Tekur undir með Ferguson varðandi Bosnich Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. september 2024 22:16 Mark Bosnich er ekki beint í miklum metum hjá Paul Scholes. Ross Kinnaird/ROLAND SCHLAGER Paul Scholes tekur undir með þjálfara sínum fyrrverandi, Sir Alex Ferguson, er varðar getu Mark Bosnich en sá lék um árabil í marki félagsins. Markvörðurinn fékk bæði að heyra að hann væri latur sem og að hann gæti ekki sparkað almennilega í fótbolta. Hinn 49 ára gamli Scholes, sem er talinn einn af betri miðjumönnum sinnar kynslóðar á Englandi, var gestur í hlaðvarpinu The Overlap þar sem fyrrverandi samherjar hans Gary Neville og Roy Keane eru meðal þáttastjórnanda. Scholes lék allan sinn feril með Man United og varð Englandsmeistari ellefu sinnum, þrívegis enskur bikarmeistari og tvívegis Evrópumeistari. Þrátt fyrir gríðarlega sigursælan feril þá voru nokkrir samherjar sem hreinlega stóðust ekki þær kröfur sem gerðar voru til þeirra. "He was so unprofessional!" 👀Paul Scholes doesn't hold back on former teammate Mark Bosnich... pic.twitter.com/FEr9cgHe4k— The Overlap (@WeAreTheOverlap) September 5, 2024 Scholes nefndi Argentínumanninn Juan Sebastian Verón en þrátt fyrir að vera virkilega góður í fótbolta þá gengu hlutirnir ekki upp í honum í Manchester. Svo sneri hann sér að Bosnich sem fékk það verðuga verkefni að leysa Peter Schmeichel af hólmi. „Mér fannst Bosnich góður þegar hann spilaði með Aston Villa en hann gat ekkert hjá okkur. Venjulega fá markmenn á sig 10-20 skot í skotæfingum en hann var sprunginn eftir þrjú. Svo var annað, hann gat ekki sparkað í boltann. Útspörkin hans drifu varla upp á miðju.“ Í ofanálag sagði Scholes að skórnir sem Bosnich hefði notað hefðu verið alltof stórir og ekki skrítið að hann gæti ekki sparkað í boltann. Segja má að Scholes endurspegli þarna orð Sir Alex um þennan fyrrum markvörð félagsins. Í ævisögu sinni sem kom út árið 2013 sagði Skotinn að markvörðurinn væri einn latasti leikmaður sem hann hefði þjálfað. Þá sagði hann Bosnich vera hræðilegan atvinnumann. Það kemur ef til vill lítið á óvart að Bosnich spilaði aðeins 36 leiki fyrir Man United og var látinn fara eftir eitt tímabil. Hann hélt marki sínu hreinu í 11 af 23 deildarleikjum og stóð uppi sem Englandsmeistari í lok tímabils. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Jota reddaði stigi fyrir tíu Poolara Enski boltinn Jólagleði Liverpool hætt vegna fíkniefna Enski boltinn Sveindísi enn á ný skellt á bekkinn þrátt fyrir fernuna Fótbolti Arsenal fann enga leið gegn Everton Enski boltinn „Leikmaður þeirra hefði getað fengið annað gult spjald“ Enski boltinn „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ Körfubolti Syntu samanlagt næstum því 24 hringi í kringum Ísland Sport Frábær endurkoma spútnikliðsins úr Skírisskógi Enski boltinn Segir Ronaldo byrja á nýjum matarkúr svo hann geti spilað á HM 2030 Fótbolti Mbappé gæti mætt í Dalinn í október en óvíst hvar Ísland endar Fótbolti Fleiri fréttir „Leikmaður þeirra hefði getað fengið annað gult spjald“ Stefán Teitur og félagar grátlega nálægt sigri á Leeds Stórsigur Newcastle en O'Neil gæti fengið sparkið Frábær endurkoma spútnikliðsins úr Skírisskógi Arsenal fann enga leið gegn Everton Jota reddaði stigi fyrir tíu Poolara Jólagleði Liverpool hætt vegna fíkniefna Lemina sviptur fyrirliðabandinu Salah leikmaður mánaðarins í sjötta sinn Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Furðulegt fagn sem enginn skilur „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Coote rekinn úr ensku úrvalsdeildinni eftir alvarleg brot Getur ekki spilað fótbolta næsta árið eftir bílslysið Sjá meira
Hinn 49 ára gamli Scholes, sem er talinn einn af betri miðjumönnum sinnar kynslóðar á Englandi, var gestur í hlaðvarpinu The Overlap þar sem fyrrverandi samherjar hans Gary Neville og Roy Keane eru meðal þáttastjórnanda. Scholes lék allan sinn feril með Man United og varð Englandsmeistari ellefu sinnum, þrívegis enskur bikarmeistari og tvívegis Evrópumeistari. Þrátt fyrir gríðarlega sigursælan feril þá voru nokkrir samherjar sem hreinlega stóðust ekki þær kröfur sem gerðar voru til þeirra. "He was so unprofessional!" 👀Paul Scholes doesn't hold back on former teammate Mark Bosnich... pic.twitter.com/FEr9cgHe4k— The Overlap (@WeAreTheOverlap) September 5, 2024 Scholes nefndi Argentínumanninn Juan Sebastian Verón en þrátt fyrir að vera virkilega góður í fótbolta þá gengu hlutirnir ekki upp í honum í Manchester. Svo sneri hann sér að Bosnich sem fékk það verðuga verkefni að leysa Peter Schmeichel af hólmi. „Mér fannst Bosnich góður þegar hann spilaði með Aston Villa en hann gat ekkert hjá okkur. Venjulega fá markmenn á sig 10-20 skot í skotæfingum en hann var sprunginn eftir þrjú. Svo var annað, hann gat ekki sparkað í boltann. Útspörkin hans drifu varla upp á miðju.“ Í ofanálag sagði Scholes að skórnir sem Bosnich hefði notað hefðu verið alltof stórir og ekki skrítið að hann gæti ekki sparkað í boltann. Segja má að Scholes endurspegli þarna orð Sir Alex um þennan fyrrum markvörð félagsins. Í ævisögu sinni sem kom út árið 2013 sagði Skotinn að markvörðurinn væri einn latasti leikmaður sem hann hefði þjálfað. Þá sagði hann Bosnich vera hræðilegan atvinnumann. Það kemur ef til vill lítið á óvart að Bosnich spilaði aðeins 36 leiki fyrir Man United og var látinn fara eftir eitt tímabil. Hann hélt marki sínu hreinu í 11 af 23 deildarleikjum og stóð uppi sem Englandsmeistari í lok tímabils.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Jota reddaði stigi fyrir tíu Poolara Enski boltinn Jólagleði Liverpool hætt vegna fíkniefna Enski boltinn Sveindísi enn á ný skellt á bekkinn þrátt fyrir fernuna Fótbolti Arsenal fann enga leið gegn Everton Enski boltinn „Leikmaður þeirra hefði getað fengið annað gult spjald“ Enski boltinn „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ Körfubolti Syntu samanlagt næstum því 24 hringi í kringum Ísland Sport Frábær endurkoma spútnikliðsins úr Skírisskógi Enski boltinn Segir Ronaldo byrja á nýjum matarkúr svo hann geti spilað á HM 2030 Fótbolti Mbappé gæti mætt í Dalinn í október en óvíst hvar Ísland endar Fótbolti Fleiri fréttir „Leikmaður þeirra hefði getað fengið annað gult spjald“ Stefán Teitur og félagar grátlega nálægt sigri á Leeds Stórsigur Newcastle en O'Neil gæti fengið sparkið Frábær endurkoma spútnikliðsins úr Skírisskógi Arsenal fann enga leið gegn Everton Jota reddaði stigi fyrir tíu Poolara Jólagleði Liverpool hætt vegna fíkniefna Lemina sviptur fyrirliðabandinu Salah leikmaður mánaðarins í sjötta sinn Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Furðulegt fagn sem enginn skilur „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Coote rekinn úr ensku úrvalsdeildinni eftir alvarleg brot Getur ekki spilað fótbolta næsta árið eftir bílslysið Sjá meira