„Okkur er sama þótt við værum að spila gegn liði ömmu okkar“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 12. september 2024 19:50 John Andrews þjálfari Víkinga. Vísir/Diego John Andrews, þjálfari Víkings í Bestu deild kvenna í fótbolta, var nokkuð dapur í bragði þegar hann mætti í viðtal beint eftir 3-0 sigur sinna kvenna á FH í Kaplakrika. Ástæða þess voru meiðsli í leiknum, en Sara Montoro, leikmaður FH, virtist hafa meiðst illa á hné stuttu eftir að hún kom inn á en hún er nýlega stiginn upp úr alvarlegum hnémeiðslum. Sömuleiðis meiddist Freyja Stefánsdóttir, leikmaður Víkings, í leiknum. „Sigurinn er ekki aðalmálið í dag. Við vonum að þeir leikmenn sem þurftu að fara meiddir af velli í dag séu ekki alvarlega meiddir. Sara Montoro og Freyja Stefánsdóttir eru vonandi í lagi. Þetta var þó frábær fótboltaleikur. Það var greinilegt að FH voru að reyna ákveðna hluti líkt og við og þetta var góður leikur mestmegnis.“ Freyja gæti verið rifbeinsbrotin: „Hún fékk högg á rifbeinin í einu samstuði og hún er kvalin eftir það.“ John varð þó glaðari í bragði þegar rætt var um frammistöðu hans liðs í dag. „Okkur er sama þótt við værum að spila gegn liði ömmu okkar, við viljum sýna góða frammistöðu og gera okkar besta og mér fannst leikmennirnir mínir frábærir í dag. Til dæmis Gígja í miðverðinum, hún er 32 ára en virðist vera 15 eða 16 ára, hún er svo kröftug og fljót. Hún leit hrikalega vel út. Við settum tóninn eftir fyrstu tvær til þrjár tæklingarnar og svo var það FH að svara því og við svöruðum því vel.“ Leikir þessara liða hafa verið miklir markaleikir í sumar og er John Andrews sáttur með að halda hreinu. „Ég var varnarmaður þegar ég var leikmaður, þannig að að halda hreinu er frábært. Við vildum þó fókusera á ákveðin uppspilsmynstur sem við höfum verið að vinna í og þau virkuðu í dag. Varnar- og miðjumennirnir okkar voru frábærir í dag að verjast, því þetta var ekki auðveldur leikur.“ John vill ekki meina að hans lið sé að stefna á þriðja sæti deildarinnar, fremur sé liðið að vinna statt og stöðugt í því að bæta sig sem mun á endanum sjást á lokastöðunni í deildinni. „Það er ekki í okkar höndum, en við fylgjumst með hvernig Þór/KA gengur. Við einbeitum okkur bara að okkur en ef þær tapa stigum þá er frábært ef við komumst upp fyrir þær en ef ekki þá er það vel gert hjá þeim. Við gætum þó ekki verið stoltari af okkar framgöngu. Við erum í fjórða sæti sem er ekki slæmt fyrir nýliða og ég er stoltur. Það var einnig gott að sjá Selmu aftur eftir hennar meiðsli og veikindi.“ Fótbolti Víkingur Reykjavík Besta deild kvenna Íslenski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Sjá meira
Ástæða þess voru meiðsli í leiknum, en Sara Montoro, leikmaður FH, virtist hafa meiðst illa á hné stuttu eftir að hún kom inn á en hún er nýlega stiginn upp úr alvarlegum hnémeiðslum. Sömuleiðis meiddist Freyja Stefánsdóttir, leikmaður Víkings, í leiknum. „Sigurinn er ekki aðalmálið í dag. Við vonum að þeir leikmenn sem þurftu að fara meiddir af velli í dag séu ekki alvarlega meiddir. Sara Montoro og Freyja Stefánsdóttir eru vonandi í lagi. Þetta var þó frábær fótboltaleikur. Það var greinilegt að FH voru að reyna ákveðna hluti líkt og við og þetta var góður leikur mestmegnis.“ Freyja gæti verið rifbeinsbrotin: „Hún fékk högg á rifbeinin í einu samstuði og hún er kvalin eftir það.“ John varð þó glaðari í bragði þegar rætt var um frammistöðu hans liðs í dag. „Okkur er sama þótt við værum að spila gegn liði ömmu okkar, við viljum sýna góða frammistöðu og gera okkar besta og mér fannst leikmennirnir mínir frábærir í dag. Til dæmis Gígja í miðverðinum, hún er 32 ára en virðist vera 15 eða 16 ára, hún er svo kröftug og fljót. Hún leit hrikalega vel út. Við settum tóninn eftir fyrstu tvær til þrjár tæklingarnar og svo var það FH að svara því og við svöruðum því vel.“ Leikir þessara liða hafa verið miklir markaleikir í sumar og er John Andrews sáttur með að halda hreinu. „Ég var varnarmaður þegar ég var leikmaður, þannig að að halda hreinu er frábært. Við vildum þó fókusera á ákveðin uppspilsmynstur sem við höfum verið að vinna í og þau virkuðu í dag. Varnar- og miðjumennirnir okkar voru frábærir í dag að verjast, því þetta var ekki auðveldur leikur.“ John vill ekki meina að hans lið sé að stefna á þriðja sæti deildarinnar, fremur sé liðið að vinna statt og stöðugt í því að bæta sig sem mun á endanum sjást á lokastöðunni í deildinni. „Það er ekki í okkar höndum, en við fylgjumst með hvernig Þór/KA gengur. Við einbeitum okkur bara að okkur en ef þær tapa stigum þá er frábært ef við komumst upp fyrir þær en ef ekki þá er það vel gert hjá þeim. Við gætum þó ekki verið stoltari af okkar framgöngu. Við erum í fjórða sæti sem er ekki slæmt fyrir nýliða og ég er stoltur. Það var einnig gott að sjá Selmu aftur eftir hennar meiðsli og veikindi.“
Fótbolti Víkingur Reykjavík Besta deild kvenna Íslenski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Sjá meira