„Ég stend við þessa ákvörðun“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. september 2024 19:26 Dómsmálaráðherra stendur keik við ákvörðun sína Vísir Dómsmálaráðherra stendur keik við ákvörðun sína um að veita Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara ekki lausn frá störfum, þrátt fyrir gagnrýni. Hún segir eðlilegt að fram komi ólík sjónarmið enda eigi málið sér fá sem engin fordæmi. Ríkissaksóknari telur umræðu um málið hafa verið óvægna gagnvart embættinu. Ákvörðun dómsmálaráðherra um að leysa Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara ekki frá störfum hefur sætt gagnrýni úr ýmsum áttum. Meðal annars hafa Róbert Spanó, fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu og Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari, lýst efasemdum um þær forsendur sem ráðherra gefur sér til stuðnings ákvörðuninni. Þá hefur lögmaðurinn Almar Möller einnig lýst efasemdum, þó úr annarri átt. Í svari Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við fyrirspurn fréttastofu í dag segist hún telja að hallað hafi verulega á embætti ríkissaksóknara og á ákæruvaldið í umfjöllun fjölmiðla um málið, í „því moldviðri“ sem Helga Magnúsi hafi tekist að magna upp. Þá ýtrekar hún að málið lúti ekki að persónu Helga Magnúsar, heldur að sjálfstæði og hlutleysi ákæruvaldsins og trausti almennings til þess. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist standa keik við ákvörðun sína, innt eftir viðbrögðum við framkominni gagnrýni. „Ég stend við þessa ákvörðun. Það hefur komið skýrt fram í máli mínu að ég leitaði ráðgjafar bæði innan og utan ráðuneytisins. Ég fékk tvær virtar lögfræðistofur til að gefa mér álit, þeim bar ekki saman og það varðaði aðallega tjáningarfrelsið,“ segir Guðrún. „Það er ekkert óeðlilegt við það þó að lögspekingar stigi núna fram og hafi sínar skoðanir í sitt hvora áttina, enda á þetta mál sér fá ef nokkur fordæmi. Þess vegna meðal annars ákvað ég að gæta meðalhófs í ákvörðun minni.“ Óttast þú ekki að þetta rýri traust til ákæruvaldsins? „Nei, ég óttast það ekki. Það er undir auðvitað ákæruvaldinu komið að vanda sín vinnubrögð og vinna vel og af öryggi og trausti í þágu þjóðarinnar og ég treysti þeim til þess,“ svarar Guðrún. Lögmennska Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Stjórnsýsla Mest lesið Starfsfólk farið að þjást af „laxaastma“ Erlent Tekur einarða afstöðu með þungunarrofi og sjálfræði kvenna Erlent Stóra sánumálið: „Örugglega ýmislegt viðgengist sem myndi ekki viðgangast í öðrum klefum“ Innlent Herbergi fylltist af vatni upp að hurðarhúni Innlent Heilsugæslan lokar fyrir aðgengi Samgöngustofu að sjúkraskrám Innlent Lét sér fátt um finnast að Pence væri í hættu Erlent Forsetinn neitar að undirrita lög gegn hinsegin fólki Erlent Ekið á ungan dreng á hlaupahjóli Innlent Afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu sé lokið Innlent Rússar reyndu að skjóta niður ísraelskar stýriflaugar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Risaþota flýgur í lágflugi yfir Reykjavík Áfram á bak við lás og slá vegna andláts hjónanna Umferðarljósin rafmagnslaus vegna rafmagnstruflana hjá Norðuráli Þóra Jóhanna nýr yfirdýralæknir Stóra sánumálið: „Örugglega ýmislegt viðgengist sem myndi ekki viðgangast í öðrum klefum“ Sögðu upp fleiri samningum í kjölfar úrskurðarins Ánægð með að stjórnvöld viðurkenni mönnunarvandann Vaxtalækkun, nýr kjarasamningur og lokað á sjúkraskrár Rafmagnsleysi sums staðar fram á kvöld Herbergi fylltist af vatni upp að hurðarhúni Veikindi flugstjóra settu óvænt strik í flugáætlun Atlanta-þotu Kona tveggja flokka í Samtalinu Ekið á ungan dreng á hlaupahjóli Meiri stuðningur við Borgarlínu í Reykjavík en annars staðar Heilsugæslan lokar fyrir aðgengi Samgöngustofu að sjúkraskrám Minna Íslendinga búsetta erlendis og vilja kjósa á að skrá sig Í hendur Willums að fjármagna frjóvgun í stað ófrjósemisaðgerða Afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu sé lokið Bíll fullur af börnum, líkamsárás og umferðaróhöpp Samið í nótt: Stjórnvöld heita lausnum á mönnunarvandanum Bifreið í ljósum logum við Stuðlaháls Nú beinast öll spjót að bönkunum Óvenjulegt ættarmót við Snorrabraut Mikil umferð vegna áreksturs í Kópavogi Höfum ekki efni á svona stórkarlalegri Ölfusárbrú „Þetta verður góð saga þegar hún verður sögð“ Lækkaðir stýrivextir og óánægja með afnám kynjaskiptingar Blikkaði í rafmagnslausum Vaðlaheiðargöngum „Það vill enginn vera eins og Steingrímur J.“ Metóánægja með ríkisstjórnina en enn færri ánægðir með stjórnarandstöðuna Sjá meira
Ákvörðun dómsmálaráðherra um að leysa Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara ekki frá störfum hefur sætt gagnrýni úr ýmsum áttum. Meðal annars hafa Róbert Spanó, fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu og Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari, lýst efasemdum um þær forsendur sem ráðherra gefur sér til stuðnings ákvörðuninni. Þá hefur lögmaðurinn Almar Möller einnig lýst efasemdum, þó úr annarri átt. Í svari Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við fyrirspurn fréttastofu í dag segist hún telja að hallað hafi verulega á embætti ríkissaksóknara og á ákæruvaldið í umfjöllun fjölmiðla um málið, í „því moldviðri“ sem Helga Magnúsi hafi tekist að magna upp. Þá ýtrekar hún að málið lúti ekki að persónu Helga Magnúsar, heldur að sjálfstæði og hlutleysi ákæruvaldsins og trausti almennings til þess. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist standa keik við ákvörðun sína, innt eftir viðbrögðum við framkominni gagnrýni. „Ég stend við þessa ákvörðun. Það hefur komið skýrt fram í máli mínu að ég leitaði ráðgjafar bæði innan og utan ráðuneytisins. Ég fékk tvær virtar lögfræðistofur til að gefa mér álit, þeim bar ekki saman og það varðaði aðallega tjáningarfrelsið,“ segir Guðrún. „Það er ekkert óeðlilegt við það þó að lögspekingar stigi núna fram og hafi sínar skoðanir í sitt hvora áttina, enda á þetta mál sér fá ef nokkur fordæmi. Þess vegna meðal annars ákvað ég að gæta meðalhófs í ákvörðun minni.“ Óttast þú ekki að þetta rýri traust til ákæruvaldsins? „Nei, ég óttast það ekki. Það er undir auðvitað ákæruvaldinu komið að vanda sín vinnubrögð og vinna vel og af öryggi og trausti í þágu þjóðarinnar og ég treysti þeim til þess,“ svarar Guðrún.
Lögmennska Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Stjórnsýsla Mest lesið Starfsfólk farið að þjást af „laxaastma“ Erlent Tekur einarða afstöðu með þungunarrofi og sjálfræði kvenna Erlent Stóra sánumálið: „Örugglega ýmislegt viðgengist sem myndi ekki viðgangast í öðrum klefum“ Innlent Herbergi fylltist af vatni upp að hurðarhúni Innlent Heilsugæslan lokar fyrir aðgengi Samgöngustofu að sjúkraskrám Innlent Lét sér fátt um finnast að Pence væri í hættu Erlent Forsetinn neitar að undirrita lög gegn hinsegin fólki Erlent Ekið á ungan dreng á hlaupahjóli Innlent Afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu sé lokið Innlent Rússar reyndu að skjóta niður ísraelskar stýriflaugar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Risaþota flýgur í lágflugi yfir Reykjavík Áfram á bak við lás og slá vegna andláts hjónanna Umferðarljósin rafmagnslaus vegna rafmagnstruflana hjá Norðuráli Þóra Jóhanna nýr yfirdýralæknir Stóra sánumálið: „Örugglega ýmislegt viðgengist sem myndi ekki viðgangast í öðrum klefum“ Sögðu upp fleiri samningum í kjölfar úrskurðarins Ánægð með að stjórnvöld viðurkenni mönnunarvandann Vaxtalækkun, nýr kjarasamningur og lokað á sjúkraskrár Rafmagnsleysi sums staðar fram á kvöld Herbergi fylltist af vatni upp að hurðarhúni Veikindi flugstjóra settu óvænt strik í flugáætlun Atlanta-þotu Kona tveggja flokka í Samtalinu Ekið á ungan dreng á hlaupahjóli Meiri stuðningur við Borgarlínu í Reykjavík en annars staðar Heilsugæslan lokar fyrir aðgengi Samgöngustofu að sjúkraskrám Minna Íslendinga búsetta erlendis og vilja kjósa á að skrá sig Í hendur Willums að fjármagna frjóvgun í stað ófrjósemisaðgerða Afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu sé lokið Bíll fullur af börnum, líkamsárás og umferðaróhöpp Samið í nótt: Stjórnvöld heita lausnum á mönnunarvandanum Bifreið í ljósum logum við Stuðlaháls Nú beinast öll spjót að bönkunum Óvenjulegt ættarmót við Snorrabraut Mikil umferð vegna áreksturs í Kópavogi Höfum ekki efni á svona stórkarlalegri Ölfusárbrú „Þetta verður góð saga þegar hún verður sögð“ Lækkaðir stýrivextir og óánægja með afnám kynjaskiptingar Blikkaði í rafmagnslausum Vaðlaheiðargöngum „Það vill enginn vera eins og Steingrímur J.“ Metóánægja með ríkisstjórnina en enn færri ánægðir með stjórnarandstöðuna Sjá meira
Stóra sánumálið: „Örugglega ýmislegt viðgengist sem myndi ekki viðgangast í öðrum klefum“ Innlent
Stóra sánumálið: „Örugglega ýmislegt viðgengist sem myndi ekki viðgangast í öðrum klefum“ Innlent