„Það er ódýrast og best og fljótlegast að kála þessum dýrum“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. september 2024 10:44 Jón segir fjármögnun ætti að vera auðvelda, það sem skorti sé vilji og áhugi. „Ég hef vakið athygli á þessu eiginlega í hvert einasta skipti sem þetta kemur upp, það er að segja að bjarndýr þvælist hingað. Sem gerist endrum og sinnum, öðru hvoru, og hefur gerst í gegnum söguna.“ Þetta segir Jón Gnarr, listamaður og fyrrverandi borgarstjóri og forsetaframbjóðandi, sem er áhugasamur um að leitað verði annarra leiða til að taka á móti bjarndýrum hér á landi en með því að skjóta þau. „Þetta eru merkilegar skepnur,“ sagði Jón í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgun. „Þetta eru tignarleg dýr og þetta er stærsta bjarnartegundin og þetta er stærsta landdýrið á norðurhveli jarðar. Og ég hef talað fyrir því og bent á það að þetta er dýr sem er skilgreint í „viðkvæmri stöðu“, sem er næsta stig við að vera í útrýmingarhættu.“ Jón segir ógnina felast í breytingum á náttúrulegum heimkynnum ísbjarnarins, aðallega vegna hlýnunar. Hann kallar eftir því að menn „hittist og ræði“ hvort hægt sé að grípa til annarra úrræða en að skjóta dýrin. Sjálfur hefur hann varpað fram hugmynd á Facebook um „The Icelandic Polar Bear Project“; stórt og afgirt svæði, til að mynda við Drangjökul, þangað sem dýrin yrðu flutt og gefið gott líf. „The Icelandic Polar Bear Project fengi vafalaust mikla umfjöllun í erlendum fjölmiðlum og myndi laða að fjölda gesta. Á Ísafirði mætti reisa Setur um hvítabirni. Ég er viss um að þetta yrði atvinnuskapandi og jákvæð lyftistöng,“ segir Jón í færslunni. Þá bætir hann við í annarri færslu að það sé rangt að hvítabjörnin sé ekki í útrýmingarhættu. „Hann telst til viðkvæmra tegunda sem er næsta stig við útrýmingarhættu, Viðkvæmar tegundir eru þær tegundir sem eru líklegar til að lenda í hættu á útdauða ef aðstæður breytast ekki. Viðkvæm tegund er flokkur í flokkunarkerfi Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna IUCN.“ Jón bendir meðal annars á að ekki sé skortur á landrými á Íslandi. „Ég hef alveg séð, þó að margir hjá lögreglunni og forsvarsmenn sem eru í því að fella þessi dýr segi að það sé ómögulegt, að það sé algjörlega ómögulegt að ná svona dýrum lifandi, þá veit ég að það er ekki rétt. Vegna þess að ég hef horft á það mikið af náttúrulífsþáttum þar sem fólk keyrir um á Land Rover Defender og skýtur fíla með pílum í rassinn og þeir sofna. Og það er verið að skoða tannskemmdir hjá þeim og svona. Þú veist, ég veit alveg að þetta er hægt,“ segir Jón. „Það þarf bara ákveðinn útbúnað og þjálfun til að gera þetta.“ Jón segir hvítabjörnin njóta vaxandi velvildar í heiminum og fólki sé umhugað um örlög hans. Hann sé enda orðin táknmynd fyrir bráðnun jökla. Þannig ætti ekki að verða stórt vandamál að fjármagna verkefni af þessu tagi, til að mynda með alþjóðlegum fjárframlögum frá sjóðum og einstaklingum. Íslendingar hafi fyrri reynslu af því að halda villtum dýrum, til að mynda Keikó. „Í þessu felast tækifæri til atvinnusköpunar, í tengslum við ferðamennsku og rannsókna til dæmis.“ Jón, sem lofaði ísbirni í Húsdýragarðinn fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2010, segir fyrst og fremst skorta vilja og áhuga. „Það er ódýrast og best og fljótlegast að kála þessum dýrum. Það kostar minnst. Og hitt er vesen sem krefst úfærslu og lausna. Og ég held að það væri alveg hægt að gera það. Ef næsti hvítabjörn sem kemur til landsins, ef hann væri fangaður, fluttur til dæmis í eitthvert gerði, til dæmis með rafmagnsgirðingu eða einhvers konar girðingu sem dýrið gæti ekki komist út úr, alveg örugglega, og við myndum lýsa því yfir alþjóðlega að við værum hætt að drepa þessi blessuðu dýr þegar þau koma hingað, taka frekar á móti þeim...“ Jón segir vitað að „heimaríkin“ vilji ekki taka við dýrunum en hér væri hægt að nefna dýrið, til dæmis Laufeyju ef það væri kvenkyns, og vekja þannig athygli. Hann bendir á dæmi, hvítabjörnin Knút, sem fæddist í dýragarðinum í Berlín árið 2006 og naut mikilla vinsælda áður en hann drapst 2011. Það sé hins vegar grunnt á fordómum og ótta í garð villtra dýra og nefnir „hysteríu“ gagnvart geitungum og kóngulóm. „Það þarf einhverja sérútbúna menn hérna með einhverja eiturkúta og við lokum börnin okkar inni og skjálfum af ótta þegar við sjáum kónguló hangandi utan á húsinu okkar. Þetta er svo mikil della. Og fjölmiðlar því miður ala oft á þessu. Eins og það sé einhver raunverulega ástæða til að vera skelfingu lostinn, sem er í undantekingatilvikum.“ Hvítabirnir Dýr Dýraheilbrigði Dýragarðar Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Þetta segir Jón Gnarr, listamaður og fyrrverandi borgarstjóri og forsetaframbjóðandi, sem er áhugasamur um að leitað verði annarra leiða til að taka á móti bjarndýrum hér á landi en með því að skjóta þau. „Þetta eru merkilegar skepnur,“ sagði Jón í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgun. „Þetta eru tignarleg dýr og þetta er stærsta bjarnartegundin og þetta er stærsta landdýrið á norðurhveli jarðar. Og ég hef talað fyrir því og bent á það að þetta er dýr sem er skilgreint í „viðkvæmri stöðu“, sem er næsta stig við að vera í útrýmingarhættu.“ Jón segir ógnina felast í breytingum á náttúrulegum heimkynnum ísbjarnarins, aðallega vegna hlýnunar. Hann kallar eftir því að menn „hittist og ræði“ hvort hægt sé að grípa til annarra úrræða en að skjóta dýrin. Sjálfur hefur hann varpað fram hugmynd á Facebook um „The Icelandic Polar Bear Project“; stórt og afgirt svæði, til að mynda við Drangjökul, þangað sem dýrin yrðu flutt og gefið gott líf. „The Icelandic Polar Bear Project fengi vafalaust mikla umfjöllun í erlendum fjölmiðlum og myndi laða að fjölda gesta. Á Ísafirði mætti reisa Setur um hvítabirni. Ég er viss um að þetta yrði atvinnuskapandi og jákvæð lyftistöng,“ segir Jón í færslunni. Þá bætir hann við í annarri færslu að það sé rangt að hvítabjörnin sé ekki í útrýmingarhættu. „Hann telst til viðkvæmra tegunda sem er næsta stig við útrýmingarhættu, Viðkvæmar tegundir eru þær tegundir sem eru líklegar til að lenda í hættu á útdauða ef aðstæður breytast ekki. Viðkvæm tegund er flokkur í flokkunarkerfi Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna IUCN.“ Jón bendir meðal annars á að ekki sé skortur á landrými á Íslandi. „Ég hef alveg séð, þó að margir hjá lögreglunni og forsvarsmenn sem eru í því að fella þessi dýr segi að það sé ómögulegt, að það sé algjörlega ómögulegt að ná svona dýrum lifandi, þá veit ég að það er ekki rétt. Vegna þess að ég hef horft á það mikið af náttúrulífsþáttum þar sem fólk keyrir um á Land Rover Defender og skýtur fíla með pílum í rassinn og þeir sofna. Og það er verið að skoða tannskemmdir hjá þeim og svona. Þú veist, ég veit alveg að þetta er hægt,“ segir Jón. „Það þarf bara ákveðinn útbúnað og þjálfun til að gera þetta.“ Jón segir hvítabjörnin njóta vaxandi velvildar í heiminum og fólki sé umhugað um örlög hans. Hann sé enda orðin táknmynd fyrir bráðnun jökla. Þannig ætti ekki að verða stórt vandamál að fjármagna verkefni af þessu tagi, til að mynda með alþjóðlegum fjárframlögum frá sjóðum og einstaklingum. Íslendingar hafi fyrri reynslu af því að halda villtum dýrum, til að mynda Keikó. „Í þessu felast tækifæri til atvinnusköpunar, í tengslum við ferðamennsku og rannsókna til dæmis.“ Jón, sem lofaði ísbirni í Húsdýragarðinn fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2010, segir fyrst og fremst skorta vilja og áhuga. „Það er ódýrast og best og fljótlegast að kála þessum dýrum. Það kostar minnst. Og hitt er vesen sem krefst úfærslu og lausna. Og ég held að það væri alveg hægt að gera það. Ef næsti hvítabjörn sem kemur til landsins, ef hann væri fangaður, fluttur til dæmis í eitthvert gerði, til dæmis með rafmagnsgirðingu eða einhvers konar girðingu sem dýrið gæti ekki komist út úr, alveg örugglega, og við myndum lýsa því yfir alþjóðlega að við værum hætt að drepa þessi blessuðu dýr þegar þau koma hingað, taka frekar á móti þeim...“ Jón segir vitað að „heimaríkin“ vilji ekki taka við dýrunum en hér væri hægt að nefna dýrið, til dæmis Laufeyju ef það væri kvenkyns, og vekja þannig athygli. Hann bendir á dæmi, hvítabjörnin Knút, sem fæddist í dýragarðinum í Berlín árið 2006 og naut mikilla vinsælda áður en hann drapst 2011. Það sé hins vegar grunnt á fordómum og ótta í garð villtra dýra og nefnir „hysteríu“ gagnvart geitungum og kóngulóm. „Það þarf einhverja sérútbúna menn hérna með einhverja eiturkúta og við lokum börnin okkar inni og skjálfum af ótta þegar við sjáum kónguló hangandi utan á húsinu okkar. Þetta er svo mikil della. Og fjölmiðlar því miður ala oft á þessu. Eins og það sé einhver raunverulega ástæða til að vera skelfingu lostinn, sem er í undantekingatilvikum.“
Hvítabirnir Dýr Dýraheilbrigði Dýragarðar Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira