Ronaldo gagnrýnir Ten Hag: Man Utd þarf að endurbyggja allt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. september 2024 09:00 Cristiano Ronaldo þegar hann lék undir stjórn Erik ten Hag hjá Manchester United. Getty/ Ian Hodgson Cristiano Ronaldo þekkir það vel að spila fyrir Manchester United þegar félagið var meðal þeirra bestu í Evrópu en líka það að spila undir stjórn Hollendingsins Erik ten Hag. Hann gagnrýnir gamla stjórann sinn og gamla félagið sitt í nýjum hlaðvarpsþætti. United endaði í áttunda sæti á síðasta tímabili og hefur tapað tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum á þessu tímabili. Pressan er því að aukast á knattspyrnustjóranum Erik ten Hag. Ekki í boði að segja þetta „Knattspyrnustjórinn lýsir því yfir að þeir geti ekki keppt um Englandsmeistaratitilinn eða unnið Meistaradeildina,“ sagði Cristiano Ronaldo hneykslaður í hlaðvarpsþætti Rio Ferdinand. BBC segir frá. „Þegar þú ert stjóri Manchester United þá er það ekki í boði að segja að þú getir ekki keppt um Englandsmeistaratitilinn eða unnið Meistaradeildina. Þú verður að reyna að vinna,“ sagði Ronaldo. Erik ten Hag var stundum með Cristiano Ronaldo á bekknum hjá Manchester United og losaði sig síðan við Portúgalann.Getty/James Gill „Ég óska Manchester [United] þess sem ég óska sjálfum mér sem er að vera eins góðir og þeir geta orðið. Ég elska þetta félag og ég er ekki sá gæi sem gleymir fortíðinni,“ sagði Ronaldo. Enn eitt af bestu félögum heims „Að mínu mati þá þurfa þeir að endurbyggja allt. Félagið þarf líka tíma í þessa enduruppbyggingu af því að þetta er enn eitt af bestu félögum í heimi. Þeir verða samt að breyta þessum hlutum og þeir gera sér líka grein fyrir því sjálfir,“ sagði Ronaldo. Hann er ánægður með að sjá United taka æfingasvæðið sitt í gegn því það sýnir að þeir séu byrjaðir að huga að nauðsynlegum breytingum. Ronaldo fagnar því líka að fá Ruud van Nistelrooy inn í teymi Ten Hag og vill að hollenski stjórinn hlusti á landa sinn. „Ef Ten Hag hlustar á Ruud þá getur hann kannski hjálpað sjálfum sér. Ruud þekkir félagið vel og félagið á að hlusta á menn sem voru þarna,“ sagði Ronaldo. Hlusta á þá sem voru í klefanum „Þú [Rio Ferndinand] eða Roy Keane eða Paul Scholes eða Gary Neville eða Sir Alex Ferguson. Þú getur ekki endurbyggt félagið án þekkingar og þarna er miklu meiri þekking en hjá þeim á skrifstofunni,“ sagði Ronaldo. „Fólkið sem skilur fótbolta er fólkið sem var í búningsklefanum. Þeir vita hvernig er best að eiga við leikmenn. Ég held því að Ruud eigi eftir að hjálpa því hann var innanhúss hjá félaginu. Hann þekkir félagið og þekkir stuðningsmennina. Ef stjórinn hlustar á hann þá geta þeir gert liðið betra,“ sagði Ronaldo. "United need to rebuild everything" 👀Ronaldo questions Erik ten Hag's mentality as Manchester United manager 🧠 pic.twitter.com/zONol6EGl9— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 12, 2024 Enski boltinn Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Fleiri fréttir Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Sjá meira
United endaði í áttunda sæti á síðasta tímabili og hefur tapað tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum á þessu tímabili. Pressan er því að aukast á knattspyrnustjóranum Erik ten Hag. Ekki í boði að segja þetta „Knattspyrnustjórinn lýsir því yfir að þeir geti ekki keppt um Englandsmeistaratitilinn eða unnið Meistaradeildina,“ sagði Cristiano Ronaldo hneykslaður í hlaðvarpsþætti Rio Ferdinand. BBC segir frá. „Þegar þú ert stjóri Manchester United þá er það ekki í boði að segja að þú getir ekki keppt um Englandsmeistaratitilinn eða unnið Meistaradeildina. Þú verður að reyna að vinna,“ sagði Ronaldo. Erik ten Hag var stundum með Cristiano Ronaldo á bekknum hjá Manchester United og losaði sig síðan við Portúgalann.Getty/James Gill „Ég óska Manchester [United] þess sem ég óska sjálfum mér sem er að vera eins góðir og þeir geta orðið. Ég elska þetta félag og ég er ekki sá gæi sem gleymir fortíðinni,“ sagði Ronaldo. Enn eitt af bestu félögum heims „Að mínu mati þá þurfa þeir að endurbyggja allt. Félagið þarf líka tíma í þessa enduruppbyggingu af því að þetta er enn eitt af bestu félögum í heimi. Þeir verða samt að breyta þessum hlutum og þeir gera sér líka grein fyrir því sjálfir,“ sagði Ronaldo. Hann er ánægður með að sjá United taka æfingasvæðið sitt í gegn því það sýnir að þeir séu byrjaðir að huga að nauðsynlegum breytingum. Ronaldo fagnar því líka að fá Ruud van Nistelrooy inn í teymi Ten Hag og vill að hollenski stjórinn hlusti á landa sinn. „Ef Ten Hag hlustar á Ruud þá getur hann kannski hjálpað sjálfum sér. Ruud þekkir félagið vel og félagið á að hlusta á menn sem voru þarna,“ sagði Ronaldo. Hlusta á þá sem voru í klefanum „Þú [Rio Ferndinand] eða Roy Keane eða Paul Scholes eða Gary Neville eða Sir Alex Ferguson. Þú getur ekki endurbyggt félagið án þekkingar og þarna er miklu meiri þekking en hjá þeim á skrifstofunni,“ sagði Ronaldo. „Fólkið sem skilur fótbolta er fólkið sem var í búningsklefanum. Þeir vita hvernig er best að eiga við leikmenn. Ég held því að Ruud eigi eftir að hjálpa því hann var innanhúss hjá félaginu. Hann þekkir félagið og þekkir stuðningsmennina. Ef stjórinn hlustar á hann þá geta þeir gert liðið betra,“ sagði Ronaldo. "United need to rebuild everything" 👀Ronaldo questions Erik ten Hag's mentality as Manchester United manager 🧠 pic.twitter.com/zONol6EGl9— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 12, 2024
Enski boltinn Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Fleiri fréttir Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Sjá meira