Vill ekki ræða verðmiðann Eiður Þór Árnason skrifar 15. september 2024 10:39 Geimfararnir fjórir um borð í hylkinu eftir að það lenti í Mexíkóflóa snemma á sunnudag. AP/SpaceX Bandarískur auðmaður sneri aftur til jarðar í dag ásamt áhöfn að lokinni fimm daga geimferð. Hann er fyrsti óbreytti borgarinn til að fara í geimgöngu en enginn hefur ferðast jafnt langt út í geim eftir að NASA sendi menn á tunglið. Hylki geimferðafyrirtækisins SpaceX lenti í Mexíkóflóa í Flórída fyrir dögun með tæknifrumkvöðulinn Jared Isaacman um borð, ásamt tveimur verkfræðingum SpaceX og fyrrverandi flugmanni bandaríska flughersins. Geimgangan átti sér stað á sporbaug nærri 740 kílómetrum yfir jörðu, sem er lengra frá jörðu en bæði Alþjóðlega geimstöðin og Hubble-geimsjónaukinn. pic.twitter.com/efEp2efpEN— SpaceX (@SpaceX) September 15, 2024 Spilaði á fiðluna Geimfarið náði hæst 1.408 kílómetrum eftir flugtak á þriðjudag. AP-fréttaveitan greinir frá þessu og segir Isaacman vera 264. manneskjuna til að fara í geimgöngu og Sarah Gillis, verkfræðingur hjá SpaceX sú 265. Fyrsta geimgangan var farin á vegum Sovétríkjanna árið 1965 en fram að þessu hafa einungis atvinnugeimfarar átt slíkt afrek. Dragon's hatch is open and the Polaris Dawn crew is getting ready to exit the spacecraft pic.twitter.com/KItVBSwJff— SpaceX (@SpaceX) September 15, 2024 Í geimgöngunni á fimmtudag var lúga SpaceX Crew Dragon-hylkisins opin í tæplega hálftíma. Isaacman kom einungis út að mitti til að prófa nýjan geimbúning SpaceX í stutta stund og Gillis fylgdi á eftir. Hún náði að hné og beygði handleggi og fætur í nokkrar mínútur. Gillis er lærður fiðluleikari og spilaði á fiðluna á sporbaug um jörðu fyrr í þessari viku. Anna Menon, verkfræðingur hjá SpaceX og Scott „Kidd“ Poteet, fyrrverandi flugmaður voru ekki losuð úr hylkinu. Geimgangan stóð yfir í minna en tvær klukkustundir, sem er talsvert styttra en þær sem fara fram við Alþjóðlegu geimstöðina. Nýta þurfti meirihlutann af tímanum til að draga úr þrýstingi í hylkinu og fylla klefann svo aftur með súrefni. Commander @rookisaacman has egressed Dragon and is going through the first of three suit mobility tests that will test overall hand body control, vertical movement with Skywalker, and foot restraint pic.twitter.com/XATJQhLuIZ— SpaceX (@SpaceX) September 12, 2024 Greiðir geimferðaáætlun úr eigin vasa Þetta var annað leiguflug Isaacman með SpaceX og eru tvö önnur fyrirhuguð sem hluti af geimkönnunaráætluninni Polaris sem hann fjármagnar sjálfur. Hann greiddi ótilgreinda upphæð fyrir fyrstu geimferð sína árið 2021 en nýtti hana til að safna 250 milljónum bandaríkjadala fyrir barnaspítala í Tennessee. Isaacman deilir kostnaðinum við þessa nýjustu geimferð með SpaceX en vill ekki gefa upp hversu mikið hann greiðir. SpaceX nýtti ferðina til að prófa geimbúninga og tækni sem vonast er til að nota í framtíðarferðum til Mars. Auðævi hins 41 árs gamla Jared Isaacman eru metin á um 1,9 milljarða bandaríkjadala. Hann hefur hagnast mest á greiðsluvinnslufyrirtækinu Shift4 Payments sem hann stofnaði árið 1999, þá einungis 16 ára gamall. Auðmaðurinn hefur lengi haft brennandi áhuga á flugi, fór fyrst í flugnám árið 2004 og setti síðar heimsmet fyrir lengstu hnattferðina um borð í léttri þotu. Geimurinn SpaceX Bandaríkin Tengdar fréttir Fyrsta geimganga óbreyttra borgara Fjórir geimfarar, sem eru á allt að sjö hundruð kílómetra hárri sporbraut um jörðu, ætla í geimgöngu í dag. Þetta verður í fyrsta sinn sem óbreyttir borgarar fara í geimgöngu. 12. september 2024 09:02 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Hylki geimferðafyrirtækisins SpaceX lenti í Mexíkóflóa í Flórída fyrir dögun með tæknifrumkvöðulinn Jared Isaacman um borð, ásamt tveimur verkfræðingum SpaceX og fyrrverandi flugmanni bandaríska flughersins. Geimgangan átti sér stað á sporbaug nærri 740 kílómetrum yfir jörðu, sem er lengra frá jörðu en bæði Alþjóðlega geimstöðin og Hubble-geimsjónaukinn. pic.twitter.com/efEp2efpEN— SpaceX (@SpaceX) September 15, 2024 Spilaði á fiðluna Geimfarið náði hæst 1.408 kílómetrum eftir flugtak á þriðjudag. AP-fréttaveitan greinir frá þessu og segir Isaacman vera 264. manneskjuna til að fara í geimgöngu og Sarah Gillis, verkfræðingur hjá SpaceX sú 265. Fyrsta geimgangan var farin á vegum Sovétríkjanna árið 1965 en fram að þessu hafa einungis atvinnugeimfarar átt slíkt afrek. Dragon's hatch is open and the Polaris Dawn crew is getting ready to exit the spacecraft pic.twitter.com/KItVBSwJff— SpaceX (@SpaceX) September 15, 2024 Í geimgöngunni á fimmtudag var lúga SpaceX Crew Dragon-hylkisins opin í tæplega hálftíma. Isaacman kom einungis út að mitti til að prófa nýjan geimbúning SpaceX í stutta stund og Gillis fylgdi á eftir. Hún náði að hné og beygði handleggi og fætur í nokkrar mínútur. Gillis er lærður fiðluleikari og spilaði á fiðluna á sporbaug um jörðu fyrr í þessari viku. Anna Menon, verkfræðingur hjá SpaceX og Scott „Kidd“ Poteet, fyrrverandi flugmaður voru ekki losuð úr hylkinu. Geimgangan stóð yfir í minna en tvær klukkustundir, sem er talsvert styttra en þær sem fara fram við Alþjóðlegu geimstöðina. Nýta þurfti meirihlutann af tímanum til að draga úr þrýstingi í hylkinu og fylla klefann svo aftur með súrefni. Commander @rookisaacman has egressed Dragon and is going through the first of three suit mobility tests that will test overall hand body control, vertical movement with Skywalker, and foot restraint pic.twitter.com/XATJQhLuIZ— SpaceX (@SpaceX) September 12, 2024 Greiðir geimferðaáætlun úr eigin vasa Þetta var annað leiguflug Isaacman með SpaceX og eru tvö önnur fyrirhuguð sem hluti af geimkönnunaráætluninni Polaris sem hann fjármagnar sjálfur. Hann greiddi ótilgreinda upphæð fyrir fyrstu geimferð sína árið 2021 en nýtti hana til að safna 250 milljónum bandaríkjadala fyrir barnaspítala í Tennessee. Isaacman deilir kostnaðinum við þessa nýjustu geimferð með SpaceX en vill ekki gefa upp hversu mikið hann greiðir. SpaceX nýtti ferðina til að prófa geimbúninga og tækni sem vonast er til að nota í framtíðarferðum til Mars. Auðævi hins 41 árs gamla Jared Isaacman eru metin á um 1,9 milljarða bandaríkjadala. Hann hefur hagnast mest á greiðsluvinnslufyrirtækinu Shift4 Payments sem hann stofnaði árið 1999, þá einungis 16 ára gamall. Auðmaðurinn hefur lengi haft brennandi áhuga á flugi, fór fyrst í flugnám árið 2004 og setti síðar heimsmet fyrir lengstu hnattferðina um borð í léttri þotu.
Geimurinn SpaceX Bandaríkin Tengdar fréttir Fyrsta geimganga óbreyttra borgara Fjórir geimfarar, sem eru á allt að sjö hundruð kílómetra hárri sporbraut um jörðu, ætla í geimgöngu í dag. Þetta verður í fyrsta sinn sem óbreyttir borgarar fara í geimgöngu. 12. september 2024 09:02 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Fyrsta geimganga óbreyttra borgara Fjórir geimfarar, sem eru á allt að sjö hundruð kílómetra hárri sporbraut um jörðu, ætla í geimgöngu í dag. Þetta verður í fyrsta sinn sem óbreyttir borgarar fara í geimgöngu. 12. september 2024 09:02