Telur Guðrúnu vilja halda hlífiskildi yfir ráðuneytinu Jakob Bjarnar skrifar 13. september 2024 10:55 Almar Þ. Möller gagnrýnir þau sjónarmið sem Róbert Spanó setur fram. Hann telur Sigríði ríkissaksóknara geti sjálfri sér um kennt og Salómonsdóm Guðrúnar megi rekja til meðvirkni hennar með starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins. vísir Almar M. Möller lögmaður gagnrýnir þau sjónarmið sem fram komu í grein Róberts Spanó frá í gær að ákvörðun Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra um að Helgi Magnús Gunnarsson haldi stöðu sinni sem vararíkissaksóknari stangist á við lög. Hann telur dómsmálaráðherra skilgreina málið of þröngt að gefnum forsendum og í raun megi rekja allt tal um lögleysu til ríkissaksóknara sjálfs. Almar segir meðal annars í grein sinni að öllum beri að fara að lögum. En að Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari taki sér vald sem hún hafi ekki. Að veita vararíkissaksóknara áminningu sé meira en aðfinnsluvert. „Með því hefur hún grafið undan trúverðugleika ákæruvaldsins í landinu.“ Lagaleysa en hverju er um að kenna? Grein sem Róbert birti á Vísi í gær, en hann er einn helsti lögspekingur landsins og meðal annars fyrrverandi forseti Mannréttindadómstólsins, hefur vakið gríðarlega athygli. Þar segir Róbert ákvörðun Guðrúnar og þær forsendur sem hún gefi sér fyrir því að víkja Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara ekki úr starfi, ganga í berhögg við lög. Sjónarmið Róberts hljóta að teljast allrar athygli verð. Guðrún hefur sagt að hún hafi haft tvö lögfræðiálit til að styðjast við þegar hún tók ákvörðunina en þau vísi í sitthvora áttina. Almar, sem hefur gætt sjónarmiða Helga Magnúsar í þessu máli, vitnar í lögfræðiálit LEX sem hann segir ítarlegt og vel rökstutt og er þar meðal annars talað um „lögmætisregluna“ sem gengur út á að stjórnvöld geti almennt ekki tekið ákvarðanir sem eru íþyngjandi fyrir borgara nema fyrir liggi lagastoð. „Með hliðsjón af því að ákvörðun um áminningu er íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun eru allar líkur á því að öll óvissa um valdbærni yrði túlkuð þeim embættismanni sem áminning beinist gegn í hag ef lögmæti áminningar kæmi til kasta dómstóla,“ segir í álitinu. „Furðuleg“ áminning starfsmanna ráðuneytisins Til þessa vísar Guðrún en Almar telur aðfinnsluvert með tilliti til meðalhófsreglu sem hún vísar jafnframt til að hún hafi ekki einfaldlega hafnað erindi Sigríðar á grundvelli valdþurrðar. „Ráðherra gat ekki samkvæmt sínum eigin orðum treyst því að áminningin frá 2022 hafi verið lögmæt. Líklegt má telja að ráðherra hafi kosið að byggja ákvörðun sína ekki á valdþurrð ríkissaksóknara þar sem undirmenn hennar í ráðuneytinu höfðu með furðulegum hætti átt aðkomu að áminningunni árið 2022. Sennilega hefur hún viljað forða ráðuneytinu frá álitshnekki nú.“ Af þessum á ráða að Almar telur Guðrúnu hafa viljað þóknast öllum sjónarmiðum, að fella Salómonsdóm en mörgum getur reynst hált á því svellinu. Það sem réði úrslitum sé ríkur vilji Guðrúnar til að hlífa undirmönnum sínum í ráðuneytinu. Öðrum kosti standist málið ekki. Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Lögmennska Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Almar segir meðal annars í grein sinni að öllum beri að fara að lögum. En að Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari taki sér vald sem hún hafi ekki. Að veita vararíkissaksóknara áminningu sé meira en aðfinnsluvert. „Með því hefur hún grafið undan trúverðugleika ákæruvaldsins í landinu.“ Lagaleysa en hverju er um að kenna? Grein sem Róbert birti á Vísi í gær, en hann er einn helsti lögspekingur landsins og meðal annars fyrrverandi forseti Mannréttindadómstólsins, hefur vakið gríðarlega athygli. Þar segir Róbert ákvörðun Guðrúnar og þær forsendur sem hún gefi sér fyrir því að víkja Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara ekki úr starfi, ganga í berhögg við lög. Sjónarmið Róberts hljóta að teljast allrar athygli verð. Guðrún hefur sagt að hún hafi haft tvö lögfræðiálit til að styðjast við þegar hún tók ákvörðunina en þau vísi í sitthvora áttina. Almar, sem hefur gætt sjónarmiða Helga Magnúsar í þessu máli, vitnar í lögfræðiálit LEX sem hann segir ítarlegt og vel rökstutt og er þar meðal annars talað um „lögmætisregluna“ sem gengur út á að stjórnvöld geti almennt ekki tekið ákvarðanir sem eru íþyngjandi fyrir borgara nema fyrir liggi lagastoð. „Með hliðsjón af því að ákvörðun um áminningu er íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun eru allar líkur á því að öll óvissa um valdbærni yrði túlkuð þeim embættismanni sem áminning beinist gegn í hag ef lögmæti áminningar kæmi til kasta dómstóla,“ segir í álitinu. „Furðuleg“ áminning starfsmanna ráðuneytisins Til þessa vísar Guðrún en Almar telur aðfinnsluvert með tilliti til meðalhófsreglu sem hún vísar jafnframt til að hún hafi ekki einfaldlega hafnað erindi Sigríðar á grundvelli valdþurrðar. „Ráðherra gat ekki samkvæmt sínum eigin orðum treyst því að áminningin frá 2022 hafi verið lögmæt. Líklegt má telja að ráðherra hafi kosið að byggja ákvörðun sína ekki á valdþurrð ríkissaksóknara þar sem undirmenn hennar í ráðuneytinu höfðu með furðulegum hætti átt aðkomu að áminningunni árið 2022. Sennilega hefur hún viljað forða ráðuneytinu frá álitshnekki nú.“ Af þessum á ráða að Almar telur Guðrúnu hafa viljað þóknast öllum sjónarmiðum, að fella Salómonsdóm en mörgum getur reynst hált á því svellinu. Það sem réði úrslitum sé ríkur vilji Guðrúnar til að hlífa undirmönnum sínum í ráðuneytinu. Öðrum kosti standist málið ekki.
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Lögmennska Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira