Íslendingum ekki boðið á sjónvarpsumræðu um öryggi á Norðurlöndum Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2024 08:02 Frá sjónvarpsfundinum sem sýnt var frá á ríkisreknum sjónvarpsstöðvum Skandinavíu. Skjáskot/Dr.dk Ríkisreknar sjónvarpsstöðvar Norðurlanda, að RÚV undanskildu, héldu í síðustu viku sérstakan sjónvarpsviðburð sem sýndur var á öllum stöðvunum. Þátturinn bar titilinn „Svar Norðurlanda við stríði Pútíns“ og sátu utanríkisráðherrar landanna fyrir svörum, auk sérfræðinga og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Þátturinn, sem var sýndur þann 12. september, var upprunalega skipulagður af starfsmönnum danska ríkisútvarpsins (DR) en að honum komu einnig starfsmenn NRK í Noregi, SVT í Svíþjóð og YLE í Finnlandi. Ríkisútvarpi og utanríkisráðherra Íslands var ekki boðið að taka þátt. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra, hefur látið mikið til sín taka þegar kemur að innrás Rússa í Úkraínu. Þátturinn fjallaði um öryggismál á Norðurlöndum og stuðning ríkjanna fjögurra við Úkraínumenn. Á vef DR segir að markmiðið með umræðunni hafi meðal annars verið að svara spurningum um það hvort Norðurlönd væru örugg og var þess vegna haldinn þessi sameiginlega norræna umræða. Áhugasamir geta horft á þáttinn hér á vef DR. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Metta-Line Thorup, aðalritstjóri menningarumræðna hjá danska ríkisútvarpinu, DR, að þátttaka Íslands hefði verið til umræðu innan hópsins sem skipulagði umræðuna. „Málefni öryggis hefur orðið jafnvel enn erfiðara að takmarka við landamæri ríkja, og þá sérstaklega eftir að Norðurlöndin [Svíþjóð og Finnland] gengu í NATO. Þess vegna, hafði DR og „Debatten“ samband við systur-ritstjórnir okkar í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi, sem við höfum unnið með að þessu sameiginlega norræna verkefni „Svar Norðurlanda við stríði Pútíns". Í því samhengi var þátttaka Íslands auðvitað til umræðu.“ Hins vegar hefði verið ákveðið að leggja sérstaka áherslu á öryggisástandið við Eystrasalt og breyttar aðstæður þar vegna innrásarinnar í Úkraínu og inngöngu Svíþjóðar og Finnlands í Atlantshafsbandalagið. „Allar hliðar öryggis í Evrópu og á norðurslóðum eru mikilvægt umræðuefni þessa dagana og ég er viss um að áframhaldandi umræðu muni Ísland vera með, eins og svo oft áður,“ sagði Metta-Line Thorup. Norðurslóðir Danmörk Noregur Svíþjóð Finnland Innrás Rússa í Úkraínu NATO Hernaður Vladimír Pútín Rússland Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Öryggis- og varnarmál Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Sjá meira
Þátturinn, sem var sýndur þann 12. september, var upprunalega skipulagður af starfsmönnum danska ríkisútvarpsins (DR) en að honum komu einnig starfsmenn NRK í Noregi, SVT í Svíþjóð og YLE í Finnlandi. Ríkisútvarpi og utanríkisráðherra Íslands var ekki boðið að taka þátt. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra, hefur látið mikið til sín taka þegar kemur að innrás Rússa í Úkraínu. Þátturinn fjallaði um öryggismál á Norðurlöndum og stuðning ríkjanna fjögurra við Úkraínumenn. Á vef DR segir að markmiðið með umræðunni hafi meðal annars verið að svara spurningum um það hvort Norðurlönd væru örugg og var þess vegna haldinn þessi sameiginlega norræna umræða. Áhugasamir geta horft á þáttinn hér á vef DR. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Metta-Line Thorup, aðalritstjóri menningarumræðna hjá danska ríkisútvarpinu, DR, að þátttaka Íslands hefði verið til umræðu innan hópsins sem skipulagði umræðuna. „Málefni öryggis hefur orðið jafnvel enn erfiðara að takmarka við landamæri ríkja, og þá sérstaklega eftir að Norðurlöndin [Svíþjóð og Finnland] gengu í NATO. Þess vegna, hafði DR og „Debatten“ samband við systur-ritstjórnir okkar í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi, sem við höfum unnið með að þessu sameiginlega norræna verkefni „Svar Norðurlanda við stríði Pútíns". Í því samhengi var þátttaka Íslands auðvitað til umræðu.“ Hins vegar hefði verið ákveðið að leggja sérstaka áherslu á öryggisástandið við Eystrasalt og breyttar aðstæður þar vegna innrásarinnar í Úkraínu og inngöngu Svíþjóðar og Finnlands í Atlantshafsbandalagið. „Allar hliðar öryggis í Evrópu og á norðurslóðum eru mikilvægt umræðuefni þessa dagana og ég er viss um að áframhaldandi umræðu muni Ísland vera með, eins og svo oft áður,“ sagði Metta-Line Thorup.
Norðurslóðir Danmörk Noregur Svíþjóð Finnland Innrás Rússa í Úkraínu NATO Hernaður Vladimír Pútín Rússland Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Öryggis- og varnarmál Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Sjá meira