það fara beint inn í þorp. Hann myndi finna það.“ Birnirnir ættu erfitt með að lifa af hér á landi. „Ég hef hitt útlendinga og talað við marga. Ég tek símann úr sambandi yfir nóttina því það er hringt í mig endalaust og sagt hvað ég er vondur maður þó ég komi þannig ekki að þessu. En ég hef sagt við menn sem ég hef hitt á Hornströndum að birnir gætu lifað hér á landi ef við fengjum nóg af túristum,“ segir Þorvaldur kíminn. Hvítabirnir Dýr Hornstrandir Ísafjarðarbær Grænland Danmörk Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Áhyggjuefni hversu mörg börn hafa stöðu sakbornings í ofbeldismálum POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Sjá meira
Koma ísbjarna á íslenska grundu vekur ávallt mikla athygli. Húnninn í gær kom upp á land við Höfðaströnd á Hornströndum. Fyrir það kom síðast hingað stálpuð birna sumarið 2016 og þar á undan björn árið 2011. Bæði dýr voru felld. Lítill björn sem gekk á land janúar 2010 á Þistilfirði var einnig felldur. Tvö dýr komu svo á land 2008 með einungis tveggja vikna millibili. Fyrri björninn var felldur í byrjun júní. Sú ákvörðun þótti afar umdeild og þegar annar björn kom á land tveimur vikum síðar var ákveðið að reyna að svæfa hann og flytja hann úr landi. Novator, félag Björgólfs Thors, bauðst til þess að greiða fyrir flutninginn og hingað til lands kom danskur sérfræðingur með ísbjarnabúr. Sá þurfti að komast í þrjátíu metra fjarlægð frá birninum til að svæfa hann en á leið sinni nær truflaðist björninn og stefndi í átt að hafi. Því var ákveðið að fella hann líka. Eftir þetta hefur ekki verið reynt að svæfa björn en í skýrslu sem starfshópur skilaði af sér eftir málin tvö segir að vænlegasti kosturinn fyrir íslensku þjóðina sé að fella dýrin. En hvers vegna er verið að fella dýrin? „Þó við myndum svæfa það, sem þarf að gerast við alveg sérstök skilyrði því ef þú skýtur deyfilyfi í dýr sem er stressað, þá virkar kannski ekki sprautan og ef hún virkar og það ofhitnar, þá drepst dýrið úr hitakrampa. En við getum hvergi komið því fyrir. Danir neita að taka við því fyrir hönd Grænlendinga, eða hafa milligöngu með það,“ segir Þorvaldur Þór Björnsson, hamskeri hjá Náttúrufræðistofnun. Hræið er nú hjá Hafrannsóknarstofnun.Vísir/Vilhelm „Það var haft samband við grænlenskan dýralækni núna og hann sagði nei. Þeir vildu ekki fá það. Ef við erum með það og gefum því að borða í einhvern tíma, þá verður það mannvant. Ef við myndum sleppa dýrinu í Grænlandi myndi það fara beint inn í þorp. Hann myndi finna það.“ Birnirnir ættu erfitt með að lifa af hér á landi. „Ég hef hitt útlendinga og talað við marga. Ég tek símann úr sambandi yfir nóttina því það er hringt í mig endalaust og sagt hvað ég er vondur maður þó ég komi þannig ekki að þessu. En ég hef sagt við menn sem ég hef hitt á Hornströndum að birnir gætu lifað hér á landi ef við fengjum nóg af túristum,“ segir Þorvaldur kíminn.
Hvítabirnir Dýr Hornstrandir Ísafjarðarbær Grænland Danmörk Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Áhyggjuefni hversu mörg börn hafa stöðu sakbornings í ofbeldismálum POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Sjá meira