Lögmennska

Fréttamynd

Búast við að mál lög­mannsins verði fellt niður

Verjandi lögmanns sem sætir gæsluvarðhaldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi segir málið ekki það fyrsta sinnar tegundar. Hann þekki til minnst tveggja annarra mála þar sem lögmenn hafa sætt gæsluvarðhaldi en að rannsóknir þeirra mála hafi að lokum verið felldar niður. Hann og umbjóðandi hans búist fastlega við því að sú verði niðurstaðan í máli lögmannsins.

Innlent
Fréttamynd

Lög­maðurinn neitar sök og kærir til Lands­réttar

Starfandi lögmaður sem handtekinn var fyrir viku og úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um skipulagða brotastarfsemi neitar sök og hefur kært úrskurðinn til Landsréttar. Maðurinn er meðal annars grunaður um að hafa aðstoðað fólk við að koma til landsins með ólögmætum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Lög­maður í haldi grunaður um skipu­lagða brota­starf­semi

Starfandi lögmaður var handtekinn fyrir viku og úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um skipulagða brotastarfsemi. Húsleit var framkvæmd á heimili lögmannsins og á vinnustað hans. Hann er meðal annars grunaður um að hafa aðstoðað fólk við að koma til landsins með ólögmætum hætti. Hann hefur auglýst gjaldfrjálsa lögmannsaðstoð til handa fólki sem kemur til landsins.

Innlent
Fréttamynd

Ör­yrkjar fá nú síður gjaf­sókn

Umtalsvert færri úr hópi öryrkja eiga þess kost að leita réttar síns fyrir dómstólum þar sem lágmarksörorkulífeyri er nú töluvert yfir tekjuviðmiði gjafsóknar. Lögmannafélag Íslands telur að það kunni að stangast á við ákvæði bæði stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu.

Innlent
Fréttamynd

Skaðabótalög – tíma­bærar breytingar

Undirritaðir eru lögmenn sem hafa m.a. annast hagsmunagæslu fyrir slasaða einstaklinga síðastliðin 15 ár. Athygli okkar vakti að í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi þing var hvergi vikið að skaðabótalögum nr. 50/1993 sem beitt er við uppgjör bótamála fyrir slasaða einstaklinga, s.s. vegna afleiðinga umferðarslysa.

Skoðun
Fréttamynd

Kim féll

Kim Kardashian féll nýverið á prófi til lögmannsréttinda í Kaliforníuríki. Hún hyggst þó ekki gefast upp enda þekkt fyrir þrautseigju eins og sýndi sig þegar hún náði prófi fyrsta árs laganema í fjórðu tilraun og kláraði lögfræðinám á sex árum.

Lífið
Fréttamynd

Jónas Már til Réttar

Lögmannsstofan Réttur hefur ráðið Jónas Má Torfason sem sérhæfðan ráðgjafa með áherslu á ráðgjöf á sviði banka-, fjármála- og fyrirtækjaréttar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Ókei, mér er ætlað annað hlut­verk núna“

Helga Vala Helgadóttir lögmaður segist ekki sakna þess sérlega að vera á þingi, eftir að hafa sjálf ákveðið að hætta fyrir tveimur árum síðan. Hún segir að í störfum sínum sem lögmaður skipti miklu máli að vera ekki „ferkantaður pappakassi“.

Lífið
Fréttamynd

Þarf að una á­minningu í máli móður í for­sjár­deilu

Ómar R. Valdimarsson lögmaður þarf að una úrskurði Úrskurðarnefndar lögmanna um að hann þurfi að endurgreiða móður rúmar tvær milljónir vegna starfa hans í forsjármáli hennar. Þá þarf hann einnig að una áminningu fyrir að hafa samband við sameiginlega kunningjakonu þeirra og föður konunnar.

Innlent
Fréttamynd

Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play

Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hefur úrskurðað Fly Play hf. gjaldþrota. Arnar Þór Stefánsson, lögmaður á Lex, og Unnur Lilja Hermannsdóttir, lögmaður á Landslögum, hafa verið skipuð skiptastjórar búsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vill brúa bilið milli al­mennings og réttar­kerfisins

„Það sem ég geri er í raun einfalt: ég reyni að útskýra lögfræði á mannamáli og er aðgengileg,“ segir Anna Einarsdóttir lögfræðingur.  Í dag er hún orðin þekkt fyrir að brjóta niður múra milli lögfræðinnar og almennings – bæði á TikTok og í nýjum hlaðvarpsþáttum um íslensk sakamál sem ber heitið True crime Ísland.

Lífið
Fréttamynd

Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálf­stæðan rekstur en heldur eftirlaununum

Helgi Magnús Gunnarsson, sem lét nýlega af embætti vararíkissaksóknara, hefur fengið lögmannsréttindin sín afhent á ný eftir að þau höfðu legið inni í 24 ár. Hann stefnir á sjálfstæðan rekstur sem lögmaður en mögulegar tekjur sem hann hefur af honum munu engin áhrif hafa á eftirlaun hans hjá ríkinu. Níu ár eru í að hann nái eftirlaunaaldri.

Innlent
Fréttamynd

Tollar ESB – kjarn­orkuákvæðið

Ef þetta mál þróast á versta veg gæti reynt á ákvæði EES-samningsins með áður óþekktum hætti. Í ljósi þróunar í alþjóðamálum, þar sem virðing fyrir milliríkjasamningum, alþjóðastofnunum og jafnræði ríkja hefur farið dvínandi, þarf það kannski ekki að koma svo mikið á óvart.

Umræðan
Fréttamynd

Fjár­skipti við slit ó­vígðrar sam­búðar: Megin­reglur og frá­vik

Í íslenskum rétti hefur um langa hríð ríkt töluverð réttaróvissa um fjárhagsleg réttindi og skyldur einstaklinga við slit óvígðrar sambúðar. Ólíkt því sem gildir um hjúskap, þar sem hjúskaparlög nr. 31/1993 setja skýran ramma um fjármál hjóna, skortir heildstæða löggjöf sem tekur af skarið um skiptingu eigna og skulda sambúðarfólks.

Skoðun
Fréttamynd

Eftir bestu vitund hvers?

„Djöfullinn leynist í smáatriðunum,“ er frasi sem á oft vel við um lögfræðinga þegar þeir lúslesa samninga og takast á um atriði sem kunna að þykja heldur ómerkileg í augum umbjóðandans. Eitt slíkt atriði sem lögfræðingar hafa gjarnan gaman af því að þræta um eru ábyrgðaryfirlýsingar í samningum um kaup og sölu á félögum.

Umræðan
Fréttamynd

Stöðugur tekju­vöxtur BBA//Fjeldco skilar sér í um 430 milljóna hagnaði

Íslenska lögmannsstofan BBA//Fjeldco, sem var meðal annars ráðgjafi við risasamruna JBT og Marel, sá tekjur sínar vaxa um liðlega átta prósent á árinu 2024 og þá jókst sömuleiðis hagnaður félagsins og nam 430 milljónum. Stjórnendur stofunnar reikna með áframhaldandi vexti á þessu ári, meðal annars í verkefnum tengdum jarðvarma og endurnýtanlegri orku í gegnum dótturfélagið Elements.

Innherji
Fréttamynd

Hvergi af baki dottinn og fer með á­minninguna fyrir Lands­rétt

Lögmaðurinn og fyrrverandi þingmaðurinn Höskuldur Þór Þórhallsson ætlar ekki að sætta sig við að sitja uppi með áminningu sem Úrskurðarnefnd lögmanna veitti honum vegna ágreinings um skipti dánarbús. Hann ætlar með málið fyrir Landsrétt og eftir atvikum alla leið í Hæstarétt.

Innlent
Fréttamynd

Á­minning Höskuldar stendur

Lögmaðurinn og fyrrverandi þingmaðurinn Höskuldur Þór Þórhallsson fór fýluferð í dómsal þegar hann reyndi að fá áminningu frá Úrskurðarnefnd lögmanna hnekkt. Hann var áminntur fyrir að halda eftir fjármunum erfingja í dánarbúi og að villa um fyrir úrskurðarnefndinni.

Innlent
Fréttamynd

Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars

Úrskurðarnefnd lögmanna lagði í fyrra til við sýslumann að Ómar R. Valdimarsson yrði sviptur lögmannssréttindum tímabundið. Af sjö áminningum sem nefndin veitti í fyrra hlaut Ómar fimm.

Innlent
Fréttamynd

Hverjir geta átt rétt til frjálsrar farar og dvalar í öðru EES-ríki?

Ein af grundvallarreglum EES-samningsins er réttur ríkisborgara EES-ríkja til frjálsrar farar og dvalar í öðru EES-ríki. Það eru þó ekki allir sem átta sig á því að ríkisborgarar frá landi utan EES („ríkisborgarar þriðja ríkis“) geta einnig fallið undir gildissvið EES-samningsins og átt rétt til frjálsrar farar og dvalar í öðru EES-ríki.

Umræðan
Fréttamynd

Einn ró­legur, annar afar ó­sáttur

Ríkissaksóknari rannsakar tvö mál í tengslum við víðtækan gagnaþjófnað frá embætti Sérstaks saksóknara. Dómsmálaráðherra segir málið svik við almenning og réttarkerfið. Maður sem var hleraður er afar ósáttur við vinnubrögð saksóknara og íhugar að leita réttar síns.

Innlent