„Umferð einkaflugvéla hefur aldrei verið jafn mikil“ Lovísa Arnardóttir skrifar 11. september 2024 13:29 Samtökin Aldin hafa mótmælt við flugvöllinn með því að setja upp borða til að vekja athygli á mengun. Mynd/Aldin gegn loftslagsvá Samtökin Landvernd og Aldin gegn loftslagsvá krefjast þess að flugi með einkaþotum og þyrluflugi um Reykjavíkurflugvöll verði settar skorður og fellt undir mengunarbótareglu Ríó-sáttmálans. „Við viljum að stjórnvöld framfylgi loftslagsmarkmiðum í allra þágu og að þeir sem losa mest axli ábyrgð á sinni mengun,“ segir í sameiginlegri tilkynningu frá samtökunum. Þar kemur einnig fram að samtökin lýsi yfir stuðningi við Hljóðmörk, nýstofnuð íbúasamtök gegn hljóðmengandi flugumferð um Reykjavíkurflugvöll. Krafa Hljóðmarka er að óþarfa umferð einkaþota og þyrlna hverfi frá Reykjavíkurflugvelli. Í samtökunum er fólk sem býr í Vesturbæ Reykjavíkur, miðbæ og á Kársnesi. Í sameiginlegri tilkynningu frá Landvernd og Aldin kemur fram að þau vilji, eins og Hljóðmörk, að íbúar fái beina aðild að opinberum nefndum og samráðshópum um stefnumótun um notkun Reykjavíkurflugvallar í ljósi vaxandi mengunar af flugi. „Umferð einkaflugvéla hefur aldrei verið jafn mikil, hvort heldur hér á landi eða í veröldinni allri, á kostnað andrúmsloftsins, líffræðilegs fjölbreytileika og þar með lífsskilyrða núlifandi og komandi kynslóða,“ segir í tilkynningunni. Fimmtán einkaþotur á dag Þá er bent á að Aldin hafi mótmælt umferð einkaþota á flugvellinum með því að hengja upp borða við flughlaðið þar sem flugvélarnar standa. Í tilkynningu samtakanna segir að um flugvöllinn fari á hverjum degi allt að fimmtán einkaþotur og að þær greiði ekkert fyrir hávaðamengun og koltvísýringslosun. Í því samhengi er bent á að hver farþegi í einkaþotu vald tí- til fimmtánfaldri koltvísýringsmengun samanborið við farþega í áætlunarflugi. Þá kemur einnig fram að í júlí í fyrra hafi sautján þúsund farþegar farið um flugvöllinn sem sé fjölgun frá árinu á undan. Þá sé ótalin vaxandi þyrluumferð og annað útsýnisflug um flugvöllinn. Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Kópavogur Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll. Undanfarin ár hefur hávaðamengun frá flugvellinum keyrt um þverbak. Þyrlur með ferðamenn fara í röðum frá vellinum, hanga yfir heita pottinum í Vesturbæjarlaug, yfirgnæfa söng í jarðarförum í Öskjuhlíð, vekja sofandi smábörn á Kársnesi og trufla fögnuð brúðhjóna fyrir utan Fríkirkjuna. 11. september 2024 08:02 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
„Við viljum að stjórnvöld framfylgi loftslagsmarkmiðum í allra þágu og að þeir sem losa mest axli ábyrgð á sinni mengun,“ segir í sameiginlegri tilkynningu frá samtökunum. Þar kemur einnig fram að samtökin lýsi yfir stuðningi við Hljóðmörk, nýstofnuð íbúasamtök gegn hljóðmengandi flugumferð um Reykjavíkurflugvöll. Krafa Hljóðmarka er að óþarfa umferð einkaþota og þyrlna hverfi frá Reykjavíkurflugvelli. Í samtökunum er fólk sem býr í Vesturbæ Reykjavíkur, miðbæ og á Kársnesi. Í sameiginlegri tilkynningu frá Landvernd og Aldin kemur fram að þau vilji, eins og Hljóðmörk, að íbúar fái beina aðild að opinberum nefndum og samráðshópum um stefnumótun um notkun Reykjavíkurflugvallar í ljósi vaxandi mengunar af flugi. „Umferð einkaflugvéla hefur aldrei verið jafn mikil, hvort heldur hér á landi eða í veröldinni allri, á kostnað andrúmsloftsins, líffræðilegs fjölbreytileika og þar með lífsskilyrða núlifandi og komandi kynslóða,“ segir í tilkynningunni. Fimmtán einkaþotur á dag Þá er bent á að Aldin hafi mótmælt umferð einkaþota á flugvellinum með því að hengja upp borða við flughlaðið þar sem flugvélarnar standa. Í tilkynningu samtakanna segir að um flugvöllinn fari á hverjum degi allt að fimmtán einkaþotur og að þær greiði ekkert fyrir hávaðamengun og koltvísýringslosun. Í því samhengi er bent á að hver farþegi í einkaþotu vald tí- til fimmtánfaldri koltvísýringsmengun samanborið við farþega í áætlunarflugi. Þá kemur einnig fram að í júlí í fyrra hafi sautján þúsund farþegar farið um flugvöllinn sem sé fjölgun frá árinu á undan. Þá sé ótalin vaxandi þyrluumferð og annað útsýnisflug um flugvöllinn.
Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Kópavogur Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll. Undanfarin ár hefur hávaðamengun frá flugvellinum keyrt um þverbak. Þyrlur með ferðamenn fara í röðum frá vellinum, hanga yfir heita pottinum í Vesturbæjarlaug, yfirgnæfa söng í jarðarförum í Öskjuhlíð, vekja sofandi smábörn á Kársnesi og trufla fögnuð brúðhjóna fyrir utan Fríkirkjuna. 11. september 2024 08:02 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll. Undanfarin ár hefur hávaðamengun frá flugvellinum keyrt um þverbak. Þyrlur með ferðamenn fara í röðum frá vellinum, hanga yfir heita pottinum í Vesturbæjarlaug, yfirgnæfa söng í jarðarförum í Öskjuhlíð, vekja sofandi smábörn á Kársnesi og trufla fögnuð brúðhjóna fyrir utan Fríkirkjuna. 11. september 2024 08:02