Ísraelar gerðu áhlaup á leynilega vopnaverksmiðju í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2024 11:21 Unnið að því að rétta af gröfu sem valt í sprengingu nærri Masyaf á sunnudaginn. Ísralar gerðu árásir á alla vegi sem liggja að rannsóknarstöð sýrlenska hersins nærri bænum. AP/Omar Sanadiki Samhliða umfangsmiklum loftárásum Ísraela á fjölda skotmarka í Sýrlandi síðastliðinn sunnudag gerðu ísraelskir sérsveitarmenn áhlaup á eldflaugaverksmiðju Hezbollah. Verksmiðjan er sögð hafa verið reist af Írönum við landamæri Sýrlands og Líbanon. Hezbollah hefur skotið miklum fjölda eldflauga að Ísrael frá því stríðið á Gasaströndinni hófst en samkvæmt heimildum Axios voru eldflaugar framleiddar fyrir Hezbollah í umræddri verksmiðju. SANA, ríkismiðill Sýrlands, segir átján manns hafa fallið í árásunum og að tugir hafi særst en árásir voru einnig gerðar á rannsóknarstöð sýrlenska hersins nærri Masyaf, þar sem efnavopn eins og saríngas voru framleidd á árum áður. Sjá einnig: Sýrlendingar reiðir yfir árásum Ísraela Ísraelar hafa um árabil gert loftárásir í Sýrlandi sem sagðar eru beinast gegn vopnaflutningum og öðrum sendingum frá Íran til Líbanon. Þetta er þó í fyrsta sinn í langan tíma sem Ísraelar senda hermenn inn í Sýrland. New York Times segir Ísraela hafa verið að leita að þessari verksmiðju um langt skeið. Þeir hafa nokkrum sinnum áður gert loftárásir á svipuðum slóðum nærri Masyaf og árið 2018 réðu þeir sýrlenskan vísindamann sem vann þar að þróun eldflauga af dögum. Þessar árásir hafa þó ekki geta grandað verksmiðjunni vegna þess að hún var niðurgrafin og víggirt. Mynd af Bashar al-Assad, einræðisherra Sýrlands, við glugga með brotinni rúðu í Masyaf.AP/Omar Sanadiki Herforinginn Qassim Soleimani, sem leiddi QUDS-sveitir íranska byltingarvarðarins, er sagður hafa komið að því að verksmiðjan var reist. Hann var einn valdamesti maður Írans áður en Bandaríkjamenn réðu hann af dögum í loftárás nærri Baghdad í Írak í byrjun árs 2020. QUDS sveitirnar hafa séð um að útvega vígahópum sem Íranar styðja í Mið-Austurlöndum vopn, fjármuni og þjálfun. Ísraelar felldu tvo herforingja úr QUDS í Damaskus í Sýrlandi í apríl. Sjá einnig: Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Ísraelski embættismenn telja að leiðtogar Hezbollah hafi viljað hafa verksmiðjuna í Sýrlandi þar sem Ísraelar ættu erfiðar með að gera árásir þar en í Líbanon. Fyrst sprengjur, svo menn Charles Lister, sérfræðingur í málnefnum Mið-Austurlanda, segir Ísraela hafa unnið að þessari árás í fimm ár. Þeir hafi fyrst gert loftárásir á fjórar varðstöðvar sýrlenska hersins við Masyaf. Þar á meðal hafi verið loftvarnarkerfi og vegir að rannsóknarstöðinni. Önnur bylgja loftárása beindist að rannsóknarstöðinni sjálfri, sem tengist verksmiðjunni með neðanjarðargöngum. Í þriðju bylgjunni voru sérsveitarmenn fluttir á vettvang um borð í þyrlum og nutu þeir stuðnings flugmanna sem flugu drónum yfir svæðinu og skutu á sýrlenska hermenn sem reyndu að koma verjendum verksmiðjunnar til aðstoðar. Sýrlenskur hermaður í Masyaf. Ekki liggur fyrir hve margir hermenn féllu í aðgerðum Ísraela.AP/Omar Sanadiki Lister segir að rannsóknarstöðin við Masyaf og umrædd verksmiðja hafi spilað stóra rullu í vopnaþróun Sýrlands, eins og þróun eldflauga, svokallaðra tunnusprengja og annarra vopna. Sérsveitarmennirnir tóku stjórn á verksmiðjunni og eru þeir sagðir hafa fellt einhverja óvini áður en þeir komu sprengjum fyrir og grönduðu verksmiðjunni. Í frétt New York Times segir að hermennirnir hafi einnig komið höndum yfir skjöl og búnað úr verksmiðjunni en þeir munu ekki hafa orðið fyrir mannfalli. Ísrael Sýrland Líbanon Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Sjá meira
Hezbollah hefur skotið miklum fjölda eldflauga að Ísrael frá því stríðið á Gasaströndinni hófst en samkvæmt heimildum Axios voru eldflaugar framleiddar fyrir Hezbollah í umræddri verksmiðju. SANA, ríkismiðill Sýrlands, segir átján manns hafa fallið í árásunum og að tugir hafi særst en árásir voru einnig gerðar á rannsóknarstöð sýrlenska hersins nærri Masyaf, þar sem efnavopn eins og saríngas voru framleidd á árum áður. Sjá einnig: Sýrlendingar reiðir yfir árásum Ísraela Ísraelar hafa um árabil gert loftárásir í Sýrlandi sem sagðar eru beinast gegn vopnaflutningum og öðrum sendingum frá Íran til Líbanon. Þetta er þó í fyrsta sinn í langan tíma sem Ísraelar senda hermenn inn í Sýrland. New York Times segir Ísraela hafa verið að leita að þessari verksmiðju um langt skeið. Þeir hafa nokkrum sinnum áður gert loftárásir á svipuðum slóðum nærri Masyaf og árið 2018 réðu þeir sýrlenskan vísindamann sem vann þar að þróun eldflauga af dögum. Þessar árásir hafa þó ekki geta grandað verksmiðjunni vegna þess að hún var niðurgrafin og víggirt. Mynd af Bashar al-Assad, einræðisherra Sýrlands, við glugga með brotinni rúðu í Masyaf.AP/Omar Sanadiki Herforinginn Qassim Soleimani, sem leiddi QUDS-sveitir íranska byltingarvarðarins, er sagður hafa komið að því að verksmiðjan var reist. Hann var einn valdamesti maður Írans áður en Bandaríkjamenn réðu hann af dögum í loftárás nærri Baghdad í Írak í byrjun árs 2020. QUDS sveitirnar hafa séð um að útvega vígahópum sem Íranar styðja í Mið-Austurlöndum vopn, fjármuni og þjálfun. Ísraelar felldu tvo herforingja úr QUDS í Damaskus í Sýrlandi í apríl. Sjá einnig: Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Ísraelski embættismenn telja að leiðtogar Hezbollah hafi viljað hafa verksmiðjuna í Sýrlandi þar sem Ísraelar ættu erfiðar með að gera árásir þar en í Líbanon. Fyrst sprengjur, svo menn Charles Lister, sérfræðingur í málnefnum Mið-Austurlanda, segir Ísraela hafa unnið að þessari árás í fimm ár. Þeir hafi fyrst gert loftárásir á fjórar varðstöðvar sýrlenska hersins við Masyaf. Þar á meðal hafi verið loftvarnarkerfi og vegir að rannsóknarstöðinni. Önnur bylgja loftárása beindist að rannsóknarstöðinni sjálfri, sem tengist verksmiðjunni með neðanjarðargöngum. Í þriðju bylgjunni voru sérsveitarmenn fluttir á vettvang um borð í þyrlum og nutu þeir stuðnings flugmanna sem flugu drónum yfir svæðinu og skutu á sýrlenska hermenn sem reyndu að koma verjendum verksmiðjunnar til aðstoðar. Sýrlenskur hermaður í Masyaf. Ekki liggur fyrir hve margir hermenn féllu í aðgerðum Ísraela.AP/Omar Sanadiki Lister segir að rannsóknarstöðin við Masyaf og umrædd verksmiðja hafi spilað stóra rullu í vopnaþróun Sýrlands, eins og þróun eldflauga, svokallaðra tunnusprengja og annarra vopna. Sérsveitarmennirnir tóku stjórn á verksmiðjunni og eru þeir sagðir hafa fellt einhverja óvini áður en þeir komu sprengjum fyrir og grönduðu verksmiðjunni. Í frétt New York Times segir að hermennirnir hafi einnig komið höndum yfir skjöl og búnað úr verksmiðjunni en þeir munu ekki hafa orðið fyrir mannfalli.
Ísrael Sýrland Líbanon Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent