Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll Daði Rafnsson, Margrét Manda Jónsdóttir og Kristján Vigfússon skrifa 11. september 2024 08:02 Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll. Undanfarin ár hefur hávaðamengun frá flugvellinum keyrt um þverbak. Þyrlur með ferðamenn fara í röðum frá vellinum, hanga yfir heita pottinum í Vesturbæjarlaug, yfirgnæfa söng í jarðarförum í Öskjuhlíð, vekja sofandi smábörn á Kársnesi og trufla fögnuð brúðhjóna fyrir utan Fríkirkjuna. Einkaþotur bíða í gangi eftir auðkýfingum við Hlíðarenda og dreifa hávaða og mengun yfir leikskóla og íbúðir. Það er með öllu óskiljanlegt að einkaþotum auðkýfinga og útsýnisflugi með þyrlum skuli vera beint inn í hjarta höfuðborgarinnar á þann hátt og í því magni sem nú er. Og það án lýðræðislegrar þátttöku íbúa í kringum um völlinn. Þess vegna erum við nú að stofna samtök íbúa úr ólíkum áttum sem telja þessa umferð hafa haft neikvæð áhrif á lífsgæði í þeirra nærumhverfi. Markmið samtakanna eru að óþarfa flug hverfi frá vellinum og að félagið fái aðild að opinberum nefndum og samráðshópum um stefnumótun flugvallarins. Við teljum að hagsmunir íbúa hafi orðið undir við þróun umferðar um Reykjavíkurflugvöll undanfarin ár. Við viljum segja frá því hvernig stóraukin flugumferð veldur raski og ónæði í okkar daglega lífi. Meginástæða aukins rasks frá Reykjavíkurflugvelli liggur í því sem erlendis er kallað óþarfa flug. Það er flugumferð sem þjónar ekki öryggishlutverki á borð við björgunar-og sjúkraflug. Við íslenskar aðstæður væri hægt að ætla áætlunarflugi innanlands slíkt hlutverk. Við gerum okkur grein fyrir því að vel fjármagnaðir sérhagsmunahópar hafa beint umræðu um Reykjavíkurflugvöll í skotgrafir æsings og upplýsingaóreiðu undanfarin ár. Við teljum hins vegar að það sé komin tími til að umræðan taki þroskakipp og fullorðnist. Það skiptir engu máli fyrir öryggi eða aðgengi íbúa á landsbyggðinni að auðkýfingar fái að leggja einkaþotum í ódýr stæði við rætur Öskjuhlíðar, eða að ferðamenn leggi í útsýnisferðir með þyrlum steinsnar frá Hallgrímskirkju. Fólk sem telur sig ekki verða fyrir truflun af völdum óþarfa flugumferðar ætti varla að finna fyrir því ef hún hverfur. Að losna við óþarfa flugumferð skiptir hins vegar miklu máli fyrir fólk sem þarf að sofa, vakna, lifa og sofna við þyrlusmelli og þotudrunur. Samtökin okkar hafa hlotið nafnið Hljóðmörk - íbúasamtök gegn óþarfa flugumferð um Reykjavíkurflugvöll. Við höfum nú þegar óskað eftir fundum og samráði við Innviðaráðuneytið, ISAVIA, borgarstjórn Reykjavíkur, bæjarstjórn Kópavogs og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Hafir þú áhuga á að ganga til liðs við okkur eða deila reynslu þinni bendum við þér á Facebook og Instagram síður okkar með sama nafni og samtökin. Sömuleiðis ef þú hefur áhuga á að sjá myndbönd af þyrlum og þotum í lágflugi yfir húsaþökum, flugumferð um miðja nótt, eða einkaþotum í gangi í miðju íbúðahverfi. Fh. HljóðmarkarDaði Rafnsson, KópavogiMargrét Manda Jónsdóttir, ReykjavíkKristján Vigfússon, Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Kópavogur Reykjavík Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll. Undanfarin ár hefur hávaðamengun frá flugvellinum keyrt um þverbak. Þyrlur með ferðamenn fara í röðum frá vellinum, hanga yfir heita pottinum í Vesturbæjarlaug, yfirgnæfa söng í jarðarförum í Öskjuhlíð, vekja sofandi smábörn á Kársnesi og trufla fögnuð brúðhjóna fyrir utan Fríkirkjuna. Einkaþotur bíða í gangi eftir auðkýfingum við Hlíðarenda og dreifa hávaða og mengun yfir leikskóla og íbúðir. Það er með öllu óskiljanlegt að einkaþotum auðkýfinga og útsýnisflugi með þyrlum skuli vera beint inn í hjarta höfuðborgarinnar á þann hátt og í því magni sem nú er. Og það án lýðræðislegrar þátttöku íbúa í kringum um völlinn. Þess vegna erum við nú að stofna samtök íbúa úr ólíkum áttum sem telja þessa umferð hafa haft neikvæð áhrif á lífsgæði í þeirra nærumhverfi. Markmið samtakanna eru að óþarfa flug hverfi frá vellinum og að félagið fái aðild að opinberum nefndum og samráðshópum um stefnumótun flugvallarins. Við teljum að hagsmunir íbúa hafi orðið undir við þróun umferðar um Reykjavíkurflugvöll undanfarin ár. Við viljum segja frá því hvernig stóraukin flugumferð veldur raski og ónæði í okkar daglega lífi. Meginástæða aukins rasks frá Reykjavíkurflugvelli liggur í því sem erlendis er kallað óþarfa flug. Það er flugumferð sem þjónar ekki öryggishlutverki á borð við björgunar-og sjúkraflug. Við íslenskar aðstæður væri hægt að ætla áætlunarflugi innanlands slíkt hlutverk. Við gerum okkur grein fyrir því að vel fjármagnaðir sérhagsmunahópar hafa beint umræðu um Reykjavíkurflugvöll í skotgrafir æsings og upplýsingaóreiðu undanfarin ár. Við teljum hins vegar að það sé komin tími til að umræðan taki þroskakipp og fullorðnist. Það skiptir engu máli fyrir öryggi eða aðgengi íbúa á landsbyggðinni að auðkýfingar fái að leggja einkaþotum í ódýr stæði við rætur Öskjuhlíðar, eða að ferðamenn leggi í útsýnisferðir með þyrlum steinsnar frá Hallgrímskirkju. Fólk sem telur sig ekki verða fyrir truflun af völdum óþarfa flugumferðar ætti varla að finna fyrir því ef hún hverfur. Að losna við óþarfa flugumferð skiptir hins vegar miklu máli fyrir fólk sem þarf að sofa, vakna, lifa og sofna við þyrlusmelli og þotudrunur. Samtökin okkar hafa hlotið nafnið Hljóðmörk - íbúasamtök gegn óþarfa flugumferð um Reykjavíkurflugvöll. Við höfum nú þegar óskað eftir fundum og samráði við Innviðaráðuneytið, ISAVIA, borgarstjórn Reykjavíkur, bæjarstjórn Kópavogs og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Hafir þú áhuga á að ganga til liðs við okkur eða deila reynslu þinni bendum við þér á Facebook og Instagram síður okkar með sama nafni og samtökin. Sömuleiðis ef þú hefur áhuga á að sjá myndbönd af þyrlum og þotum í lágflugi yfir húsaþökum, flugumferð um miðja nótt, eða einkaþotum í gangi í miðju íbúðahverfi. Fh. HljóðmarkarDaði Rafnsson, KópavogiMargrét Manda Jónsdóttir, ReykjavíkKristján Vigfússon, Reykjavík
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun