„Gífurlega svekkjandi augnablik“ Smári Jökull Jónsson skrifar 15. september 2024 19:29 Ómar Ingi fylgist með leik kvöldsins af hlíðarlínunni. vísir / viktor freyr Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK sagðist heilt yfir vera sáttur með frammistöðu HK í 5-3 tapinu gegn Blikum í dag. Hann sagði liðið þurfa að undirbúa sig vel fyrir baráttuna í neðri hluta Bestu deildarinnar. „Bara svekktur, svekktur hvernig þessar mínútur voru í kringum mark tvö og þrjú hjá Blikunum,“ sagði Ómar Ingi í viðtali við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport eftir leik. Blikar skoruðu þrjú mörk á sjö mínútna kafla í seinni hálfleik eftir að HK hafði haft 2-1 forystu í hálfleik. „Svekktur að við höfum ekki gert betur komandi inn í seinni hálfleik með 2-1 forystu. Ákvarðanataka og grunnhlutir í kringum þau tvö mörk sem er bara ekki nógu gott.“ Blikar byrjuðu leikinn mun betur en Ómar Ingi sagði að HK-ingar höfðu búist við að leikurinn myndi þróast á svipaðan hátt og hann gerði. „Við vorum ekkert að pressa þá vel en ekki heldur að gefa mikil færi á okkur. Þeir fengu ekkert mikið af opnum færum fyrir utan þetta mark sem þeir skora í fyrri hálfleik þó svo að þeir hafi verið meira með boltann. Við vorum búnir að gera okkur grein fyrir að það yrði líklega staðan, að við þyrftum að sætta okkur við það að verjast til lengri tíma.“ „Þau særa okkur dálítið“ HK skoraði tvö mörk með skömmu millibili í fyrri hálfleik og leiddu að honum loknum. Eftir rúmlega stundarfjórðung í seinni hálfleik voru Blikar hins vegar komnir í 4-2. „Frábært í fyrri hálfleiknum að koma til baka eftir að hafa lent undir. Byrjunin á seinni hálfleik var ekki nógu góð.“ Skömmu áður en Blikar komust í 3-2 voru HK-ingar gríðarlega nálægt því að komast sjálfir í 3-2 forystu. Viktor Örn Margeirsson bjargaði þá glæsilega á marklínu þegar Eiður Gauti Sæbjörnsson var grátlega nálægt því að skora. „Auðvitað var það gríðarlega svekkjandi, þetta hefur verið millimetra eða sentimetra spursmál um það hvort við komumst yfir. Svo í næstu sókn eru þeir komnir yfir og þetta var gífurlega svekkjandi augnablik.“ Heil yfir sagðist Ómar sáttur með frammistöðu HK og sagði liðið þurfa að undirbúa sig vel fyrir baráttuna í neðri hluta Bestu deildarinnar. „Heilt yfir klárlega en mér finnst samt augnablik í mörkunum, í mörkum tvö og þrjú, þar sem við eigum að gera töluvert betur. Þau særa okkur dálítið.“ „Nú erum við að fara í fimm leiki sem verður hver öðrum mikilvægari fyrir mörg lið. Þetta verða erfiðir leikir og við þurfum að undirbúa okkur vel. Mæta klárir í allt það sem þessir síðustu leikir geta boðið upp á,“ en HK gætu hafið keppnina í neðri hlutanum í fallsæti ef Fylkismenn sækja sigur gegn Víkingum á morgun. Besta deild karla Breiðablik HK Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Sjá meira
„Bara svekktur, svekktur hvernig þessar mínútur voru í kringum mark tvö og þrjú hjá Blikunum,“ sagði Ómar Ingi í viðtali við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport eftir leik. Blikar skoruðu þrjú mörk á sjö mínútna kafla í seinni hálfleik eftir að HK hafði haft 2-1 forystu í hálfleik. „Svekktur að við höfum ekki gert betur komandi inn í seinni hálfleik með 2-1 forystu. Ákvarðanataka og grunnhlutir í kringum þau tvö mörk sem er bara ekki nógu gott.“ Blikar byrjuðu leikinn mun betur en Ómar Ingi sagði að HK-ingar höfðu búist við að leikurinn myndi þróast á svipaðan hátt og hann gerði. „Við vorum ekkert að pressa þá vel en ekki heldur að gefa mikil færi á okkur. Þeir fengu ekkert mikið af opnum færum fyrir utan þetta mark sem þeir skora í fyrri hálfleik þó svo að þeir hafi verið meira með boltann. Við vorum búnir að gera okkur grein fyrir að það yrði líklega staðan, að við þyrftum að sætta okkur við það að verjast til lengri tíma.“ „Þau særa okkur dálítið“ HK skoraði tvö mörk með skömmu millibili í fyrri hálfleik og leiddu að honum loknum. Eftir rúmlega stundarfjórðung í seinni hálfleik voru Blikar hins vegar komnir í 4-2. „Frábært í fyrri hálfleiknum að koma til baka eftir að hafa lent undir. Byrjunin á seinni hálfleik var ekki nógu góð.“ Skömmu áður en Blikar komust í 3-2 voru HK-ingar gríðarlega nálægt því að komast sjálfir í 3-2 forystu. Viktor Örn Margeirsson bjargaði þá glæsilega á marklínu þegar Eiður Gauti Sæbjörnsson var grátlega nálægt því að skora. „Auðvitað var það gríðarlega svekkjandi, þetta hefur verið millimetra eða sentimetra spursmál um það hvort við komumst yfir. Svo í næstu sókn eru þeir komnir yfir og þetta var gífurlega svekkjandi augnablik.“ Heil yfir sagðist Ómar sáttur með frammistöðu HK og sagði liðið þurfa að undirbúa sig vel fyrir baráttuna í neðri hluta Bestu deildarinnar. „Heilt yfir klárlega en mér finnst samt augnablik í mörkunum, í mörkum tvö og þrjú, þar sem við eigum að gera töluvert betur. Þau særa okkur dálítið.“ „Nú erum við að fara í fimm leiki sem verður hver öðrum mikilvægari fyrir mörg lið. Þetta verða erfiðir leikir og við þurfum að undirbúa okkur vel. Mæta klárir í allt það sem þessir síðustu leikir geta boðið upp á,“ en HK gætu hafið keppnina í neðri hlutanum í fallsæti ef Fylkismenn sækja sigur gegn Víkingum á morgun.
Besta deild karla Breiðablik HK Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Sjá meira