Áfall fyrir Arsenal rétt fyrir rosalega viku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2024 08:01 Martin Ödegaard fann vel fyrir þessu eins og sjá má hér. Norðmenn kláruðu leikinn án hans en svo er að sjá hvað Arsenal liðið gerir missi hann af næstu leikjum. Getty/Mateusz Slodkowski Martin Ödegaard kemur ekki heill úr þessum landsleikjaglugga. Fyrirliði Arsenal meiddist í leik Norðmanna og Austurríkismanna í Þjóðadeildinni í gærkvöldi. Það er líklegt að Arsenal verði án eins síns besta leikmanns í næstu leikjum og næst á dagskrá er einmitt nágrannaslagurinn við Tottenham um næstu helgi. Ödegaard var augljóslega sárþjáður og hélt fyrir andlit sitt eftir að hann meiddist á vinstri ökkla. Ödegaard virtist snúa ökklann á sér eftir tæklingu frá austurríska miðjumanninum Christoph Baumgartner. ESPN segir frá. Ödegaard reyndi að halda áfram en haltraði af velli tveimur mínútum síðar. Erling Haaland kom til hans og reyndi að hughreysta fyrirliða sinn sem var mjög svekktur. „Meiðsli Martins Ödegaard litu líka illa út í búningsklefanum. Hann sat með sjúkraþjálfarana í kringum sig en það var enginn möguleiki fyrir hann að halda áfram. Við vitum að þetta var ökklatognun,“ sagði Stale Solbakken, þjálfari norska liðsins við TV2. „Þetta er vissulega tognun en við sem höfum spilað fótbolta vitum að þetta getur verið minniháttar ef heppnin er með þér og liðböndin eru ekki slitin,“ sagði Solbakken. Læknir norska liðsins vildi meina að þetta væri ekki mjög alvarleg tognun en að leikmaðurinn þurfi að fara í myndatöku til að þeir viti meira. Hann viðurkenndi samt að það væri erfitt að greina þetta almennilega fyrr en að bólgan hefur hjaðnað og þeir hafa séð myndir af ökklanum. Arsenal spilar við Tottenham næsta sunnudag og það er vitað að Declan Rice verður ekki með þar sem hann er í leikbanni. Svo tekur við Meistaradeildarleikur við Atalanta og svo toppslagur við Manchester City 22. september. Rosaleg vika framundan og Arsenal mögulega án fyrirliðans. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Enski boltinn Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Sjá meira
Það er líklegt að Arsenal verði án eins síns besta leikmanns í næstu leikjum og næst á dagskrá er einmitt nágrannaslagurinn við Tottenham um næstu helgi. Ödegaard var augljóslega sárþjáður og hélt fyrir andlit sitt eftir að hann meiddist á vinstri ökkla. Ödegaard virtist snúa ökklann á sér eftir tæklingu frá austurríska miðjumanninum Christoph Baumgartner. ESPN segir frá. Ödegaard reyndi að halda áfram en haltraði af velli tveimur mínútum síðar. Erling Haaland kom til hans og reyndi að hughreysta fyrirliða sinn sem var mjög svekktur. „Meiðsli Martins Ödegaard litu líka illa út í búningsklefanum. Hann sat með sjúkraþjálfarana í kringum sig en það var enginn möguleiki fyrir hann að halda áfram. Við vitum að þetta var ökklatognun,“ sagði Stale Solbakken, þjálfari norska liðsins við TV2. „Þetta er vissulega tognun en við sem höfum spilað fótbolta vitum að þetta getur verið minniháttar ef heppnin er með þér og liðböndin eru ekki slitin,“ sagði Solbakken. Læknir norska liðsins vildi meina að þetta væri ekki mjög alvarleg tognun en að leikmaðurinn þurfi að fara í myndatöku til að þeir viti meira. Hann viðurkenndi samt að það væri erfitt að greina þetta almennilega fyrr en að bólgan hefur hjaðnað og þeir hafa séð myndir af ökklanum. Arsenal spilar við Tottenham næsta sunnudag og það er vitað að Declan Rice verður ekki með þar sem hann er í leikbanni. Svo tekur við Meistaradeildarleikur við Atalanta og svo toppslagur við Manchester City 22. september. Rosaleg vika framundan og Arsenal mögulega án fyrirliðans. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
Enski boltinn Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Sjá meira