„Ég fagnaði innra með mér en var ekki sáttur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. september 2024 17:01 Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis. vísir / anton brink „Virkilega dapurt hjá okkur í dag, eins og púðrið væri farið úr okkur. Ætluðum að enda þetta á góðum nótum en því miður þá bara vann betra liðið í dag,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, eftir 1-4 tap gegn Keflavík í lokaumferð neðri hluta Bestu deildar kvenna. Dóttir hans skoraði markið sem gerði út af við leikinn. Fylkir var langt frá því að sýna sínar bestu hliðar í dag en slapp inn í hálfleik aðeins einu marki undir. Snemma í seinni hálfleik hins vegar tvöfaldaði Keflavík forystuna og gerði eiginlega út af við leikinn. Þar var á ferð Sigurbjörg Diljá, dóttir Gunnars, sem vakti eðlilega blendnar tilfinningar hjá þjálfaranum. „Svo sannarlega. Frábært mark hjá henni, virkilega vel afgreitt. En á móti, að fá á sig annað markið, það var högg og erfitt að koma til baka eftir það. Við misstum alls ekki trúna en jú, þetta var mjög skrítin tilfinning. Ég fagnaði innra með mér en var ekki sáttur við að lenda 2-0 undir.“ Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir er fædd árið 2008 en hefur skorað tvisvar í sumar.facebook / knattspyrnudeild keflavíkur Liðið var í fallbaráttu allt tímabilið, endar með þessu tapi í neðsta sæti deildarinnar og fer niður í Lengjudeild. Gunnar segir þó góðan kjarna til staðar í Árbænum og telur víst að framtíð félagsins sé björt. „Tímabilið er bara að klárast núna. Ég er stoltur af þessum stelpum þó það hafi ekki gengið upp í dag. Við erum með nánast eingöngu íslenskt lið, einn erlendan leikmann. Sama lið byrjar undirbúningstímabilið og endar mótið, við fórum inn í mótið nánast með sama lið og fór upp úr Lengjudeildinni í fyrra, ákváðum að standa og falla með því. Styrktum okkur með tveimur erlendum leikmönnum en misstum Kaylu [Bruster] síðustu 4-5 leiki, sem var mjög slæmt. En hérna er mjög góður kjarni, góður hópur af leikmönnum og annað, ég hef ekki trú á öðru en að flestir leikmenn verði áfram og taki slaginn með Fylki, það er björt framtíð hjá þessu félagi.“ Líður vel í Árbænum en samningurinn að renna út Liðið vel skipað og stefnan sett strax aftur upp. Samningur Gunnars er hins vegar að renna út og óljóst enn hvort hann verði áfram með liðið. „Mér hefur liðið mjög vel hérna, gott að vera í Árbænum og það skýrist bara mjög fljótlega hvað verður.“ Snæða saman í kvöld Framtíðin er óráðin en Fylkir ætlar að gera vel við sig í kvöld eftir langt og strangt tímabil. „Það er eitthvað hérna í kvöld, hittast og borða saman. Síðan tökum við tvær æfingar í næstu viku, klára tímabilið og svo hlöðum við batterýin áður en við byrjum aftur og ég er þess fullviss að Fylkir verði í Bestu deildinni áður en langt um líður,“ sagði Gunnar að lokum. Besta deild kvenna Fylkir Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira
Fylkir var langt frá því að sýna sínar bestu hliðar í dag en slapp inn í hálfleik aðeins einu marki undir. Snemma í seinni hálfleik hins vegar tvöfaldaði Keflavík forystuna og gerði eiginlega út af við leikinn. Þar var á ferð Sigurbjörg Diljá, dóttir Gunnars, sem vakti eðlilega blendnar tilfinningar hjá þjálfaranum. „Svo sannarlega. Frábært mark hjá henni, virkilega vel afgreitt. En á móti, að fá á sig annað markið, það var högg og erfitt að koma til baka eftir það. Við misstum alls ekki trúna en jú, þetta var mjög skrítin tilfinning. Ég fagnaði innra með mér en var ekki sáttur við að lenda 2-0 undir.“ Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir er fædd árið 2008 en hefur skorað tvisvar í sumar.facebook / knattspyrnudeild keflavíkur Liðið var í fallbaráttu allt tímabilið, endar með þessu tapi í neðsta sæti deildarinnar og fer niður í Lengjudeild. Gunnar segir þó góðan kjarna til staðar í Árbænum og telur víst að framtíð félagsins sé björt. „Tímabilið er bara að klárast núna. Ég er stoltur af þessum stelpum þó það hafi ekki gengið upp í dag. Við erum með nánast eingöngu íslenskt lið, einn erlendan leikmann. Sama lið byrjar undirbúningstímabilið og endar mótið, við fórum inn í mótið nánast með sama lið og fór upp úr Lengjudeildinni í fyrra, ákváðum að standa og falla með því. Styrktum okkur með tveimur erlendum leikmönnum en misstum Kaylu [Bruster] síðustu 4-5 leiki, sem var mjög slæmt. En hérna er mjög góður kjarni, góður hópur af leikmönnum og annað, ég hef ekki trú á öðru en að flestir leikmenn verði áfram og taki slaginn með Fylki, það er björt framtíð hjá þessu félagi.“ Líður vel í Árbænum en samningurinn að renna út Liðið vel skipað og stefnan sett strax aftur upp. Samningur Gunnars er hins vegar að renna út og óljóst enn hvort hann verði áfram með liðið. „Mér hefur liðið mjög vel hérna, gott að vera í Árbænum og það skýrist bara mjög fljótlega hvað verður.“ Snæða saman í kvöld Framtíðin er óráðin en Fylkir ætlar að gera vel við sig í kvöld eftir langt og strangt tímabil. „Það er eitthvað hérna í kvöld, hittast og borða saman. Síðan tökum við tvær æfingar í næstu viku, klára tímabilið og svo hlöðum við batterýin áður en við byrjum aftur og ég er þess fullviss að Fylkir verði í Bestu deildinni áður en langt um líður,“ sagði Gunnar að lokum.
Besta deild kvenna Fylkir Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira