Willum Þór og félagar lögðu Hollywood-lið Wrexham Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. september 2024 21:26 Willum Þór í leik kvöldsins. Birmingham City Birmingham City vann Wrexham 3-1 í ensku C-deild karla í knattspyrnu. Bæði lið eru í eigu Bandaríkjamanna og voru uppi hugmyndir um að spila hann þar frekar en í Englandi. Hann fór á endanum fram í Birmingham og var Willum Þór Willumsson í byrjunarliði heimamanna. Hvað varðar eigendur liðanna þá var Tom Brady, leikstjórnandinn fyrrverandi, í stúkunni sem og góðvini sínum David Beckham en sá á ekkert í hvorugu liðinu. Þá var Rob McElhenney, annar af Hollywood-eigendum Wrexham einnig á vellinum. Tomoki Iwata has his first goal since signing from Celtic to double Birmingham's advantage! 🔥 pic.twitter.com/mqBQ8Qntwv— Sky Sports Football (@SkyFootball) September 16, 2024 Það voru gestirnir frá Wales sem hófu leikinn af krafti en Jack Marriott skoraði strax á þriðju mínútu. Eftir það tóku heimamenn öll völd og Jay Stansfield, dýrasti leikmaður C-deildarinnar frá upphafi, jafnaði metin um miðbik fyrir hálfleiks. Staðan var 1-1 í hálfleik en Stansfield kom Birmingham yfir eftir aðeins sjö mínútna leik í síðari hálfleik. Tomoki Iwata fór svo langleiðina með að gulltryggja sigurinn með þriðja marki Birmingham á 59. mínútu. Krystian Bielik, fyrirliði Birmingham, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt þegar fjórar mínútur voru til leiksloka en það kom ekki að sök og heimamenn héldu út – lokatölur 3-1. Willum Þór spilaði allan leikinn og Alfons Sampsted kom inn af bekknum síðasta hálftímann eða svo. WELCOME TO BIRMINGHAM 🤩 pic.twitter.com/mrtGaOox75— Birmingham City FC (@BCFC) September 16, 2024 Wrexham er áfram á toppi deildarinnar með 13 stig að loknum 6 leikjum á meðan Birmingham er sæti neðar með jafn mörg stig og leik til góða. Charlton Athletic er svo í 3. sæti einnig með 13 stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Sjá meira
Bæði lið eru í eigu Bandaríkjamanna og voru uppi hugmyndir um að spila hann þar frekar en í Englandi. Hann fór á endanum fram í Birmingham og var Willum Þór Willumsson í byrjunarliði heimamanna. Hvað varðar eigendur liðanna þá var Tom Brady, leikstjórnandinn fyrrverandi, í stúkunni sem og góðvini sínum David Beckham en sá á ekkert í hvorugu liðinu. Þá var Rob McElhenney, annar af Hollywood-eigendum Wrexham einnig á vellinum. Tomoki Iwata has his first goal since signing from Celtic to double Birmingham's advantage! 🔥 pic.twitter.com/mqBQ8Qntwv— Sky Sports Football (@SkyFootball) September 16, 2024 Það voru gestirnir frá Wales sem hófu leikinn af krafti en Jack Marriott skoraði strax á þriðju mínútu. Eftir það tóku heimamenn öll völd og Jay Stansfield, dýrasti leikmaður C-deildarinnar frá upphafi, jafnaði metin um miðbik fyrir hálfleiks. Staðan var 1-1 í hálfleik en Stansfield kom Birmingham yfir eftir aðeins sjö mínútna leik í síðari hálfleik. Tomoki Iwata fór svo langleiðina með að gulltryggja sigurinn með þriðja marki Birmingham á 59. mínútu. Krystian Bielik, fyrirliði Birmingham, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt þegar fjórar mínútur voru til leiksloka en það kom ekki að sök og heimamenn héldu út – lokatölur 3-1. Willum Þór spilaði allan leikinn og Alfons Sampsted kom inn af bekknum síðasta hálftímann eða svo. WELCOME TO BIRMINGHAM 🤩 pic.twitter.com/mrtGaOox75— Birmingham City FC (@BCFC) September 16, 2024 Wrexham er áfram á toppi deildarinnar með 13 stig að loknum 6 leikjum á meðan Birmingham er sæti neðar með jafn mörg stig og leik til góða. Charlton Athletic er svo í 3. sæti einnig með 13 stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Sjá meira