Þriggja mánaða úrkoma á þremur dögum í mannskæðum flóðum Kjartan Kjartansson skrifar 16. september 2024 09:06 Flóðvatn streymir í gegnum bæinn Glucholazy í suðvestanverðu Póllandi sunnudaginn 15. september 2024. Vísir/EPA Að minnsta kosti tíu eru látnir í flóðunum í Mið-Evrópu þar sem neyðarástand ríkir víða. Á sumum stöðum hefur þriggja mánaða úrkoma fallið á aðeins þremur dögum. Aftakaúrkomu hefur gert í Mið- og Austur-Evrópu undanfarna daga og heilu bæirnir eru á floti. Heimili, brýr og innviðir hafa eyðilagst víða, samgöngur spillst og í Póllandi brast stífla í hamförunum. Sérstaklega hafa bæir við landamæri Pólland og Tékklands farið illa í flóðunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þrátt fyrir að byrjað væri að sjatna í ám þar í morgun hafa flóðin náð víðar og ógna stærri borgum í báðum löndum. Sex fórust í flóðunum í Rúmeníu yfir helgina, einn í Tékklandi og þá fórst austurrískur slökkviliðsmaður þegar hann dældi vatni úr kjallara. Talið er að tveir hafi drukknað í Póllandi. Sums staðar í Tékklandi hefur þriggja mánaða úrkoma fallið á þremur dögum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þar þurftu tólf þúsund manns að yfirgefa heimili sín vegna hamfaranna, að sögn Petrs Fiala, forsætisráðherra. BBC segir að nokkurra sem sáust hverfa í vatnselginn sé saknað í Norður- og Suður-Moravíu. Í Austurríki er nágrenni Vínar lýst sem hamfarasvæði og ástandið þar er sagt fordæmalaust. Yfirvöld í Slóvakíu og Ungverjalandi búa sig undir möguleg flóð vegna vatnavaxta í Dóná. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hét stuðningi sambandsins við þau ríki sem hafa orðið fyrir hamförunum. Pólland Rúmenía Austurríki Tékkland Náttúruhamfarir Loftslagsmál Tengdar fréttir Íslendingur í Vín: „Ég hef aldrei kynnst svona vatnsveðri“ Minnst átta hafa látist í flóðum sem gengið hafa yfir Mið- og Austur-Evrópu eftir storminn Boris. Fjölmargra er saknað. Íslendingur í Vín segist aldrei hafa séð annað eins á þeim átta árum sem hann hefur búið á svæðinu. 15. september 2024 19:13 Neyðarástand vegna flóða í Mið- og Austur- Evrópu Viðbragðsaðilar víða um Mið- og Austur-Evrópu eru önnum kafin vegna gríðarlegra rigninga síðustu daga. Þúsundir heimila eru eyðilögð og bætt verulega í ár. Einn er látinn í Póllandi vegna flóðanna sem hafa fylgt rigningunni og fjórir í Rúmeníu. Neyðarástandi hefur víða verið lýst yfir. Búist er við því að það gæti rignt til þriðjudags sums staðar. 15. september 2024 07:43 Búa sig undir aftakaúrkomu og flóð í Mið-Evrópu Slökkviliðsmenn í Prag unnu að því að koma upp flóðvörnum í kringum gamla bæinn þar vegna aftakaúrkomu sem er spáð fram á helgina. Svipuðu veðri er spáð víða í Mið-Evrópu næstu daga. 13. september 2024 23:49 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira
Aftakaúrkomu hefur gert í Mið- og Austur-Evrópu undanfarna daga og heilu bæirnir eru á floti. Heimili, brýr og innviðir hafa eyðilagst víða, samgöngur spillst og í Póllandi brast stífla í hamförunum. Sérstaklega hafa bæir við landamæri Pólland og Tékklands farið illa í flóðunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þrátt fyrir að byrjað væri að sjatna í ám þar í morgun hafa flóðin náð víðar og ógna stærri borgum í báðum löndum. Sex fórust í flóðunum í Rúmeníu yfir helgina, einn í Tékklandi og þá fórst austurrískur slökkviliðsmaður þegar hann dældi vatni úr kjallara. Talið er að tveir hafi drukknað í Póllandi. Sums staðar í Tékklandi hefur þriggja mánaða úrkoma fallið á þremur dögum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þar þurftu tólf þúsund manns að yfirgefa heimili sín vegna hamfaranna, að sögn Petrs Fiala, forsætisráðherra. BBC segir að nokkurra sem sáust hverfa í vatnselginn sé saknað í Norður- og Suður-Moravíu. Í Austurríki er nágrenni Vínar lýst sem hamfarasvæði og ástandið þar er sagt fordæmalaust. Yfirvöld í Slóvakíu og Ungverjalandi búa sig undir möguleg flóð vegna vatnavaxta í Dóná. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hét stuðningi sambandsins við þau ríki sem hafa orðið fyrir hamförunum.
Pólland Rúmenía Austurríki Tékkland Náttúruhamfarir Loftslagsmál Tengdar fréttir Íslendingur í Vín: „Ég hef aldrei kynnst svona vatnsveðri“ Minnst átta hafa látist í flóðum sem gengið hafa yfir Mið- og Austur-Evrópu eftir storminn Boris. Fjölmargra er saknað. Íslendingur í Vín segist aldrei hafa séð annað eins á þeim átta árum sem hann hefur búið á svæðinu. 15. september 2024 19:13 Neyðarástand vegna flóða í Mið- og Austur- Evrópu Viðbragðsaðilar víða um Mið- og Austur-Evrópu eru önnum kafin vegna gríðarlegra rigninga síðustu daga. Þúsundir heimila eru eyðilögð og bætt verulega í ár. Einn er látinn í Póllandi vegna flóðanna sem hafa fylgt rigningunni og fjórir í Rúmeníu. Neyðarástandi hefur víða verið lýst yfir. Búist er við því að það gæti rignt til þriðjudags sums staðar. 15. september 2024 07:43 Búa sig undir aftakaúrkomu og flóð í Mið-Evrópu Slökkviliðsmenn í Prag unnu að því að koma upp flóðvörnum í kringum gamla bæinn þar vegna aftakaúrkomu sem er spáð fram á helgina. Svipuðu veðri er spáð víða í Mið-Evrópu næstu daga. 13. september 2024 23:49 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira
Íslendingur í Vín: „Ég hef aldrei kynnst svona vatnsveðri“ Minnst átta hafa látist í flóðum sem gengið hafa yfir Mið- og Austur-Evrópu eftir storminn Boris. Fjölmargra er saknað. Íslendingur í Vín segist aldrei hafa séð annað eins á þeim átta árum sem hann hefur búið á svæðinu. 15. september 2024 19:13
Neyðarástand vegna flóða í Mið- og Austur- Evrópu Viðbragðsaðilar víða um Mið- og Austur-Evrópu eru önnum kafin vegna gríðarlegra rigninga síðustu daga. Þúsundir heimila eru eyðilögð og bætt verulega í ár. Einn er látinn í Póllandi vegna flóðanna sem hafa fylgt rigningunni og fjórir í Rúmeníu. Neyðarástandi hefur víða verið lýst yfir. Búist er við því að það gæti rignt til þriðjudags sums staðar. 15. september 2024 07:43
Búa sig undir aftakaúrkomu og flóð í Mið-Evrópu Slökkviliðsmenn í Prag unnu að því að koma upp flóðvörnum í kringum gamla bæinn þar vegna aftakaúrkomu sem er spáð fram á helgina. Svipuðu veðri er spáð víða í Mið-Evrópu næstu daga. 13. september 2024 23:49